Færsluflokkur: Bloggar

Staðreyndir....

Var að lesa Vikuna.....og rakst á þessar skemmtilegu staðreyndir sem friða samviskuna..... vona að mér verði fyrirgefið þó að ég "steli" þessari speki og skelli hér inn... Tounge

 

Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til inniheldur engar kaloríur.

Því meira sem þú fitar aðra sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.

Matur sem hefur sams konar lit hefur sama kaloríufjölda ( t.d. tómatar=jarðaberjasulta, næpur=hvítt súkkulaði)

Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar.

Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur, hetur, gos, súkkulaði, og brjóstsykur) sem borðaður er í kvikmyndahúsum eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.

Matur sem neytt er af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur

 

... og með þessar staðreyndir í farteskinu held ég brosandi inn í jólin og ét allt sem tönn á festir...... Devil Kissing


Í fyrrinótt...

..... kom frumburðurinn "óvænt" heim í jólafrí..InLove.. auðvitað vissu flestir að hún myndi koma heim um jólin en við vorum fá sem vissum að hún kæmi svona snemma......W00t...  við fengum skýr fyrirmæli um að láta það ekki fréttast þar sem hún ætlaði að koma fólki á óvart..... sérstaklega litlu systur sinni og karli föður sínum.....Bandit..... mitt aðalvandamál í sambandi við þetta allt saman... fyrir utan að þegja að sjálfsögðu var það... hvernig í ósköpunum ég ætti að fá fyrrverandi manninn minn og dóttur til að koma í heimsókn til mín á föstudagskvöldi rétt fyrir miðnætti án þess að vekja grunsemdir... Shocking.... allt í key með dótturina .... en sá fyrrverandi....hehehehe.....LoL.... en eins og svo oft áður þá gripu æðri máttarvöld inn í..... og í þetta sinn voru það veðurguðirnir.... allt flug samkvæmt áætlun var eitthvað sem ekki var á áætlun... þannig að hún kom ekki heim fyrr en kl 03.15 um nóttina.......Grin....þannig að við mættum bara í sjálfboðin morgunmat heim til litlu systir sem varð heldur betur hissa.......

En það er allveg yndislegt að hafa öll börnin sín svona nálægt sér...... þó að í stuttan tíma sé..... Heart


jólakortafílingur....

Erum í smá jólakortafíling, ég og Bóndinn...Joyful.... gerðum nokkrar tilraunir til að taka myndir af Heklu og Bóndanum saman í jólaskapi ..... svona til að skapa smá stemningu........ hef ekki hlegið svona mikið síðan....... tja..... í fyrradag....Grin

hér koma nokkur sýnishorn........

jólastemning jólastemning jólakstemning

 

 


Er komin...

... heim eftir vikulanga dvöl í Danmörku...alltaf gaman að kíkja á Danmörk...InLove.. en nú lögðum við heldur betur land undir fót W00t... byrjuðum á því að keyra til Árósa en þar heimsóttum við Matthildi og Stulla, dóttur og tengdason, stoppuðum hjá þeim í tvo daga..... fórum í bæjarrölt og keyptum jólagjafir og ýmislegt annað smátt og gott Cool

heima hjá Matthildi og Stulla í Árósum   með Matthildi og Stulla í Árósum

Síðan lá leiðin til Hanstholm en aðaltilgangur ferðarinnar var einmitt að heiðra Lilla,bróðir Bóndans, með nærveru okkar í tilefni hálfraraldarafmælis hins fyrrnefnda Wizard... þar lenntum við í þvílíku skralli þar sem danir, færeyingar og íslendingar sýndu á sér sínar allra bestu hliðar... mikið sungið, mikið dansað og mikið........ Grin Grin Grin

En við vorum ekki til Danmörku eingöngu komin til að djamma og versla... nei, nei ..það var sko öðru nær... við notuðum að sjálfsögðu tækifærið og klifum hæsta tinda Danmörku.... nefninlega Himmelbjerget.... og þar með höfum við... Bóndinn og ég.... klifið tvö hæstu fjöll tveggja landa á einu ári...Himmelbjerget í Danmörku og Hvannadalshnúk á Íslandi...Smile Smile Smile ...geri aðrir betur....W00t

toppurinn á Himmelbjerget  Á topp Himmelbj


Í fyrramálið....

... legg ég land undir fót og stefni á Danmörk.... þar ætla ég að spóka mig í heila viku.... ætla að hitta dóttur mína og tengdason sem búa í Árósum og síðan ætla ég að skella mér í fimmtugsafmæli einhversstaðar norður í ......... Tounge...... Mmmmm ég ætla sko að njóta þess að vera til...... missa mig aðeins í H&M...... mig vantar eitthvað lekkert til að klæða öll þessi aukakíló sem hlaðast á mig....en sem fara mér svo asskoti vel...Cool LoL Grin......svo þarf maður nú aðeins að smakka jólaölið og dífa tungunni í jólaglöggið........ en umfram allt að hafa það náðugt og njóta þess að vera í fríi....

Adjö.....W00t Heart


Þórdís Tinna

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu.

Sit hér......

... fyrir framan tölvuna, með hárið í allar áttir, er í náttsloppnum og sötra  gott kaffi.... laugardagsmorgnar.... ok... laugardagar eru yndislegir...Heart. sérstaklega eftir frekar erfiða og stressandi vinnuviku Pinch...er búin að vera með dúndrandi höfuðverk alla vikuna sem eingöngu má rekja til streitu Sideways..... en en svona er lífið stundum, lætur aðeins finna fyrir sér...

Annars var vinnuvikan langt frá því að vera alslæm... svona þegar á heildina er litið.... Í vikunni stóð nefninlega D-13 fyrir "leynivinaviku" og er það búið að vera aldeilis gott krydd í tilveruna..... þetta er svona leikur þar sem allir liggja undir grun um að vera "vinur" manns .... á morgnana beið oftar en ekki lítill pakki með skemmtilegri orðsendingu frá vininum og manni hlýnaði um hjartarætur og hjá sumum var ekki laust við að í augum glitti í tár....... Í gærkvöldi var svo jólaboð deildarinnar og þá fékk maður úr því skorið hver leynivinur manns var...... og síst af öllu hefði mér grunað........  æ æ æ  en þetta var mjög skemmtilegur leikur og svei mér ef þetta fyrirbæri er ekki komið til að vera á deildinni....allavega næstu jól...... Jólaboðið/partyið var mjög skemmtilegt..... allir komu með eitthvað matarkyns með sér og þar sem þetta er fjölmenningarlegur vinnustaður voru margir réttir á borðinu ekki allveg alíslenskir og smökkuðust mjög vel..... farið var í leiki og um stund sat allt staffið eins og fífl, með stór eyru, tennur fyrir allan peninginn og risa augu.....við hlógum svo að tárin runnu niður kinnarnar og maskarinn með.........GrinGrinGrin...alltaf gaman að finna barnið í sjálfum sér.....

Er annars á leið í blómabúðina....... verð að vinna um helgina..... alltaf gaman að vinna í blómabúð fyrstu helgina í aðventunni..... allt að gerast....og það sem meira er..... allir eru í svo góðu skapi..... Á mánudaginn ætla ég svo að  skella mér til Danmörku..... hitta ástkæru dóttur mína og tengdason Heartsem búa í Árósum og síðan ætla ég enn lengra upp í landið og bregða mér í fimmtugsafmæli.......WizardWizard


skjálftar......

 

Er ein heima í sveitinni...Cool..Var búin að koma mér vel fyrir undir teppi upp í sófa fyrir framan sjónvarpið og beið eftir fréttunum....Gasp. skyndilega fann ég hvernig sófinn undir mér...gekk eins og í bylgjum og myndirnar á veggjunum hristust...W00t .. Jarðskjálfti...Sideways. hugurinn leitaði óneitanlega aftur til ársins 2000 þegar jörðin skalf svo um munaði ...... ekki þægileg tilfinning...... en mér er hugsað til Hrannar vinkonu minnar sem stödd er á Selfossi..... úff..... hér komu þó bara tveir...mögulega þrír skjálftar ...enn á Selfossi hristist allt og skelfur...Crying


mbl.is Fjölda smáskjálfta vart á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugardagskvöld

 
Áttum saman yndislega kvöldstund ég og Oddný dóttir mín, borðuðum góðan mat, hreiðruðum síðan um okkur í sófanum horfðum og Laugardagslögin með öðru auganu..Wink.. en vorum samt aðallega að spjalla um menn og málefni Cool....Skyndilega helltist yfir okkur mikið ísæði og rukum við af stað eitthvað út í buskann til að svala þessari þörf W00t.... við rúntuðum dágóða stund um miðbæ Reykavíkur...langt síðan maður hefur farið á rúntinn niður Laugaveginn á laugardagskvöldi Joyful.... en þetta var mjög gaman og sátum við mæðgurnar og rifjuðum upp "gamla góða" daga.... þegar hún var á gelgjunni og hinar óumflýjanlegu Kringluferðir voru hluti af daglegu lífi..... úff ... hvað við gátum stundum verið ósammála Pinch og mátti vart á milli sjá hvor var pirraðari móðirin eða ungilingurinn...... Ég af því að ég var alltaf yfir mig hneyksluð á verðinu og Hún af því að ég var alltaf svo yfir mig hneyksluð...og af því að ég talaði alltaf svo hátt....... og viljandi í þokkabót ..... bara til að pirra hana og gera hana að fífli.......LoL.... já það er sko hægt að hlægja af þessu í dag...... en það veit Guð að okkur var hvorugri hlátur í huga á þeim tíma.......
Þetta er fyrsta laugardagskvöldið í langan tíma sem ég er í fríi..... og er í bænum.....og ég hefði ekki viljað eyða því á neinn annan hátt en akkurat með henni dóttur minni....InLove..Takk fyrir kvöldið elsku Oddný....Heart..
...

Jól ??? !!!

hundaj�l
 
 
Var að vinna í blómabúðinni í kvöld, þar er verið að "setja upp jólin" .......Crying..... og ég er ekki allveg að hanga með.... mér finnst bara vera nokkrar vikur síðan ég "pakkaði jólunum niður"  í þessari sömu blómabúð .... er tíminn virkilega svona fljótur að líða eða erum við farin að halda jólin hátiðlega tvisvar á ári Pinch Woundering Errm..... 
Það eina sem mér finnst virkilega benda til þess að jólin séu á næsta leiti er að í póstkassanum mínum fann ég skemmtilegan pésa...."Bókatíðindi".... mmmmm og þar ber margt spennandi á góma....  maður er farin að sjá í hyllingu þann tíma um jólin þar sem maður hreiðrar um sig í góðum stól með heilan haug af konfekti og stafla af góðum bókum....Kissing
En ég verð að vinna í blómabúðinni um helgina og verður verkefni helgarinnar m.a. aðventukransavafningur og fleira jóladútl........ þannig að jólaskapið hlytur að fara að hellast yfir mig eins og aðra.... Whistling

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband