Færsluflokkur: Bloggar
30.8.2007 | 13:57
Verkaskipting... ;))
Var að fá þennan sendan..og finnst hann nokkuð góður....
Það var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr rekkju einn daginn.
Bangsi litli tölti inn í eldhús, settist við morgunverðarborðið, leit ofaní litlu skálina sína og sá að hún var tóm. "Hver hefur borðað grautinn minn?" spurði hann, ámátlegum rómi.
Bangsapabbi leit ofan í stóru skálina sína og sá að hún var líka tóm.
"Hver hefur borðað grautinn minn?" urraði hann.
Bangsamamma leit upp frá eldhúsbekknum og sagði:
"Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegnum þetta?
Bangsamamma vaknaði fyrst allra.
Bangsamamma vakti ykkur hina.
Bangsamamma hitaði kaffið.
Bangsamamma tæmdi uppþvottavélina og raðaði upp í skápa. Bangsamamma lagði á borðið. Bangsamamma hleypti kettinum út, tæmdi kattabakkann og gaf kisu að éta og drekka.
Bangsamamma fór út og sótti blaðið.
Og nú, þegar þið drattist loksins á fætur og parkerið ykkar súru trýnum við morgunverðarborðið...
hlustið vel, þetta segi ég bara eitt skipti í viðbót:
""ÉG ER EKKI BÚIN AÐ BÚA TIL HELVÍTIS GRAUTINN ENNÞÁ!!!!""
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2007 | 15:09
og hvað.....?
36 mínútur á dag í ferðir til og frá vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2007 | 10:44
Frábært framtak !
... og löngu tímabært.... Börnin mín eru alin upp í Svíþjóð og þar sendi maður börnin í skólann með skólatöskuna og bros á vör, allt annað var skaffað í skólanum, ritföng, stílabækur og matur í hádeginu...... Allt þetta var innifalið í sköttunum, það sama gilti um tannlæknaheimsóknir fyrir börn yngri en 18 ára.
Man þegar ég flutti heim með börnin og þau byrjuðu í skólanum. Þá fékk maður lista með því sem kaupa þurfti fyrir þetta skólaárið og það var engin smá listi.....Þegar upp var staðið eftir veturinn kom í ljós að mikið af því dóti sem þótti allveg "nauðsynlegt" að maður keypti hafði ekki einu sinni verið tekið úr pakkningunni hvað þá notað......
Mér finnst þetta algjörlega frábært framtak og vona að aðrir skólar fylgi í kjölfarið...
Kennararnir panta ritföngin og foreldrafélagið innheimtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2007 | 18:03
Í dag...
..er ég lasin..... geng um íbúðina með dulbúin þjáningasvip, beinverki og hálsbólgu... ég á verulega bágt ...... ekki laust við að ég detti inn í hugaheim þann sem lifir og dafnar í bókinni sem ég er að lesa....
" Clifton læknir kom. Hann hlustaði á hjartað í mér og spurði mig ýmissa spurninga. "Andvökur? Óreglulegur svefn? Martraðir?"
Ég kinkaði kolli þrisvar.
"Mig grunaði það." Hann greip hitamæli og skipaði mér að stinga honum undir túnguna, svo stóð hann upp og gekk að glugganum. Hann sneri bakinu í mig og spurði: "Og hvað lestu svo?"
Ég var með hitamælinn í munninum og gat ekki svarað.
"Wuthering Heights - hefurðu lesið hana?"
"Mm-hmm."
"Og Jane Eyre?"
"Mm."
"Sense and Sensibility?"
"Hm-m."
Hann sneri sér við og horfði alvörugefinn á mig. "Og ég vænti þess að þú hafir lesið þessar bækur oftar en einu sinni."
Ég kinkaði kolli og hann hnyklaði brýnnar.
"Lesið þær aftur og aftur? Margoft?"
Ég kinkaði aftur kolli og hann varð enn þyngri á brún.
"Frá blautu barnsbeini?"
Ég botnaði ekkert í spurningum hans en kinkaði aftur kolli, knúin af alvörugefnu augnaráðinu.
Hann kipraði augun saman í rifur undir dökkum brúnunum. Ég gat alveg ímyndað mér að hann bræddi sjúklinga sína til að ná bata, bara svo að þeir losnuðu við hann.
Og svo hallaði hann sér að mér til að lesa á mælinn....."
....."Hann tók mælinn úr munninum á mér, krosslaðgi handleggina og kvað upp sjúkdómsgreininguna. "Þú þjáist af sjúkdómi sem leggst á konur með rómantískt ímyndunarafl. Meðal sjúkdómseinkenna eru máttleysi, þreyta, skortur á matarlyst og þunglyndi.".....
(Þrettánda sagan eftir Diane Setterfield)
Ekki dónaleg sjúkdómsgreining það .... en ég var allveg að upplifa mig í þessum aðstæðum og ég fann fyrir nálgæð doktorsins svo um munaði...... en svo skreiddist ég framúr og sauð mér egg....og raunveruleikinn tók við.... ég held að ég sé bara með hefðbundið kvef og hálsbólgu með smá ívafi að beinverkjum og hita..... og ég er mjög rauntengd akkurat núna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2007 | 11:34
Hvernig kaffi......
Var að taka kaffiprófið vinsæla og hér eru niðurstöðurnar... er þetta ekki allveg hávísindalegt próf??? mér finnst niðurstaðan sýna það og sanna...
Þú ert svo mikið sem...
Espresso!
Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.
Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2007 | 09:49
Líf eftir sumarfrí....
...... er það til ??? .....
mmmm það er að koma helgi... sem þýðir að nú er fyrsta vinnuvikan eftir sumarfrí að renna sitt skeið. Vikan hefur verið frekar.... tja... strembin.....ví að það er allt annað en auðvelt að byrja að vinna að nýju eftir rúmar þrjár vikur í algjörri afslöppun... eða því sem næst .... og til að bæta gráu ofan á svart þá var fyrsta vinnuvikan tvöföld..... eða þannig... var að byrja í blómó líka eftir álíka langt frí...... o m g hvað ég á bágt.... Ég hef haft sérstakan aðstoðamann mér til halds og traust þessa fyrstu vinnuviku á Kleppi.... Hekla mín hefur nefninlega fengið stöðu hér í iðjunni sem sérstakur stuðningsfulltrúi og sinnir hún því starfi vel...... allveg ótrúlegt hvað lítill hvolpur getur komið til leiðar hér á þessum bæ... það byrtir yfir fólki þar sem hún kemur og fólk fer ósjálfrátt að tala saman, jafnvel fólk sem annars er ekkert að blanda geði við aðra tekur þátt í umræðu um hundinn og hunda yfirleitt.... sumir hafa meira að segja boðist til að fara út með greyið og látið hana pissa og soleis...... já það er mikill lækningamáttur í dýrum........
En en...... live must go on...... Einkasonurinn kemur heim í nótt eftir tveggja vikna dvöl í Tyrklandi .... en það verður sko þungu fargi af mér létt þegar hann er lenntur heilu á höldnu á heimili sínu og tekin upp við fyrri iðju.... skólagöngu og soleis......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2007 | 12:27
Reykjavíkurmaraþon...
Fór til Reykjavíkur í dag, tilgangur ferðarinnar var þáttaka í Reykjavíkurmaraþoni
Í vor og sumar hefur hópur af sjúklingum á Kleppi æft af kappi fyrir þennan atburð undir röggsamri stjórn Mörtu Ernstdóttur hlaupadrottningu og sjúkraþjálfara. Eftirvæntingin var því stór og mikil þegar við lögðum af stað ,í sérmerktum bolum sem Glitnir hafði gefið hópnum í tilefni dagsins. Á bolina var skrifað stórum rauðum stöfum " Ég æfi á Kleppi og er stolt af því".... Menn ýmist hlupu, skokkuðu eða gengu þessa þrjá km til styrktar Hugarafli ..... Við vorum öll stolt og ánægð með árangurinn og ég er viss um að þetta verði enn meiri hvatning til frekari þáttöku í þeim hlaupa/gönguhópum sem starfræktir eru á Kleppi. Marta hefur átt sinn þátt í þeirri viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað ,meðal sjúklinga og starfsfólks á Kleppi, varðandi hreyfingu og alm líkamsrækt.......Takk fyrir það Marta....
Sjálf er ég staðráðin í því að taka þátt aftur næsta ár og taka þá 10 km .... að sjálfsögðu....... isss ...ekkert mál að vera með svona fyrirætlanir í dag.... heilt ár í næsta hlaup....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2007 | 13:04
"skipulagsmál".........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2007 | 11:29
Góð bók....
Góð vinkona mín lánaði mér bók fyrir nokkrum vikum síðan...... en ég lagði hana til hliðar þar sem ég hafði ekki tíma til að lesa hana akkurat þá... Ég tók bókina í gær og byrjaði að lesa...og hef ekki getað sleppt henni síðan..... það er svo gaman þegar maður dettur niður á svona góðar bækur. Bókin heitir Þrettánda sagan og er eftir Diane Setterfield.... mæli með henni...
Farin aftur að lesa....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2007 | 23:38
Kvöldganga
Fórum í kvöldgöngu,.... hin heilaga þrenning...... Fanney, Hekla, Trausti..... Fallegt kvöld,en frekar kallt... haustið farið að minna hressilega á sig.... Þar sem við gengum í háu grasi, ....sannkallaður frumskógur fyrir lítinn hund sem hélt í augnablik að hann væri konungur dýranna, rákumst við á Kjark..... allveg upp úr þurru.... þarna lá hann í leyni bak við runna, rófan breið eins og á rebba.... ég kallaði til hans... hann snéri sér við og var frekar íllilegur á svipinn, þegar ég kom nær sá ég að ofdekraði innikötturinn minn hafði lennt í áflogum...... hann var allur rifinn og reyttur...(smá ýkjur..)..og hann ætlaði sér ekki að fylgja þrenningunni heim á leið....lét öllum íllum látum þegar ég reyndi að nálgast hann...... skömmu síðar sáum við hvers kyns var....... hann hafði lennt á séns.... undan runnanum byrtist lítil gul læða og mjálmaði ámátlega..... svona eins og hún væri að kalla á hann...... og hann náttúrulega elti kvensuna..... svei mér.... það eru allir karlar eins.... og Kjarkur er meira að segja geltur...... en hann er sjálfsagt búin að gleyma því greyið og upplifir sig sem mesta töffara í heimi.....
Nokkrar myndir sem ég tók í kvöld.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)