Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2007 | 12:06
Hundalíf......
Helgin var bara nokkuð góð... líf og fjör í sveitinni ... vorum með góða gesti sem gistu eina nótt, þetta voru barnabörn bóndans, tvær hressar og líflegar stelpur sem kunna sko að njóta lífsins í sveitinni hjá afa innan um hænurnar, hestana, kisurnar og svo litlu Heklu. Þær hjálpuða afa sínum að gefa hænunum og fengu að launum sitthvort eggið sem þær ætla að reyna að unga út ...þær pökkuðu eggjunum sínum vel og vandlega inn í ullarhnoðra og pappír og bjuggu síðan vel um það á öruggum og volgum stað.... svo nú er bara að bíða og sjá hvað gerist....
Á sunnudeginum örkuðu afastelpurnar ásamt afa sínum og Heklu upp á stk til að hitta hestana, spjalla aðeins við þá og gefa þeim brauð......... mikið fjör og mikið gaman....... á meðan var ég heima .... svona eins og bóndakonum sæmir..... og bakað vöfflur...... ég er allveg að höndla þetta hlutverk ......... Um fimmleytið komu svo foreldrarnir og sóttu dúllurnar og það komst aftur á ró í sveitinni........ í bili........
Seinni partinn í gær gerðist ég hvolpa-fóstur-mamma...... og tók með mér í sveitina aukahund...... allveg gullfallegan svartan labrador hvolp..... svona vinkonu fyrir Heklu mína......... þannig að það var sannkallað hundalíf í sveitinn hjá mér í gærkveldi og nótt.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2007 | 13:08
Fékk....
Vikuna í hús í vikunni.... renndi í gegnum hana svona af gömlum vana..... margt athyglisvert sem þar fyrir augum bar...... en það sem fékk hjarta mitt til að slá hraðar... voru krossgátuverðlaun Vikunnar í þetta skipti ....algjörlega lífsnauðsynlegt "tæki" fyrir hverja mey sem komin er yfir ákveðin aldur.... skil bara ekkert í því hverning mannkynið hefur komist af án þessa tækis í öll þessi ár.... tækið sem um er rætt er "Hrukkustraujárn"..... ég endurtek "Hrukkustraujárn"...þetta tæki bara verð ég að eignast..... ekki það að ég sé svona asskoti hrukkót en ekki er ráð nema í tíma sé tekið...... þannig að nú djöflast ég áfram með krossgátuna.... en hún er bara nokkuð strembin þessa vikuna.... en ég skal ég skal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2007 | 20:45
kontaktsnámskeið.....
Ég og bóndinn erum með tíkina á hvolpanámskeiði, erum búin að fara í einn bóklegan tíma og fórum svo í fyrsta verklega tímann í gærkveldi...... allveg ótrúlegt......... áttum að mæta með heilan pakka af pylsum því við erum að æfa "augnkontakt" Bóndinn var við stjórnvölinn, þarna stóð hann með niðurskornar pylsur í vasanum munninn fullan af pylsubitum...... galdurinn er að láta tíkina horfa á mann...... beint í augun.... .... og svo er ætlunin að sú stutta átti sig á því að ef hún er dugleg að gefa augnkontakt þá fær hún nammi..... þetta virtist mjöööög auðvelt.... og það pirraði mig all svakalega hvað bóndinn var tregur... ég meina hversu erfitt er að láta lítinn sætan hvolp horfa í augun á sér ...en en en...Adam var ekki ýkja lengi í Paradís..... og ég ekki lengur.... því að í kvöld.... þegar ég var búin að ganga frá í eldhúsinu, brjóta saman þvottinn, vökva blómin og annað smálegt sem þarf að gera heima við........ tók ég fram eitt stk pylsu, skar hana í litla en mjög jafna bita....... setti nokkra í munninn og nokkra í vasann...... nú skyldi ég sýna öllum hvar Davið keypti ölið.... þjálfunin skyldi byrja og tekin af fullri alvöru...... og ef ég á að vera fullkomlega heiðarleg þá er ég að velta því fyrir mér hvernig ég geti bætt bóndanum upp "pirringin" frá því í gær....... það er nefninlega ekkert auðvelt að láta lítinn saklausan en ansi líflegan hvolp átta sig á því að hann eigi að horfa í augun á manni..... þetta er hörkupúl........ og mikil þolinmæðisvinna...... ég lofa upp á æru og trú að ég skal aldrei aldrei aldrei vera pirruð út í bóndann þegar hann er að þjálfa tíkina.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.11.2007 | 23:24
í lok dags....
Jæja þá er dagurinn að kveldi komin og rúmlega það ...... ég er búin að vera eins og þeytispjald á milli staða síðan seint í gærkvöldi þannig að nú þrái ég að leggjast í hlýtt og gott rúmið .....
Ég var heima í kópavogi í gærkvöldi og hamaðist ásamt einkasyninum við að koma íbúðinni í söluvænlegt ástand þar sem von var á fasteignasala og ljósmyndara í morgun .... um kl 11 hringdi bóndinn og sagði farir sínar ekki sléttar þar sem hann sat fastur í vélavana bíl út í kanti í kolsvarta myrkri einhversstaðar í "óbyggðum".... ja eða þvi sem næst.......það var því lítið annað að gera enn að skella sér í gallann og rjúka af stað....... ekki gat ég látið bóndann sitja þarna til morguns með vesalings tíkina í skottinu........... keyrði austur á mettíma..... í takt við frábæra tóna af nýjasta disk Eivarar Pálsd...... allgjör snilld
Ég var svo mætt í vinnu í morgun eins og lög gera ráð fyrir.... byrjaði á því að prenta út fyrirlesturinn, lesa yfir hann og fá panikkast...... o m g........ en sem betur fór gafst nú ekki langur tími í svoleiðis vitleysu því að á Kleppi er engin tími fyrir köst af einu eða neinu tagi......... það var bara að bretta upp ermarnar og hella sér út í verkefni dagsins...... sem sagt að fresta panikkastinu um fáeinar klst........... Fyrirlesturinn var svo haldin um kl 14.30 og gekk allveg glimrandi........allveg merkilegt hvað maður getur eytt mikilli orku í að gera úlfalda úr mýflugu..... en það hefur svo sem sannað sig..... allavega í mínu tilfelli..... að því stressaðri sem ég er fyrir svona "uppákomur" því betur gengur mér........ ef ég er allveg pollróleg rétt áður en ég stíg í pontu þá er voðin vís...... og ég fer að stama, missa þráðinn og gera allskonar vitleysu.......sem sagt .... sæmilegur skammtur af stressi...... og málinu er reddað.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 19:17
Je minn eini...
Sætindaát stuðlar að hrukkumyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 09:57
eitt ár enn.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.11.2007 | 23:32
lífið í hnotskurn......eða...
Ég sit hér fyrir framan tölvuna og get ekki annað.....hugurinn er nánast tómur.... svona " ljós og engin heima tilfinning"... hver kannast ekki við slíkt ástand í lok strembinnar vinnuviku ?
Vikan sem nú er að líða undir lok hefur verið viðburðarík, spennandi, þreytandi, pirrandi, skemmtileg, forvitnileg, kvíðvænleg...... og allt þar á milli......
Undanfarnar vikur og fram í lok nóvember mun Endurhæfingarmiðstöðin á Kleppi standa fyrir námskeiði fyrir aðstandendur Geðklofasjúklinga, á miðvikudaginn var flutti Brynjar Halldórsson einkar forvitnilegt erindi um Hugræna Atferlismeðferð fyrir geðklofasjúklinga. Næsta miðvikudag á ég að halda erindi um mikilvægi þess að vera virkur í sínu daglega lífi..... og það er eiginlega þess vegna sem ég sit eins og límd við tölvuna........ en ég er allveg gjörsamlega steingeld...... Ég veit svo sem allveg hvað ég ætla að fjalla um og hvernig ég ætla að koma því frá mér...... en það er öllu erfiðara að koma því niður á blað.... er með fullbúin fyrirlestur fyrir framan mig..... en ... mikill vill meira..... og ég er þungt haldin af fullkomnunaráráttu akkurat núna......Hvenær verður ágætt gott....og hvenær verður þokkalegt framúrskarandi......... .... ætti kanski að taka það fram .... að ég er ekki búin að drekka deigan dropa af áfengi..... ég er bara svona..... hef reyndar borðað lítið sem ekkert sælgæti í marga marga daga...... og það gæti haft áhrif á heilastarfsemina.... fékk mér að vísu toppís í kvöld þegar ég kom heim úr vinnunni....... mmmmmmm hann bragðaðist unaðslega..... Ég var komin í svipað ástand og Dr House í síðasta þætti,,,,, fráhvarfseinkennin allveg að gera út af við mig.......
En gott fólk ég er farin að röfla... og rúmlega það......bíð því góða nótt...um leið og ég hreiðra um mig með Sendiherrann í rúminu......mmmmm
over and át...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2007 | 14:13
Vaknaði....
... í morgun og sá þegar ég leit út um gluggann að Vetur Konungur hafði hafið innreið sína með stæl....... fannhvít jörð,allveg stilla en frost í lofti....allveg yndislega fallegt
Í dag er annars margt sem minnir á veturinn hér í sveitinni, Bóndinn búin að kalla saman fyrsta þorrablótsnefndarfundinn.... því ekki er ráð nema í tíma sé tekið...... og hingað ætlar sem sagt að skunda hópur fólks sem ætlar að koma sér saman um að skapa góða stemningu á þorrablóti vetrarins sem haldið verður, venju samkvæmt, fyrstu helgina í febrúar ...
Eins og í alvöru sveitum þá verður sitthvað ætilegt í boði á þessum fyrsta þorrablótsnefndarfundi. Bóndinn bretti upp ermarnar og hristi fram hverja kræsinguna á fætur annari....... mínu kvennlega húsmóðureðli var í fyrstu ógnað...en svo hugsaði ég sem svo....... "hva.. ég fer bara út og set vetrardekkin undir bílinn...kem svo inn að verki loknu og fæ mér kaffi og nýbakað " Bökunarilmurinn í húsinu er allveg til að æra óstöðugan... því að eins og kunnugum er kunnugt þá er ég í mjög alvarlegu sykurbanni...... en til hvers eru freistingar ....nema til að falla fyrir þeim...... svona stöku sinnum....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2007 | 21:58
rigning og kósyheit.....
Sit hér í litla kósy húsinu mínu í sveitinni...líður svona eins og húsfrúnni í "Húsinu á sléttunni"... nema hvað að ég er á hæðinni ...Úti er svarta myrkur og grenjandi rigning... brrrr..... en innandyra er hlýtt og notalegt...ég komin í "heimagallan" búin að laga mér grænt te og kveikja á kertum og dreifa um allt hús.....mmmmm svo notalegt..
Er í ströngu sykurbanni þessa dagana..... hef ekki borðað nammi síðan um síðustu helgi........ ég er mjög stolt af mér....... ég hafði satt að segja ekki hugmynd um að þetta yrði svona erfitt...en þetta er miklu erfiðara en að hætta að reykja.......... Ég þarf virkilega að taka á honum stóra mínum til að láta ekki undan freistingunum....... og þær eru víða.... í vinnunni er oftast skál með sælgæti á borðinu á hádegisfundinum.... svo ég tali nú ekki um bollann góða inni hjá yfirlækninum á Kleppi...... ávallt fullur af gómsætu súkkulaði frá útlöndum...mmmm........en ég hef staðist freistingarnar....... hingað til...og svei mér ef ég er ekki að uppskera árangur erfiðisins..... ... verður maður ekki að reyna að trúa þvi...... fá Pollyönnu vinkonu í lið með sér... bryðja gulrætur og brosa framan í heiminn.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2007 | 14:41
Tekinn !!!
Mætti í vinnuna í gærmorgun eins og lög gera ráð fyrir..... Dagurinn byrjaði að venju með morgunfundi í Bergiðjunni...eða svo hélt ég... Rétt áður en fundurinn átti að hefjast hringir síminn, á hinni línunni er Björg kollegi minn. Henni virðist mikið niðri fyrir og biður mig vinsamlegast að koma niður í hús þar sem eitthvað virðist ama að Kollu, sem er vinnufélagi okkar...... Ég spratt á fætur og rauk af stað, komst á met tíma niðureftir og æddi inn, skelfingin upp máluð... hvað skyldi vera að ... þegar Kolla kvartar þá er eitthvað mikið að..... það vissi ég...... Þegar inn var komið var engin sjáanlegur en inn í stofu var uppdekkað borð með kræsingum og fíneríi..... innan úr eldhúsinu heyrðist tíst og þar stóðu þær...... brosandi út að eyrum og með prakkarablikk í augum...... Hér var semsagt verið að fagna 10 ára starfsafmæli mínu á Kleppi....... ... ...... Hugsa sér...... 10 ár.... og mér finnst ég vera nýbyrjuð..... en ég er semsagt að verða ein af mublunum þarna inn við sundin blá ....
Seinni partinn fór ég síðan að vinna í Blómabúðinni...... þangað inn kom ungur maður og spurði hvort ég ætti reykelsi..... helst með sterkri lykt.... svona jarðaberjalykt....... ég gat að sjálfsögðu aðstoðað mannin með það.... hann var varla farin út úr dyrunum þegar annar ungur maður kom inn og spurði hvort ég ætti ilmkerti með sterkri jarðaberjalykt........"Hvað er þetta með menn og jarðaberjalykt" ? spurði ég manngreyið... hann sagðist ekki vita með hina...en hann væri að þrífa heima hjá sér og vantaði góða lykt... svona áður en eiginkonan kæmi heim............já það er mörgu hægt að bjarga með dempuðu ljósi og ilmkerti......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)