Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2007 | 15:37
Nú fer.....
.... að líða að því að maður mæti í vinnu á ný eftir sumarfrí... get nú ekki sagt að tilhlökkunin sé geigvænleg Er búin að vera á sama vinnustað í tíu ár...... og stundum finnst manni eins og það sé orðið tímabært að skipta...Ekki það að mér líkar ágætlega á þessum vinnustað og vinnan finnst mér mjög skemmtileg það er bara komin upp einhver þreyta.... það skyldi þá aldrei vera að þetta sé aldurstengt.... ég "fjöríuárakrísan" sé að banka upp á hjá mér í öllu sínu veldi.... kanski þetta sé einhver blús sem líður hjá.......... án þess að það verði neinar stórtækar breytingar.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2007 | 16:06
Er í óðaönn...
... við að klára súkkulaðilager heimilisins þannig átakið og lífstílsbreytingin geti hafist af fullri alvöru
Annars fékk ég mér góðan göngutúr í gær , ég gekk niður að veg og svo náttúrulega til baka aftur..... þetta eru allveg 6 km..... en hver er svo sem að telja.... Ég ætlaði mér ekkert að fara svona langt en þetta var eitthvað svo notalegt þannig að maður náði að hreinsa hugann af neikvæðum og leiðinlegum hugsunum....mmmm allveg yndislegt.
Í dag er veðrið með albesta móti, sól og hiti. Við brugðum undir okkur betri fætinum, ég, bóndinn og tíkin Hekla, við skelltum okkur í göngutúr upp í heiði hér rétt fyrir ofan bæinn.... óttaleg sveitarómantík.... hljómar eins og úr sögu eftir Guðrúnu frá Lundi
Á leiðinni er smá lækjarspræna og því ekki úr vegi að nota tækifærið og kenna Heklu að vaða....í hennar augum lítur þetta út eins og stórfljót og sú stutta ætlar gjörsamlega að rifna úr monti þegar hún kemst óhult yfir.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2007 | 11:38
lífstíll.....
.... nei sko nú verður eitthvað að fara að gerast.... ég er á leiðinni að tileinka mér lífstíl sem ég er engan vegin sátt við...... Ég hætti að reykja fyrir þó nokkru síðan og það hefur gengið allveg glimrandi vel.... nema hvað að því virðist þannig varið með mig að ef ég segi skilið við einn ósiðinn þá tek ég annan upp..... nú sit ég og úða í mig allskyns óþverra... súkkulaði...mmmm.... nota rjóma í kaffið... úlalalala...grilla eins og ég eigi lífið að leysa..og þannig get ég haldið áfram endalaus..... að telja upp meina ég.....En þetta væri svo sem allt í stakasta lagi... nema... vegna þess að utan á mig sest allt þetta sem ég úða í mig.... og fyrir manneskju sem alltaf hefur verið undir kjörþyngd þá er þetta allveg major sjokk......kanski engin heimsendir..en samt....
En nú skal blaðinu snúið við.... ég ætla að klára súkkulaðilagerinn minn og rjómann sem er í ísskápnum .... maður hendir ekki mat....tja... allavega ekki þessum.......og svo skal tekið á því.... Ætla að taka Hrönn vinkonu mína til fyrirmyndar og fara út í skóg að skokka.... soldið langt í næsta skóg hér hjá mér... en skítt með það... ég hlýt að finna einhverjar hríslur hér í nágrenninu og kallað það skóg... svo er aldrei að vita nema ég lendi í svona skemmtilegum ævintýrum eins og hún og ekki er það verra.....
.... það hefur svo sem hvarlað að mér líka að byrja að reykja aftur... þá myndur kílóin í það minnsta fjúka...... en ég held samt ekki...... það er svo djöfulli vond lykt af þessu helv...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2007 | 13:44
helgin......
Þá er verslunarmannahelgin um garð gengin,og svei mér þá ef þetta hefur ekki bara verið hin besta helgi... allavega skemmti ég mér vel hér í sveitinni og hafði það bara asskoti gott.
Á sunnudagskvöldinu kveiktum við heljarinnar bál og hófum upp raust okkar að hætti eyjamanna þannig að úr varð hinn fínasti brekkusöngur .... Árni Johnsen hvað.......
Á mánudeginum fengum við svo góða heimskókn, Hrönn vinkona mín frá Selfossi mætti á svæðið með Loka sínum,alltaf gaman að hitta gott og skemmtilegt fólk......Loki tók að sér að kenna Heklu litlu eitt og annað um hundasiði... þannig að sú stutta varð gjörsamlega bergnumin yfir þessum gáfaða hundi sem kom úr kaupstaðnum.....
Takk fyrir komuna kæra vinkona, hittumst fljótt aftur...... og hafðu þá endilega með þér þennan stórgáfaða hund sem tók að sér m.a. smala óvelkomnu fé úr landareigninni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2007 | 15:15
Er minn tími kominn ......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2007 | 06:04
morgunstund gefur.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2007 | 00:45
Útilegur......
Ég hef ekki verið þekkt fyrir það að vera mikil útilegukona um verslunarmannahelgar... en þó hef ég farið í þær nokkrar og bara skemmt mér þokkalega... man eftir einni þar sem við vinkonurnar skruppum í Húsafell. Við vorum 6 saman, tjölduðum í myrkri einhversstaðar á vonlausum stað, opnuðum rauðvín og átum osta... reglulega kúltiveraðar....... fyrsta kvöldið..... og svo segi ég ekki meir um þá ferð..... en mikið djö... var gaman
Svo var það fyrir nokkrum árum að mér var hálfvegis stillt upp við vegg...eða þannig ..
Þannig var að dóttir mín,sem þá var fimmtán vetra, vildi allveg ólm skjótast með vinum sínum og öðrum landsmönnum á þjóðhátíð í eyjum.... akkurat.... glætan að ég hefði hleypt henni þangað.... án fylgdar ábyrgrar móður..... En það var ekki nóg að segja bara nei og aftur nei.... ég varð að koma með annað tilboð... Tilboðið hljómaði upp á það að ég færi með henni og vinkonum hennar í Galtalæk..... hún fór nú ekkert hamförum af spennu né eftirvæntingu...... en það varð úr að ég fyllti bílinn af unglingum og aðrir unglingar fengu far hjá foreldrum sínum austur í dýrðina Ég varð svona eins og átján barna móðir í Galtalæk...... ég tjaldaði stóra hústjaldinu mínu og unglingarnir kúlutjaldinu sínu í "túnfætinum" hjá mömmu gömlu.....Boðið var upp á allveg þrusu dagskrá þetta árið, Stuðmenn, Í svörtum fötum ofl ofl...... það er styðst frá því að segja að þetta varð ein alskemmtilegasta verslunarmannahelgin sem ég hef upplifað....Krakkarnir voru eins og hugur manns, fóru í einu og öllu eftir þeim reglum sem settar voru, og ég fór eftir þeim reglum sem þau settu mér..... allveg hrein dásemd.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 11:29
Sveitin....
Er að njóta lífsins í sveitinni, fer seint að sofa, seint á fætur, nýt þess að fylgjast með litlu Heklu uppgötva heiminn. Hún er búin að hitta þá félaga Kjark og Bono, henni finnst þeir mjög spennandi og ríkur upp til handa og fóta þegar hún sér þá... Þeir eru ekki eins upprifnir yfir þessu litla "kvikindi" sem hefur ruðst inn á heimili þeirra og hertekið húsbændurna... hvers eiga þeir að gjalda Hún hefur líka kynst hænsnunum lítillega og er afar hrifin af hananum enda er hann tilkomumikill þar sem hann stendur á annarri og galar eins og hann eigi lífið að leysa, hún er gjörsamlega agndofa yfir þessari veru . Hún ber mikla virðingu fyrir hestunum, þar þekkir hún sín takmörk og finnur á sér að þarna eru skepnur sem manni ber að umgangast með viðeigandi lotningu ef maður vill ekki hafa verra af.......
Hér er verið að útbúa bálköst sem á að kveikja í annaðkvöld... þetta er sko alvöru... hér verður varðeldur á laugardagskveldið með viðeigandi brekkusöng og látum.... að vísu verður Árni Johnsen fjarri góðu gamni ... en mér skilst að þetta sé svo sem ekki eini staðurinn á landinu þar sem hann er fjarri góðu gamni.....en hvað um það .....
Hér er semsagt verið að taka til hendinni og er ruslinu safnað saman í þar til gerða hrúgu og svo verður kveikt í öllu saman...Hér ræður praktíkin ríkjum og maður nýtir þau tækifæri sem gefast... Verslunarmannahelgi = varðeldur....... och sa vidare och sa vidare.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.7.2007 | 13:18
Vaknaði
.....við það í morgun kl 08.00 að síminn hringdi eins og hann ætti lifið að leysa, á hinum enda línunnar var frumburðurinn með þau gleðitíðindi að hún hefði fengið inngöngu í Viðskiptaháskólann í Árósum... húrra húrra .. til hamingju með þetta Matthildur mín....
Við sóttum tíkina í gær.. og þvílíkt bjútí..... Hún heitir Hekla og er átta vikna labrador.. þannig að ég mun eyða þessu þriggja vikna sumarfríi í svona hálfgert "fæðingarorlof"...þetta er ekki svo galin samliking því að það er engu líkara en að inn á heimilið hafi komið pínulítið ungabarn. Núna erum við búin að teppaleggja nánast í hólf og gólf með dagblöðum því að ætlunin er að Hekla átti sig á því að þar eigi hún að gera sín stykki ....... sniðugt......... en þar sem þetta er með einsdæmum skynsöm tík þá verður hún farin að míga og sk... úti eins og venjulegur hundur áður en langt um líður.........
Já hugsa sér.... það þarf nú ekki mikið til að gleðja mann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2007 | 10:38
einkasynir.....
Fyrsti dagur í seinni hluta sumarfrís...mmmmm... er nokkuð yndislegra Vaknaði fyrir allar aldir og skutlaði einkasyninum í vinnuna .. já...akkurat ég vaknaði og skutlaði honum í vinnuna....
mér er til efs að ég hefði látið mér detta í hug að vakna á fyrsta sumarfrísdeginum mínum til að skutla dætrum mínum, yndislegu, í vinnuna..... nei... sjálfsagt hefði ég rekið upp risastór undrunar, og svona "er ekki i lagi heima hjá þér" augu ef þeim hefði svo mikið sem leitt hugann að því að ég myndi rífa mig á lappir eldsnemma til að skutla hálffullorðnu fólki í vinnu... og það á mínum fyrsta sumarfríisdegi..... en nú er það bara þannig að einkasynir eru einkasynir og þeir hafa nú ymislegt sem þeir geta borið við, sér til varnaðar um lært hjálparleysi.... og þar ber fyrst og síðast að nefna þá staðreynd að þeir er karlmenn................
Nei, nei.. í fúlustu alvöru.. þá er þessi færsla svona hálfgerður varnarmekanismi, þar sem ég veit upp á mig sökina varðandi dekur við einkasoninn.... og þær skjóta föstum skotum... dæturnar yndislegu.. því eins og þær segja ; " Hvenær hefði þér dottið í hug að leita okkur uppi til að lána okkur bílinn" ? Er ekki móðurhlutverkið yndislegt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)