Færsluflokkur: Bloggar
21.1.2008 | 19:27
Meirihlutinn fallinn.....
F-listi og D-listi í samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.1.2008 | 14:20
Vetrardýrð....
Var í sveitinni minni um helgina..... þar, eins og annarstaðar, er allt á kafi í snjó...... En veðrið á laugardaginn var allveg hreint yndislegt,.... blanka logn og sólin skein eins og henni væri borgað fyrir það....... setti inn myndir... m.a. af því sem ég sé út um svefnherbergisgluggann minn.... en á laugardaginn voru það forvitin hross sem biðu í ofvæni eftir því að einhvert mannabarnið kæmi til þeirra með brauðbita........... Tíkin mín hún Hekla er líka einstaklega forvitin.... þarf alltaf að fylgjast með því sem er að gerast ...hvort sem það er innandyra eða utan......nema hvoru tveggja sé....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2008 | 22:11
Fönn, fönn.....
Sit heima í Kópavogi....... ég hafði hugsað mér að renna austur í sveitina eftir vinnu í dag...á dagskránni í kvöld var fundur hjá Þorrablótsnefndinni...... en svo tók skynsemin völdin og ég sá að það var ekkert vit í að æða austur í fannfergið.....
Bóndinn veðurtepptur í sveitasælunni...... komst ekki í bæinn í morgun sökum óveðurs...... já óveðurs....og það í Ásahrepp....... það eru undarlegir hlutir sem gerast á þessu nýja ári...... á dauða mínum átti ég von...... en óveður í Ásahreppi...ó nei... svoleiðis gerist ekki....og þó........ það var meira að segja rafmagnslaust í nánast allan dag og það gerist nú ekki á hverjum degi á Íslandi í dag að rafmagn fari af í margar klst vegna veðurs..........
Ég sé svo sem eitt jákætt við þessar hamfarir....... það er möguleiki að mýsnar...... (þessar sem búa frítt hjá okkur í sveitinni)......hafi frosið í hel í kuldanum...... og ég ætla bara að leyfa mér að vona það...... allavega þar til annað kemur í ljós.............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2008 | 19:16
Helgin......
Helgin er bara búin að vera nokkuð góð..... renndum austur í sveit á föstudeginum og áttum notalegt kvöld...... eftir að ég var búin að ganga hina lífsnauðsynlegu "músarleitargöngu".... fann að vísu ekkert.... en ég er sannfærð um að það búi leynigestur einhversstaðar í húsinu og það pirrar mig eilítið sérstaklega í ljósi þess að ég gæti mögulega rukkað fyrir leigu......... en nóg um það..... skellti mér í bæinn á ókristilegum tíma á laugardagsmorgninum þar sem ég átti vakt í blómabúðinni.... alltaf gaman að eyða deginum þar....í mínum gamla heimabæ... það er allveg ótrúlegasta fólk sem rekur inn nefið í þeim erindagjörðum að kaupa blóm fyrir ömmu eða sérvettur og kerti fyrir þolinmóða nágranna....... oftar en ekki kemur þarna inn gamall skólafélagi sem ég hef ekki hitt í mörg herrans ár ..... nær undantekningalaust hafa þessir gömlu skólafélagar bætt á sig bæði fleirri hrukkum og fleirri aukakílóum en ég hef gert ...... þannig að ég dreg þá ályktun að ég hljóti bara að eldast allveg helv.... vel........
Í dag fórum við skötuhjúin upp á Skaga..... þar var verið að skíra litlu jólastelpuna og gefa henni nafn.... hún fékk nafnið Lilja Petrea Líndal....... nafn sem hljómar bara nokkuð vel..... og allveg til þess fallið að maður geti notað bæði nöfnin, Lilja Petrea, án þess að verið sé að skamma mann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2008 | 11:51
mál málanna
Gáfu tárin Clinton byr? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2008 | 19:36
Jæja....
... þá er árið farið af stað og farið að taka á sig hversdagslegan blæ...lífið er óðara að færast í sitt fyrra horf og rútínan að hrökkva í gang.......... það er nú samt ýmislegt sem er öðruvísi í dag en það var fyrir áramót..... til að mynda hefur fækkað tilfinnanlega í iðjuþjálfahópnum á Kleppi ..... en nú er svo komið að í dag er þar starfandi einn iðjuþjálfi....... ég sjálf....... ....mér til fulltingis hef ég sex dygga aðstoðarmenn..... án þeirra yrði sjálfsagt að loka sjoppunni .... þannig að eftirvæntinigin fyrir hvern vinnudag er mikil þar sem maður veit aldrei hvað hann hefur í för með sér.... hverskonar vandamál mætir manni og hverskonar lausnir finnast á þeim........ það góða við þetta allt saman er að maður þarf ekki að hafa mikið fyrir því að skipta um vinnu því að hver vinnudagur bíður upp á rúmlega handfylli af áður óþekktum aðstæðum þannig að það er engu líkara en að maður fái nýja vinnuveitendur og þar með nýja yfirmenn á hverjum degi.... svo ég tali nú ekki um verkefnin...........
En en..... lífið er ekki bara dans á þyrnum þessa dagana....... sveitalífið hefur líka tekið á sig sinn sjarmerandi hversdagsleik með tilheyrandi undirbúningsvinnu fyrir hið árlega þorrablót hreppsins. Í gærkveldi hittist þorrablótsnefndin og hélt áfram með að skipuleggja og skipuleggja ..... í gær fór í gang mikill breinstormur fyrir skemmtiatriði kvöldsins og það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið.....að hlusta á hreppsbúa rifja upp atburði liðins árs og sjá spaugilegu hliðarnar á allt og öllu..... mmmmmm allveg stund sem gefur lífinu gildi......Ég hlakka til að halda áfram að vinna með þessu skemmtilega fólki.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2007 | 13:25
Áramót......
Eftir nokkrar klukkustundir mun árið líða undir lok og nýtt ár hefja sitt skeið ...
Árið sem er að líða hefur að nánast öllu leiti verið gott ár,heilsan hefur verið góð hjá mér og mínum, börnin að spjara sig vel hvort á sínu sviði og ég hef haft bóndann minn yndislega mér við hlið ... og er ég smám saman að flytja mig úr höfuðstaðnum, Kópavogi, í sveitina... þannig að ég reikna með því að áður en árið 2008 líður undir lok þá verði ég orðin alvöru sveitakona með hund, ketti, hænur og hesta......
Við höfum ferðast töluvert á árinu, bæði innanlands og utan,við höfum m.a. klifið tvö hæstu fjöll í tveimur löndum, Hvannadalshnúk á Íslandi og síðan börðumst við til síðasta manns upp Himmelbjerget í DK ....
Ég byrjaði að fikta við bloggið á árinu, þar hef ég kynnst mörgu góðu fólki og endurnýjað kynni við konu sem er mér mjög kær, Hrönn á Selfossi
Ég eignaðist mitt fyrsta hross á árinu, glæsilega meri sem heitir Fiðla.... ég er nú ekkert farin að ríða henni ennþá .... en mér finnst hún aðeins of villt fyrir minn smekk...... Bóndinn er eitthvað að föndra við hana en vonandi verður hún til í tuskið með vorinu..... ....
Kæru bloggvinir óska ykkur gleðilegs árs og þakka skemmtilega viðkynningu á árinu sem er að líða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2007 | 23:58
Jólin..... og litla jólastelpan á Skaganum....
Nú eru jólin komin og ...... nánast farin...... og þó.... auðvitað standa jólin allveg framm að þrettándanum en þá verða þau kvödd með tilheyrandi álfasöng og látum.....
Ég átti allveg yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar...missti mig í öllum kræsingunum og horfi þar af leiðandi löngunaraugum á auglysingar frá líkamsræktarstöðvunum sem nú keppast um athygli okkar sem þurfa tilfinnanlega að losna við eins og nokkur kíló hér og þar.........
Jólin í ár byrjuðu með allveg einstaklega góðum fréttum, en kl 12.55 á aðfangadag eignuðust góðir vinir mínir litla jólastelpu..... hún kom í heiminn nokkrum dögum á undan áætlun en ég held að það sé bara góðs viti.... hún fer þá væntanlega sínar eigin leiðir í framtíðinni og lætur engan annan segja til um það hvar og hvenær hún lætur á sér kræla.... ég fór í gærkvöldi upp á Skaga og skoðaði litlu dömuna og hún er algjör gullmoli...... get ekki beðið eftir að fá að spilla henni örlítið.......
Elsku Jóhanna og Grétar til hamingju með litlu jólastelpuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.12.2007 | 22:22
Stór, stærri, stærstur
Risasnjókall í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2007 | 23:48
Nýr titill......eða þannig...
Það er orðið nokkuð langt síðan við borðuðum saman síðast ég og börnin mín þrjú...... en sú stórkostlega skemmtun átti sér einmitt stað í kvöld .... Ég eldaði fisk að hætti hússins, Matthildur gistir jú hjá móður sinni í þessari heimsókn sinni hér á landi... hún var að sjálfsögðu mætt í matinn, Einkasonurinn gaf sér tíma til að líta upp frá tölvunni rétt til að næra sig og síðan mætti parið Oddný og Hallur .... ásamt bumbubúanum..... sem væntanlegur er í snemma í maí á næsta ári.......... já já haldiði ekki að ég sé að fá nýjan titil....... titil sem ég hef hlakkað mikið til að fá og sem ég mun bera með stolti........ ég er að verða Amma...... hugsið ykkur bara...... ég er að rifna úr monti....enda sjálfhverf með endæmum...... og læt eins og þetta snúist allt saman um mig..... Oddný mín blómstrar og verður bara fallegri og fallegri....... er hægt að hugsa sér það betra........ Og nú ætla ég að leyfa mér að gerast væmin...... það er á svona stundu sem maður er svo þakklátur fyrir það sem maður á og hefur..... á þrjú heilbrigð og yndisleg börn, tvo frábæra tengdasyni svo ekki sé nú minnst á Bóndann...og svo litla ömmustelpu á leiðinni....... ......
Jæja áður en ég fer að lita síðuna bleika eða eitthvað enn væmnara þá skelli ég í lás og fer að sofa..... góða nótt......
Bloggar | Breytt 19.12.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)