Færsluflokkur: Bloggar
24.7.2007 | 21:44
Helgin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2007 | 09:32
Föstudagurinn þrettándi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.7.2007 | 12:44
Dagurinn í dag.....
Bono er enn týndur.... eða þannig.. ég sé þess greinileg merki um að hann hafi rekið inn nefið í nótt því að matardallarnir eru gjörsamlega tómir og ég veit það fyrir víst að Kjarkur er ekki svona duglegur að borða matinn sinn. Þetta staðfestir þá trú mína að Bono sé með eindæmum langrækinn og fýlugjarn köttur.... en hann um það...... ég er ekkert rosa sár.... en samt....
Við fórum í smá bíltúr í gær, keyrðum inn Búðarháls,lögðum bílnum og gengum sem leið lá að Dynk sem er einn stærsti fossinn sem fellur í Þjórsá... allveg stórfenglegur að sjá. Veðrið var allveg frábært.. kanski aðeins of heitt á köflum.... og flugan ætlaði okkur lifandi að drepa, en það var svo sem allt í lagi því að ég er töluvert stærri og frekari en hún..... en djö..var ég pirruð á henni...
Í dag er veðrið allveg eins og í lygasögu,ég meina maður veit ekki allveg í hvorn fótinn maður á að stíga.. hér er bara bongó blíða dag eftir dag og maður gerir ekkert annað en að njóta. Núna er bóndinn að sækja hrossin, við ætlum að skella okkur í smá túr hér um næsta nágrenni...kanski maður rekist á fýlupúkann Bono...aldrei að vita...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.7.2007 | 13:00
07.07.07
Þá er hann runninn upp... þessi margumtalaði dagur...... Dóttir mín er 25 ára í dag... Til hamingju með daginn Matthildur mín .... og svei mér ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem við mæðgur erum ekki nálægt hvor annarri á þessum degi en hú býr í Darnmörku og heldur daginn hátíðlegan þar
Hér í sveitinni gengur lífið sinn vanagang....og þó...... Bono.....annar kisinn minn virðist vera týndur... hann er búin að vera eitthvað fúll út í mig eftir að ég lokaði fyrir uppáhaldstaðinn hans, hann hafði nefninlega fundið sér leið undir ... já ég sagði undir... eldhúsinnréttinguna... síðan undi hann sér vel í sökklinum og lét sig dreyma um.... ja... guð má vita hvað.... mig vantar sárlega kisuhvíslara hingað í sveitina.... en hvaðumþað Bono hefur ekki sést hér við húsið síðan í gærmorgun...og félagi hans, Kjarkur, er nú farið að leiðast........ Ég er svo sem ekkert að farast úr áhyggjum.. hann hlítur að koma þegar hann verður svangur.... og trúið mér ..hann verður svangur.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2007 | 00:36
Sumar og sól....
Svei mér ef sumarið ætlar ekki bara að vera svona alvöru..... mér finnst þetta allveg yndislegt..sól og hiti,notalegheit og allir (tja... flestir) með bros á vör. Hann sletti meira að segja aðeins úr sér, allveg eftir pöntun, hér í Ásahreppi í kvöld.... svo gott fyrir blómin og trén .
Vorum að velja okkur hvolp fundum allveg yndislega gula Labrador tík í Hafnarfirði (hvar annars staðar.....) Við fáum hana heim í byrjun ágúst og getum varla beðið, þannig að seinni hluti sumarfrísins fer í hundaaðlögun......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2007 | 20:53
Helgin.....
... hefur verið frekar erfið..... omg... eru þetta ellimerki ástæðan fyrir því að helgin hefur verið í erfiðari kantinum er sú að ég "lennti" á skralli með "geðslega liðinu" (staffi á geðdeldum) á föstudaginn... mikið fjári var gaman og mikið smakkaðist mjöðurinn vel...... á föstudagskveldi..... En upplitið var kanski ekki allveg svona djarft á laugardagsmorgun þegar ég staulaðist í vinnuna til að afgreiða blómvendi og pakka inn brúðargjöfum en það geri ég gjarnan í dauða tímanum
Eftir vinnu renndi ég síðan eftir þjóðvegi 1 í austurleið, ferðinni var heitið í Tungurnar en þar átti ég stefnumót við mis hresst hestafólk sem hafði eytt sinni helgi á hestbaki í bongóblíðu og góðum félagsskap....(ég að vísu fjarri góðu gamni þar sem ég var upptekin við blómin og allt það ) en til að gera langa sögu stutta þá fór laugardagskvöldið í að ræða menn og málefni, sötra gott rauðvín og hlægja þessi ósköp kl 03.00 var ég svo á heimleið....frekar syfjuð......
Dagurinn í dag hefur síðan farið meira og minna í það að leggja sig í sófum og stólum heimilisins á milli þess sem maður tók syrpur í garðinum, reytti arfa, vökvaði,kom steinasafninu fyrir,sópaði,leitaði að köttunum..... sem by the way eru farnir að færa sig upp skaptið hér í sveitasælunni
Nú er dagur liðin að kveldi, ég úthvíld og útsofin..langt frá því að vera þreytt... sem er náttúrulega vandamál því að hér þarf að rísa úr rekkju ekki seinna en kl 06.00 ef maður á að vera mættur í vinnu í höfuðborginni kl 08.00... þannig að ég má hafa mig alla við að reyna að sofna í kvöld.... já þessi fjárans helgi hefur bara verið nokkuð erfið........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2007 | 22:51
Kettina heim frh.....
Jæja.... þá eru kettirnir mínir komnir í sveitina... þar sem þeir eiga heima
Flutningurinn gekk allveg ótrúlega vel, ég var að sjálfsögðu búin að virkja einkasoninn í það að "pakka" félögunum, þ.e. þrífa klóið þeirra og setja í poka, pakka niður matar- og drykkjardöllum,kattamat, kattasandi að ógleymdum kattaleikföngum því ekki má þeim leiðast í sveitinni Sjálf var ég búin að fjárfesta í forlátu kattabúri til að bílferðin gæti gengi slysalaust fyrir sig því eins og ég sagði áður þá eru þetta innikettir og hafa aldrei.... og ég meina aldrei farið út fyrir hússins dyr .... ef hinar lögbundnu ferðir til dýrlæknisins eru ekki taldar með....
Nú... það er styðst frá því að segja að ferðin yfir heiðina gekk vonum framar... einstaka mjálm hér og þar en ég bara söng fyrir þá félagana og þá snarþögnuðu þeir greyin og ég gat haldið för minni áfram til fyrirheitna hreppsins í austri.......
Félögunum var haganlega komið fyrir í fletinu sínu með matardallana og klóið sitt innan seilingar og svo skall nóttin á.
Ég fór í vinnuna í morgun og kettirnir voru eftir heima hjá bóndanum, sem by the way er ekki beint forseti kattavinafélagsins...... en er samt besta skinn......menn geta ekki haft allt.... Þegar ég kom heim eftir vinnu tók bóndinn á móti mér með háðsglott á vör..... "Fanney mín...þetta eru ekkert venjulegir heimilskettir sem þú kemur með í sveitina...... sko þetta eru Hefðarkettir....... " og hvað.... eins og ég hafi ekki vitað það....... þetta eru MÍNIR kettir ... að sjálfsögðu eru þetta ekki VENJULEGIR kettir...... "ég meina ertu utan af landi........."... ég var sármóðguð..... en verð nú að viðurkenna að ég hélt að þeir félagar væru aðeins meiri hetjur.... hér læðast þeir meðfram veggjum og hrökkva í kút við minnsta hljóð.... ég veit svei mér ekki hvernig músaveiðarnar koma til með að ganga í haust...... en en.... ég er búin að fá kettina mína í sveitina og það er það sem skiptir máli..... ég hringi bara á meindýraeyði ef þetta verður eitthvað vesen með bón.....hmmm ég meina mýsnar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.6.2007 | 10:35
Kettina heim....
Er á leiðinni í bæinn... já í alvöru, fríið er búið... í bili.. er að fara að vinna í blómabúðinni en þar vinn ég í dauða tímanum þ.e.a.s. þegar ég er ekki að vinna á Kleppi
En ég á líka annað erindi í bæinn, ég ætla mér nefninlega að sækja kettina mína málið er nebbla þannig að ég er búin að vera telja í mig kjark til að flytja þessar elskur hingað í sveitina en það eru ekki allir hér á bæ jafn upprifin af þessari hugmynd minni að þeir félagar, Bónó og Litli, eigi heima hér í Ásahrepp
Lífið í sveitinni er fjölbreytt og hér lifa saman hinar ymsu dyrategundir í sátt og samlyndi svona eins og gengur, en það er hér eins og annars staðar á jörðinni að sumir eru æðri, eða meiri velkomin en aðrir. Hér eru nokkrar hamingjusamar hænur og einn hani, hér er slatti af hestum og núna þrjú allveg yndisleg folöld... en hér eru líka mýs.... já akkurat..mýs... það væri nú allt í lagi ef þær héldu sig utandyra og þá helst í þar til gerðum girðingum... en nei... á haustin þegar kuldin kemur skríðandi yfir hæðirnar þá koma þessi kvikindi inn... og það er hér sem mínir félagar koma við sögu... kettirnir... þeir hafa að vísu aldrei séð mús... hvað þá mýs... nei nei þeir hafa lifað svona vernduðu lífi hjá mömmu sinni (mér) sem innikettir í Kópavogi...hafa aldrei komið út En sagan segir að kettir séu allveg afbragðsveiðimenn og ein stærsta ógn þeirra músa sem ekki virða ákveðin landamæri.... og því trúi ég eins og nýju neti..... bara einn hængur á .... ég þarf að sannfæra bóndann um þessa hugmynd mína... en veistu ég held að það gangi bara allveg......eða þannig.... muuuhaaaaa.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2007 | 22:05
Kaupstaðaferð......
Er að njóta þess í tætlur að vera í fríi enda er það að renna sitt skeið.... fríið sko...... Var í sveitinni í dag og tók til hendinni við hin ýmsu störf... kanski ekki allveg þessi hefðbundnu sveitastörf en samt. Unnum af miklum krafti í garðinum, slóum, rökuðum og reyttum arfa. Ég hafði komið við í Garðheimum í gær og missti mig aðeins í sumarblómadeildinni og nú þurfti að koma herlegheitunum í mold och...herre jesus hur fint det ser ut......
Við erum með nokkrar hamingjusamar hænur hér í sveitinni og erum búin að panta nokkra unga í viðbót þannig að ég var gerð út af örkinni og send í kaupstaðarferð til Selfoss til að kaupa sitt lítið að hverju til að geta tekið á móti nýju ungunum, það þurfti fóður, matardall, hænsanet og ýmislegt annað Á leiðinni á Selfoss áttaði ég mig á því mér til mikillar skelfingar að ég bar ekkert bleikt...alla vega ekki þar sem almenningur sér svona með eigin augum ég hægði ferðina og var mikið að spá í að snúa við og ná í eitthvað bleikt svona til að sýna samstöðu.... en svo fattaði ég að ég var með snyrtibudduna í bílnum (never leave home without it....) þannig að ég skellti bara á mig bleikum varalit og hélt áfram för minni til Selfoss.....
Þegar erindum mínum í kaupstaðnum var lokið og ég var búin að hlaða bílinn fyrir utan Bónus gerði ég soldið sem ég er nú ekki vön að gera... einfaldlega af því að ég er gunga og yfirnáttúrulega feimin kona.... svona stundum allavega...... en þarna við hliðina á Bónus býr kona sem ég hafði töluvert samband við á mínum yngri árum, þegar börnin mín voru lítil eða í gerjun..... en semsagt ég hef ekkert heyrt eða talað við þessa konu í mörg ár...... fyrr en ég rakst á hana í "kaupfélaginu" snemma í vor...allavega ég taldi í mig kjark og gekk hröðumog ákveðnum skrefum í átt að húsi hennar, vatt mér upp tröppurnar og barði ákveðið að dyrum...og viti menn ... þarna stóð hún...i allri sinni dýrð...... brosti út að eyrum og bauð mér í bæinn....... mmmmm svo gaman..... þarna sátum við og drukkum kaffi og smjöttuðum á minningum....... vona að ég hitti hana fljótlega aftur.... Hrönn mín kærar þakkir fyrir sopann og móttökurnar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 23:11
sólbrún og......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)