Færsluflokkur: Bloggar

laugardagsmorgun....

Nú sit ég hér fyrir framan tölvuna, í náttslopp, með gott kaffi við höndina og fer yfir það sem aðallega hefur gerst í heiminum á síðasta sólahring.... þá vitneskju fær maður á mbl.is...hvar annars staðar.

Það er hálfgerður lúxus að sitja svona..og finnast maður hafa allan tíma í heiminum..... einkasonurinn sofandi eftir ævintýri næturinnar........ og ég á ekki að fara að blómast fyrr en kl fjögur í dag Tounge  fyrir þann tíma ætla ég mér að láta hendur standa fram úr ermum.... Hér skal tekið til...... hlutum hennt, þurrkað af, skúrað, skúbbað og bónað..... enda löngu orðið tímabært.....mér finnst allveg ár og dagar síðan síðast var tekið til höndunum hér á þessu heimili...W00t

Það er svona þegar maður er klofin Sideways.... eigandi heimili á tveimur stöðum...... aðra vikuna hér og hina þar Pinch....ætli það sé svona að vera skilnaðarbarn og þurfa að þeysast þetta á milli heimili foreldra sinna í tíma og ótíma..... ekki ofsögum sagt að aðlögunarhæfni barna sé meiri en hjá fullorðnum.... eða er það svo ??? Woundering... tja maður spyr sig...


 


;))

Hamingjan sanna.W00t .. nú ríkur heimsbyggðin til og nælir sér í húfu eins og leikstjórinn frægi..... eins gott að maður drífi sig svo maður endi ekki aftast í röðinni....Undecided
mbl.is Tarantino í 66° Norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haustferð...

Skruppum til Húsavíkur um helgina og áttum allveg yndislega daga i frábæru veðri. Ég hef aldrei áður komið til Húsavíkur og ég varð ekki fyrir vonbrigðum Smile ekki ofsögum sagt þó að talað sé um "Paradís norðursins". Set inn nokkrar myndir til að deila stemningunni...InLove 

Haust í HúsavíkHauslitirFrá Húsavík

Hekla Haustkrans


Hinn svarti dagur dómaranna

Látum nöfnin þeirra standa í svörtu  í allan dag á bloggsíðum okkar. Þau tala fyrir sig sjálf verkin þeirra. Og við erum með þögla yfirlýsingu um hvað okkur finnst um þau.

Það voru hæstaréttardómararnir; 

Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson

sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.

Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir???

Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Vona að fleiri geri slíkt hið sama á sinni bloggsíðu undir yfirskriftinni

Hinn svarti dagur Dómaranna.



Ég er farin...

.....í helgarfrí...... Grin Ætlum að leggja land undir fót og bruna norður á Húsavík, hef aldrei komið þangað þannig að ég hlakka soldið til að berja þessa paradís norðursins augum...

Hér er einn góður.... svona fyrir helgina......Halo

Lítil gömul kona kom í Hagkaup og setti 2 dósir af dýrasta kattarmatnum sem til var í innkaupakörfuna.

Síðan fór hún að kassanum til að borga og sagði við kassadömuna "ekkert nema það besta handa litla kettlingnum mínum".

Kassadaman sagði þá "því miður get ég ekki selt þér kattarmat nema að þú getir sannað það að þú eigir kettling, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir kattarmat til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir kött."

Litla gamla konan fór heim og náði í kettlinginn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá kattarmatinn keyptan. Næsta dag fór litla gamla konan aftur í Hagkaup og í þetta skiptið setti hún pakka af hundakexi í innkaupakörfuna,sem hún ætlaði að gefa hundinum sínum yfir Jólin.

Kassadaman sagði þá "því miður get ég ekki selt þér hundakex nema að þú getir sannað það að þú eigir hund, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir hundakex til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnunþess að þú eigir hund."

Vonsvikinn og svekkt fór litla gamla konan heim og náði í hundinn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá hundakexið keypt.

 Daginn eftir kom litla gamla konan aftur í Hagkaup og hélt á dollu sem var með gati á lokinu. Litla gamla konan bað kassadömuna að stinga puttanum í gatið,

"nei ég geri það ekki því þú gætir verið með snák í dollunni."

Litla gamla konan fullvissaði kassadömuna um að svo væri ekki.

Þá stakk kassadaman puttanum í gatið á dollunni og tók hann út og sagði við litlu gömlu konuna "þetta lyktar eins og mannaskítur."

Litla gamla konan brosti út að eyrum og spurði, "vina mín get ég núna fengið að kaupa nokkrar klósettrúllur?"

---------------------------------------------------


Haustferðalag

Ferðin norður um síðustu helgi var allveg yndisleg Smile  öll fyrirheit um breytt líferni, hollustu í matavali, algjört sælgætisbann var skilið eftir í bænum Devil Við fylltum bílinn af allskonar kaloríusprengjum, nýjasta tölublaði af Séð og heyrt góðu krossgátublaði og renndum af stað.

Í tilefni afmælis Mörtu vinkonu minnar borðuðum við sannkallaðan veislumat á Króknum og renndum honum niður með úrvals víni.... ég gæti sko allveg vanist svona lífi.......

á Sauðárkróki     Hrossin skoðuð+

Eftir kvöldmáltíðina héldum við förinni áfram inn í Hjaltadal þar sem við gistum á Kambi, gamalt ættaróðal Höskuldar Tounge Sátum langt fram á nótt og spiluðum, sögðum sögur og renndum þeim niður með einum og einum bjór......

Daginn eftir ókum við til hjónana í Hólkoti í Unudal, þar svignuðu borðin undan veitingum eins og siður er til sveita Cool..... o m g ætli ég verði að fara að dusta af Kichenaid-inni minni og baka í kistuna  svo ég geti reitt fram hverja sortina á fætur annari þegar gesti bera að garði...... Shocking... iss ég geri bara samning við Jóa Fel..hann klikkar aldrei.....

það fór lítið fyrir haustkransagerð í þessari ferð þar sem ég gleymdi kransagerðakittinu heima Blush

haustkrans


Helgin frammundan......

Ahh.... föstudagur... vikan á enda.... sit hér við tölvuna.. þykist vera að vinna, very important persone Blush en sannleikurinn er sá að ég á í miklum erfiðleikum með að halda mér vakandi Sleeping...... þetta er fyrsta STÓRA vinnuvikan mín síðan í vor... Þ.e. ég vinn aðrahvora viku tvöfalt.... ég get svarið það ég held að ég sé að missa það..... en en  þetta kemst upp í vana.... ok þá er það búið... vælið meina ég...mmm svo gott að pústa aðeins... Kissing

Ég er að fara norður í land í dag Happy Bóndinn og frændi hans þurfa í eitthvert hestastúss  og við, betri helmingarnir, ákváðum að skella okkur með, búa til svona notalega hauststemningu í sumarhúsinu fyrir norðan, kíkja svo í "haustkransagerðarleiðangur" á morgun, eta gott og drekka gott og bara njóta þess að vera til.......

berjamó


Segir hver ???

Eru það lífsgæði að geta ekki stundað vinnu vegna þess að maður fær ekki gæslu fyrir börnin sína á dagheimili eða frístundaheimili ? Eru það lífsgæði að maður neyðist til að "búa" á stofnun í svo og svo langan tíma af því að það finnast ekki viðeigandi úrræði í samfélaginu ?

Hvað er verið að mæla og hvernig er það gert........ ég er nú bara úr Hafnarfirði.... ég átta mig ekki á þessu.......Blush


mbl.is Ísland í öðru sæti á efnahags- og lífsgæðalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HERBALIFE.........Skyndilausn eða....

Ég hætti að reykja fyrir mörgum mánuðum síðan og er mjög stolt af því Smile...en það er með þetta eins og annað að þessu fylgir svo sem ekki tóm hamingja.... ég datt nefninlega í aðra fíkn um leið og ég sagði skilið við tóbakið.W00t.. og nú ét ég allt sem ég kemst í tæri við sama hvað það er... og þó eru súkkulaði, rjómi og ís mjög ofarlega á vinsældarlistanum InLove... það er skemmst frá því að segja að utan á mig hlaðast aukakílóin sem aldrei fyrr.... og ég er á bömmer..... Hvað gera konur þá.... já akkurat..... HERBALIFE !!!!!ToungeDevilErrmFootinMouth

Ég tók mig til, fór á kynningarfund, hitti fullt af hressu, fallegu og vingjarnlegu fólki sem átti það sameiginlegt að vera á Herbalife..... ég leit öfundaraugum á þetta fólk, reif upp veskið, pantaði og borgaði fyrir startpakkann.... nú skyldi tekið á því.....

Ég byrjaði á "kúrnum" sl laugardag, tók þetta af fullri alvöru;Tveir "sheikar" á dag, vítamínin, létt hollusta á milli mála og svo góð, holl máltíð að kveldi...... Ég fer í gönguferðir þar sem ég spenni magavöðvana, spenni rassvöðvana og tek lítil skref...allt eftir bókinni....Happy Í dag er þriðjudagur og mér er enn flökurt Sick.... ekki það... mér finnst "sheikin" mjög góður á bragðið... en ég er með stöðugan magaverk og flökuleika...... og nú vil ég spyrja..... er einhver þarna úti sem þekkir þessa vöru af eigin raun og kannast við þetta....ég er að bilast.... ég meina skyldi allt þetta fallega og hraustlega fólk sem ég hitti á kynningunni hafa þjáðst af þessum andsk..... fyrstu dagana...eða hefur þetta verið tóm hamingja frá upphafi ......Elskurnar mínar..... ég er pínu desperat hérna......Pinch


Góð helgi....

Átti mjög góða helgi..Smile. eftir annars frekar leiðinlega veikindaviku Pinch. Á laugardaginn fór ég með vinnufélögum, ca 300 manns, í haustferð. Ferðinni var heitið í Þakgil, sem er rétt fyrir utan Vík í Mýrdal, ákaflega fallegur og skemmtilegur staður með  hrikalegri náttúrufegurð eiginlega hvert sem litið er. Leiðin inn i þakgil er ævintýralega skemmtileg þar sem háir klettar hafa tekið á sig margvíslegar myndir dýra, trölla og annarra vætta W00t. Við áttum þarna saman yndislegan dag í frábæru veðri, gengið var um svæðið á meðan mannskapurinn úr starfsmannaráði galdraði fram hina ágætustur grillmáltíð... sem sagt allveg frábær dagur...og ég mæli með ferð í Þakgil Grin

                                                                                                                

í Þakgilií Þakgili 

Á sunnudeginum svaf ég frekar lengi.....Sleeping... fór ekki á fætur fyrr en rétt um kl 11.... uss uss uss....  En um miðjan dag hljóp einhver fítonskraftur í mína Sideways ég reimdi á mig skóna og skundaði af stað.... nú skyldi haldið í sund og dormað soldið í heitum potti.... Ég gekk eina átta km þar til ég komst á áfangastað, Laugaland í Holtum, en þar er allveg stórfín sundlaug.... mmmm næs... Tók því rólega um kvöldið með prjónana fyrir framan sjónvarpið, enda ekki seinna vænna en að klára lopapeysuna sem verið er að prjóna á tengdasoninn og búið er að lofa í þó nokkra mánuði..... en betra er seint en aldrei.......

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband