Færsluflokkur: Bloggar
10.10.2007 | 23:44
Og enn....
er ég veik.... .... fór á læknavaktina í kvöld og fékk það staðfest að ég er ekkert á leiðinni í vinnuna fyrr en eftir helgi..... er með bronkitis og fékk eitthvað gott að gleypa við þeim andskota....
En maður má svo sem vera fegin að maður er bara með einhvern flensuskít sem síðan rjátlar af manni...og maður ætti nú að skammast sín yfir því að vera að þessu væli yfir ekki neinu............ en ég má samt smá....
Maður er nú að nýta tímann í sitthvað uppbyggilegt, ég er td nánast komin með Bs gráðu í sálarfræði...... Dr Phil veit sko hvað hann syngur það er allveg ótrúlegt hvað maður lærir mikið á því að hlusta og ekki síst að horfa á snillinginn .... þetta er svona svipuð tilfinning og þegar Bráðavaktin var og hét...... ég missti ekki af einum einasta þætti..... og ég get svo svarið það að ég hefði geta barkaþrætt allan ættarstapann hefði hann þurft þess með....... því það var sama af hvaða orsökum sjúklingarnir í ER komu á móttökuna..... það voru bókstaflega allir barkaþræddir......... og þarna sat maður allveg agndofa yfir þessari ótrúlegu tækni sem menn sýndu í þessum þræðingum..... það lá við að maður óskaði sér barkaþræðingatæki í jólagjöf .... í staðinn fyrir fótanuddtæki....
Jæja ég held að ég sé farin að röfla...... sótthitinn allveg að fara með mann.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.10.2007 | 16:30
Í dag er ég...
lasin.... í gær var ég lasin..... í fyrradag var ég lasin..........Ég er orðin allveg hundleið á því að vera lasin..... Ég hef verið að velta því fyrir mér núna síðustu daga..... Hvað er það sem gerir það að verkum að ég tek hverja flensuna á fætur annarri að mér og geri hana að minni...... ég hef ekki orðið svona oft veik síðan ég hætti að reykja..... ég get svarið það....
Á morgun er dagskrá í Perlunni í tilefni Alþjóðlega Geðheilbrigðisdagsins sem er þann 10 okt. margt skemmtilegt verður í boði m.a hraðskákmót á vegum Vinjar.... ég verð bara að leggjast á bæn og vona að ég hafi heilsu til að sýna mig og sjá aðra á þessum merkisdegi ....... atsjú...... over and out...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.10.2007 | 19:44
Hringtorg og hringtorg...
Jahhh... það er ekki af einskærri tilviljun að bæjarstjóri Hafnarfjarðar er kallaður "Lord of the Rings"
En hitt er svo annað mál að oft eiga hringtorg rétt á sér og þetta er akkurat dæmi um það....
Erum í gíslingu Garðbæinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2007 | 22:32
Sjónvarpskvöld......
Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 11:21
Úr hugarheimi karla ?
Konur yfir fertugt
Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og her eru nokkrar ástæður hversvegna:
Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?" Hún kærir sig kollótta um hvað þú ert að hugsa. Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því. Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn .
Konur yfir 40 eru virðulegar. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað. Auðvitað gera þær það ef þú átt það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það. Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.
Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim. Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum, er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar. Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur. Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær. Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum. Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar.
Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt" hér eru nýjar upplýsingar; Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum Hversvegna?
Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pulsu!
Andy Rooney
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2007 | 20:41
Sveitin....
Renndi austur í sveit í gær, varð að gefa hænunum og köttunum sem hafa verið ein heima í nokkra daga..... mér finnst soldið skrítið.... já og hálf fyndið ... að sjá þetta á prenti... því að ef einhver hefði sagt við mig fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að verða "bóndakona" sem lifði og hrærðist í sveitinni...hefði ég hlegið mig máttlausa.... þvílíkt ímyndunarafl........en í dag er raunin sem sagt sú að ég er orðin svona hálfgerð bóndakelling og er að fíla það gjörsamlega í botn .....vinkonum mínum til mikillar undrunar oft á tíðum.....
En sem sagt..... ég renndi austur í gær til að fóðra blessuð dýrin..... að sjálfsögðu kom Hekla litla með... og þar sem ég ætlaði ekkert að eyða of miklum tíma í þetta fóðurvesen fór ég aðeins á undan mér við þetta annars mjög einfalda verk..... Ég byrjaði á því að opna inn í hænsnahúsið en uppgötvaði mjög fjótlega að ég átti eftir að sækja matinn þeirra inn í hús ......ég hugðist redda því svona 1... 2.... og 3... og stökk inn í hús,,, þegar ég kom út aftur mæti ég einni hænunni sem var í smá skemmtigöngu í rósagarði bóndans..... "Hamingjan sanna " ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að þessi fiðurfénaður gæti flogið af einhverju viti.... hvað þá komið sér alla þessa leið.... alla leið inn í rósargarðinn........ Hekla gjörsamlega missti sig og hljóp urrandi og geltandi eftir vesalings hænunni sem hálf-hljóp og hálf-flaug undan þessum brjálaða hundi... ég rak síðan lestina.... sussandi á tíkina með fangið fullt af hænsnamat.......... Ég hefði gjarnan vilja vera fluga á vegg og fylgjast með þessum fjöruga eltingaleik... þegar þarna var komið við sögu var ég sannfærð um að Bóndinn væri með falda myndavél þarna einhversstaðar í rósagarðinum.... svona lagað gerist ekki ..... öðruvísi en undirbúið.......
En allt er gott sem endar vel.... hænukvikindið endaði réttu megin við girðinguna reynslunni ríkari... allir fengu mat og drykk og undu vel við sitt..... En nú þarf ég bara að bíða fram að næsta þorrablóti í sveitinni til að fá úr því skorið hvort einhver vitni hafa orðið af þessum fjöruga og skondna eltingaleik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2007 | 11:31
Hundaeigendur og aðrir riddarar,,,,
Tók daginn snemma...allveg eldsnemma.... var komin út að ganga með Heklu litlu um sex-leitið ... og ég get svo guð svarið það ..... ég mætti fólki á þessari göngu minni...ekki bara eftirlegukindur næturinnar heldur "venjulegu" fólki sem ýmist var úti að skokka.....já ég sagði skokka og svo var þarna einn og einn hundaeigandi sem voru væntanlega þarna í sömu erindagjörðum og ég.....sem sagt að viðra árrisula hunda..... Ég hafði ekki átt von á að hitta nokkurn viti borinn mann og var því eins og hálviti til fara... í orðsins fyllstu ...ekki með varalit eða neitt.... en þessi reynsla kennir manni........
Göngutúr númer tvö þennan dag var svo farin nokkrum klst síðar eða upp úr níu....... mín lagaði aðeins til hárið og setti upp smá lipstick.... maður lærir sko af reynslunni.... og það er allveg rétt sem maður hefur heyrt um hundeigendur og félagslega færni.......ég mætti all nokkrum slíkum og það var eins og við manninn mælt ... hver og einn einasti heilsaði, stoppaði á meðan hundarnir heilsuðust og síðan upphófst hið skemmtilegasta spjall.... og ykkur grunar ekki hvað ég er búin að eignast marga nýja vini.... bara núna í morgun.... get varla beðið eftir því að komast í næsta göngutúr og kynnast fleirum.....Á þessari gönguferð minni í morgun fann ég að ég hafði brennt aðeins of mörgum kaloríum þannig að ég neyddist til að bregða mér í bakaríið..og viti menn...ég var ekki ein um það.... bakaríið var gjörsamlega fullt út af dyrum og kl. rétt að verða tíu.......... en þarna stóð ég fyrir utan eins og ílla gerður hlutur með Heklu litlu.... ég festi hana í þartilgerða lykkju en i hvert sinn sem ég gerði tilraun til að fara inn í bakaríið þá gelti hún og lét öllum íllum látum.... og hún sem varla hefur gelt síðan hún fæddist..... og þar sem mér fannst hundsgelt einhvernvegin skemma þessa fallegu laugardagsmorgunsímynd þá stóð ég þarna eins og ílla gerður hlutur eins og áður sagði..... nema hvað að ... að þar sem ég stóð eins og í........ osfrv... uppgötvaði ég mér til mikillar undrunar að það finnast enn í dag svona..... "riddaratýpur"... Inni í bakaríinu sat allveg fjallmyndarlegur maður og drakk morgunkaffið sitt og las blaðið sitt.... hann leit upp og sá þá þessa bráðhuggulegu ungu...en vandræðalegu hundakonu þarna fyrir utan....og svona gjörsamlega upp úr þurru stendur þessi fjallmyndarlegi upp og gengur í áttina til mín og spyr hvort mig vanti aðstoð við að gæta Heklu litlu.... og ég get allveg svarið það .... ég hótaði honum ekki eða neyddi hann á nokkurn annan hátt til að gera þetta... þetta var algjörlega hans frumkvæði......... og þetta frumkvæði hans varð til þess að kaloríubúskapi mínum er hér með borgið..... og ég get andað léttar og haldið mig við það dagskipulag sem áður hafði verið ákveðið... sem sagt að bregða mér í bæinn og verlsa föt utan um allar þessar aukakaloríur sem ég er búin að vera safna utan á mig...og sem klæða mig svo vel...thiíihíhí.... er ekki lífið dásemdin ein....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2007 | 21:38
Í helgarbyrjun..
Er að hafa það notalegt heima í Kópavogi... þar sem við Hekla ætlum að njóta lífsins um helgina. Bóndinn skellti sér í hrossaréttir norður í land og er ekki væntanlegur fyrr en seint á sunnudag...
Við vorum að koma inn allveg rennblautar eftir klukkutímagöngu í æðislegu veðri.... allveg logn.... já eða þannig... en allveg grenjandi rigning. Hekla þurfti að kanna þessar nýju slóðir allveg sérstaklega vel, þefaði vel og vandlega af hverjum einasta ljósastaur sem við gengum fram hjá... og ég sem ætlaði að nota gönguna til að brenna eitthvað af þessu sælgæti sem ég borðaði í dag.... en það fór eitthvað lítið fyrir þeirri brennslu.... iss... ég fer bara út í fyrramálið og hleyp af mér spikið...
Núna er ég búin að hella upp á svona dekurkaffi, Hraunkassinn bíður tilbúin á sófaborðinu ..og prjónarnir innan seilingar...... Mmmmm er ekki lífið yndislegt.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.9.2007 | 09:29
Hver var hann?
Þrjár sannanir fyrir því að Jesú var mexíkani.
- Hann hét Jesú
- Hann talaði tvö tungumál
- Hann hafði aldrei frið fyrir yfirvöldum
Sömuleiðis eru líkur á því að Jesú hafi verið svertingi.
- Hann kallaði alla "bræður sína"
- Hann var hrifinn af gospel
- Hann fékk aldrei sanngjarna málsmeðferð hjá yfirvöldum
En það gæti líka vel verið að hann hafi verið Gyðingur.
- Hann fetaði í fótspor föður síns
- Hann bjó heima þangað til að hann var 33 ára
- Hann notaði ólífuoliu
Þrjár sannanir sem sýna sterklega að Jesú hefði vel getað verið
ítalskur.
- Hann baðaði út höndunum þegar hann talaði
- Hann drakk vín með hverri máltíð
- Hann var viss um að mamma sín væri hrein mey og mamma hans var viss
um það að hann væri Guð.
Þrír möguleikar sem sýna að hann hefði getað verið frá Kaliforníu.
- Hann lét aldrei klippa sig
- Hann gekk berfættur
- Hann lagði grunn að nýrri trú
En það er þó mjög líklegt að hann hafi verið Íri.
- Hann giftist aldrei
- Hann elskaði að vera úti í náttúrunni
Hann var sífellt að segja sögur
EN....það líklegasta er að Jesú hafi verið KONA.
- Hann var neyddur til að fæða fjölda manns án fyrirvara þótt ekki
væri nokkur matur til !!!!!!
- Hann reyndi að láta rödd sína heyrast meðal fjölda karla sem ekki
föttuðu baun.
- Þrátt fyrir að hann væri dáinn, varð hann að rísa upp aftur því það
var meira sem hann átti eftir að gera !!!!!!!!!!
Þess vegna skaltu senda þetta til allra kvenna svo þær skilji að þær
eru enn guðdómlegri en þær héldu ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.9.2007 | 13:22
Nú er ....
..úti veður vott
verður allt að klessu
mikið lifandi,skelfingar, ósköp væri gott
að vera bara heima að dunda sér eitthvað.....
Er eignlega óvinnufær þessa stundina, ég álpaðist nefninlega inn í Föndru á Dalveginum í gær og datt um allveg hreint frábærlega skemmtilegt garn sem ég að sjálfsögðu varð að kaupa. Keyrði síðan á öðru hundraðinu austur í sveit, fitjaði upp í leiðinni og var svo á hlaupum með prjónana í allt gærkvöld því að það voru fleirri en ég sem voru skotnir í þessu geggjaða garni Hekla og Kjarkur kepptust við að kasta sér yfir dokkuna og tættu hana fram og tilbaka...þannig að ég var á hlaupum undan þessum "óargadýrum" meira og minna allt kvöldið
Þessa stundina er ég í vinnunni.... en með hugann við prjónana... vildi að ég gæti lokað að mér...sett "ónáðið ekki" skiltið á hurðina og haldið áfram að prjóna .........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)