Færsluflokkur: Bloggar
31.5.2007 | 00:09
Sumarfrí......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 22:00
Er sumarið komið eða.......
Svei mér ef sumarið er ekki komið, til skamms tíma leit út fyrir að það myndi hausta snemma, Esjan hvít niður í miðjar hliðar og rúmlega það og meira að segja Ingólfsfjallið með gráan topp.... frekar haustlegt. Dagurinn í dag aftur á móti gefur manni tilefni til að hlakka til sumarsins, sól, hiti yfir frostmarki og nánast logn.....váááá.... maður getur ekki annað en fyllst bjartsýni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2007 | 09:38
Aldarafmæli !!!!
Kleppur er 100 ára.... og í gær hófst afmælisveislan sem standa mun í heila 3 daga . Boðið var upp á heljarinnar afmæliskvöldmáltíð og dansleik í gærkveldi á Kleppi og var mikið fjör og mikið gaman. Páll Óskar og Monica komu og tóku fyrir okkur nokkur lög mmmmm það var sko dejligt enda Palli alltaf samur við sig síðan rak hvert tónlistaratriðið annað hvert öðru skemmtilegra. Síðar um kvöldið brugðu viðstaddir undir sig betri fætinum og dansinn var stiginn fram eftir kveldi undir dynjandi tónlistartakti þeirra BG og Margrétar..... allveg þrumustuð.... langt síðan ég hef skemmt mér svona vel og dansað svona mikið....
Í dag er svo opið hús á Kleppi og boðið upp á ymislegt skemmtilegt.... hlakka til...... það verður grillað, KK kemur og spilar og..... og...... svo kemur punkturinn yfir i-ið það verður nefninlega málþing um fordóma á Kleppi í dag.... það verður spennandi að sitja þar og hlusta og taka þátt i umræðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2007 | 20:20
úps......
Bloggar | Breytt 26.5.2007 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2007 | 19:40
Göngum, göngum......
Jæja, jæja.... eins og allt annað tók biðin enda. Stefnan var tekin á Toppinn eftir að hafa staðið í samningaumræðum við veðurguðina í tæpan sólahring.
Vaknaði á ókristilegum tíma,kl 04.00 og eftir að hafa snætt hollan og næringaríkan morgunmat var ég mætt ásamt göngufélögum mínum til fundar við leiðsögumennina sem ætluðu að leiða okkur upp þetta tignarlega fjall.
Ég hafði, deginum áður, virt hnúkinn fyrir mér í hæfilegri fjarlægð og ég verð að viðurkenna að mér leist eiginlega ekkert á blikuna , en ég var komin alla þessa leið og það var of seint að hætta við núna.
Ferðin upp hófst, við gengum hægt, löturhægt...... og meter eftir meter færðumst við ofar og ofar nær tindinum. Áður en ég vissi af vorum við komin í 1100 m hæð .....allv. ótrúlegt.....og ég tæplega móð, hvað þá sveitt...( smá ýkjur.... var kanski smá móð og auðvitað var ég bullandi sveitt... sólin skein og allt ) Nú tók við ganga yfir jökulinn, yfir óendalega langa sléttu, brekkan endalausa, hér var eiginlega aðeins tvennt í boði, ganga hnarreistur og njóta útsýnisins (sem nóg var af) eða hreinlega slökkva á hausnum og bara ganga áfram.... áfram ... og áfram..... Ég valdi að sjálfsögðu fyrri leiðina,þ.e. ég gekk og naut útsýnisins, öslaði þarna snjó með bros á vör, fulla þvagblöðru og ísandi kulda í fangið.... er ekki lífið dásamlegt....... hvar og hvernig átti ég að tæma blöðruna..... hefur engum dottið í hug að reisa kamra þarna á jöklinum... ég meina.... ef maður leit í kring um sig þennan dag þá voru ca 200 manns á röltinu þarna í sama tilgangi og ég !!!!!! .... en áður en ég vissi af þá var ég búin að slökkva á hausnum og bara gekk og gekk og gekk.... hugsaði um næstu ferð sem er á döfinni.... heitann sandinn á spánarströnd... mmmm....
Eins og svo margt annað þá tók þessi endalausa ganga yfir þessa endalausu sléttu, enda og þarna blasti Hnúkurinn við í öllu sínu veldi .....
þegar þarna var komið við sögu var ég allveg búin á sál og líkama..... hugurinn orðinn fullur af efasemdum um andlega heilsu mína, maður er náttúrulega ekki allveg í lagi að leggja í svona ferð, æða áfram í snjó og kulda, sól og birtu, skafrenningi og logni.... ég meina það er til allveg frábær mynd af hnúknum og því útsýni sem hann hefur upp á að bjóða á póstkorti á hótel Freysnesi.... hvað er að....
Ég hugleiddi það alvarlega að láta staðar numið þarna, vera ekkert að púla þetta þessa síðustu metra..... en það voru sko ekki allir sammála mér í því og einhvern vegin það æxlaðist að áður en ég vissi af þá stóð ég sigri hrósandi,montnasta kona í heimi, á toppnum........ og... þetta var frábært....og ég er svo stolt... hreint út sagt montin... já allveg rígmontin.... og ég skammast mín sko ekkert fyrir það.....
Ferðin tók í heildina 14 klst. í dag eru þrír dagar síðan og ég er með harsperrur fyrir allan peninginn, hreyfi mig hægt og varlega,því mér er íllt í litlu lærunum svo ég tali nú ekki um kálfana..... en það er sko allveg þess virði.... er farin að velta fyrir mér hvert ég á að ganga næst,mér finnst Kristínatindar í Skaftafelli allveg ótrúlega heillandi..og svei mér þá..... þeir eru jú allveg heilum 1000 m lægri en hnúkurinn...sem sagt pís off keik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2007 | 11:28
Beðið eftir...........
Ég er búin að vera að bíða síðan......tja ... ég veit eiginlega ekki allveg nákvæmlega hvenær ég byrjaði að bíða.....
Þannig er nefninlega að ég tók ákvörðun í byrjun árs að Hvannadalshnúkur skyldi lenda í bunkanum yfir þau fjöll sem ég hef sigrað ( þau eru nú ekki ykja mörg....en þetta hljómar eitthvað svo....). Hnúkurinn skyldi vera tekinn síðla maí mánaðar á því herrans ári 2007,og í vetur hef ég því verið að bíða eftir því þolið aukist, úthaldið verði betra og styrkurinn verði meiri..og allt það...
Skráði mig í Stafgöngu og æddi um Laugardalinn í fimbulkulda vopnuð stafgöngustöfum í báðum....gekk bara nokkuð vel.. í þau skipti sem ég gat mætt . Ég var ásamt félaga mínum og maka í dansskóla einu sinni í viku...og það er nú ekkert smá púl að dansa á fullu í rúman klukkutíma einu sinni í viku.... en þetta er hreyfing og þegar maður er að bíða eftir þolinu, úthaldinu og styrknum þá telst allt með, jafnvel sú "hreyfing" sem á sér stað þegar maður ekur sér í stólnum og tegir sig eftir fjarstýringunni til að skipta um stöð í sjónvarpinu.... En hvað um það, þegar ákvörðunin um þetta fjallaklifur var tekin í upphafi árs var þessi atburður svo ´þægilega langt í burtu, ég hafði allan tíma í heiminum til að undirbúa mig, og ég veit allveg hvað það þýðir..... En það er svo undarlegt að tíminn hann líður og áður en ég vissi af þá voru bara sex vikur á áætlaðað dagsetningu....oh my god...... Kraftur var settur á Krísuvíkina og ég fór ásamt hópnum mínum í æfingagöngur á milli þess sem ég hreyfði mig meira í vinnunni,tók stigana í staðinn fyrir lyftuna, fann lykilinn af hjólinu mínu ( en ekkert meir) osfrv..... er sem sagt komin í allveg þokkalegt form og til í slaginn....en hvað...... eftir alla þessa fyrirhöfn og slag við andlegu hliðina..... ég get, ég get...... eða.. ég kemst þetta aldrei....... er ég enn að bíða.... Í þessum skrifuðu orðum á ég nefninlega að vera löðursveitt og lafmóð upp á miðjum jökli.... en það eru til einhver öfl sem ég gleymdi að gera ráð fyrir ( já ég veit.... ljós og engin heima...) nefninlega náttúruöflin.. veðrið u know..... ferðinni var frestað um allavega sólahring... og því sit ég hér í tölvunni og bíð eftir því að síminn hringi og kallið komi því að þessi helgi í lífi mínu er jú helguð honum....... Hvannadalshnúk........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)