Í dag...

 ..er ég lasin..... geng um íbúðina með dulbúin þjáningasvip, beinverki og hálsbólgu... ég á verulega bágt Crying...... ekki laust við að ég detti inn í hugaheim þann sem lifir og dafnar í bókinni sem ég er að lesa....

" Clifton læknir kom. Hann hlustaði á hjartað í mér og spurði mig ýmissa spurninga. "Andvökur? Óreglulegur svefn? Martraðir?"

Ég kinkaði kolli þrisvar.

"Mig grunaði það." Hann greip hitamæli og skipaði mér að stinga honum undir túnguna, svo stóð hann upp og gekk að glugganum. Hann sneri bakinu í mig og spurði: "Og hvað lestu svo?"

Ég var með hitamælinn í munninum og gat ekki svarað.

"Wuthering Heights - hefurðu lesið hana?"

"Mm-hmm."

"Og Jane Eyre?"

"Mm."

"Sense and Sensibility?"

"Hm-m."

Hann sneri sér við og horfði alvörugefinn á mig. "Og ég vænti þess að þú hafir lesið þessar bækur oftar en einu sinni."

Ég kinkaði kolli og hann hnyklaði brýnnar.

"Lesið þær aftur og aftur? Margoft?"

Ég kinkaði aftur kolli og hann varð enn þyngri á brún.

"Frá blautu barnsbeini?"

Ég botnaði ekkert í spurningum hans en kinkaði aftur kolli, knúin af alvörugefnu augnaráðinu.

Hann kipraði augun saman í rifur undir dökkum brúnunum. Ég gat alveg ímyndað mér að hann bræddi sjúklinga sína til að ná bata, bara svo að þeir losnuðu við hann.

Og svo hallaði hann sér að mér til að lesa á mælinn....."

....."Hann tók mælinn úr munninum á mér, krosslaðgi handleggina og kvað upp sjúkdómsgreininguna. "Þú þjáist af sjúkdómi sem leggst á konur með rómantískt ímyndunarafl. Meðal sjúkdómseinkenna eru máttleysi, þreyta, skortur á matarlyst og þunglyndi.".....

(Þrettánda sagan eftir Diane Setterfield)

Ekki dónaleg sjúkdómsgreining það Woundering.... en ég var allveg að upplifa mig í þessum aðstæðum og ég fann fyrir nálgæð doktorsins svo um munaði...... en svo skreiddist ég framúr og sauð mér egg....og raunveruleikinn tók við.... ég held að ég sé bara með hefðbundið kvef og hálsbólgu með smá ívafi að beinverkjum og hita..... og ég er mjög rauntengd akkurat núna...Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Farðu vel með þig dúllan mín. Þetta er óþverrapest.....

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk stelpur mínar... það er sko laaangt síðan ég hef verið svona veik...eða slöpp ..þetta er óþverrapest..oj bara...

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.8.2007 kl. 20:03

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott að raunveruleikatengslatékkið var pós. Hafðu samband ef þú vilt re-tékk! Góðan bata, ljós. Gingseng, engifer, hunang. Klikkar ekki.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.9.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband