Frábært framtak !

... og löngu tímabært.... Börnin mín eru alin upp í Svíþjóð og þar sendi maður börnin í skólann með skólatöskuna og bros á vör, allt annað var skaffað í skólanum, ritföng, stílabækur og matur í hádeginu...... Allt þetta var innifalið í sköttunum, það sama gilti um tannlæknaheimsóknir fyrir börn yngri en 18 ára.

Man þegar ég flutti heim með börnin og þau byrjuðu í skólanum. Þá fékk maður lista með því sem kaupa þurfti fyrir þetta skólaárið og það var engin smá listi.....Þegar upp var staðið eftir veturinn kom í ljós að mikið af því dóti sem þótti allveg "nauðsynlegt" að maður keypti hafði ekki einu sinni verið tekið úr pakkningunni hvað þá notað......

Mér finnst þetta algjörlega frábært framtak og vona að aðrir skólar fylgi í kjölfarið...


mbl.is Kenn­ar­arn­ir panta rit­föng­in og for­eldra­fé­lag­ið inn­heimt­ir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála þér.  Þekki þetta á mínum bæ.   

Eins vil ég flotta skólagalla á liðið.   

Marinó Már Marinósson, 28.8.2007 kl. 12:40

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm! Spurning að leggja í nokkur stykki í viðbót?

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

vóóó.... róleg Hrönnsla mín.... þú heldur þó ekki að ég... á gamalsaldri....... nei góða mín... nú þarf að auka skammtinn hjá þér....

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.8.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það þarf alltaf allt að vera dáldið flókið hér heima, erfiðara, dýrara, o.s.frv. Það er partur af stressinu í okkur. Sem útskýrir að hluta SSRI-lyfja notkunina hjá okkur. Sem.... nei, nei, róleg...ég er hætt.
 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.9.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband