Fönn, fönn.....

Sit heima í Kópavogi....... ég hafði hugsað mér að renna austur í sveitina eftir vinnu í dag...á dagskránni í kvöld var fundur hjá Þorrablótsnefndinni...... en svo tók skynsemin völdin og ég sá að það var ekkert vit í að æða austur í fannfergið.....

Bóndinn veðurtepptur í sveitasælunni...... komst ekki í bæinn í morgun sökum óveðurs...Shocking... já óveðurs....og það í Ásahrepp.....Frown.. það eru undarlegir hlutir sem gerast á þessu nýja ári...... á dauða mínum átti ég von...... en óveður í Ásahreppi...ó nei... svoleiðis gerist ekki....og þó.....W00tW00t... það var meira að segja rafmagnslaust í nánast allan dag og það gerist nú ekki á hverjum degi á Íslandi í dag að rafmagn fari af í margar klst vegna veðurs..........

Ég sé svo sem eitt jákætt við þessar hamfarir....... það er möguleiki að mýsnar...... (þessar sem búa frítt hjá okkur í sveitinni)......hafi frosið í hel í kuldanum...... og ég ætla bara að leyfa mér að vona það...... allavega þar til annað kemur í ljós......Undecided.......

 

Jólasnjór  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Hæ Fanney

Takk fyrir innlitið á mína síðu. Ég sé nú að þú ert ennþá að hlaupa, bara ekki á hefðbundnum hlaupabrautum en þess í stað um fjöll og fyrnindi. Hef sjálf látið öll hlaup eiga sig nema á eftir lestum og strætisvögnum. 

Þær hafa lika komið sér frítt fyrir i minni sveit mýslurnar en ég hugga mig alltaf við að þar sem eru mýs eru örugglega ekki rottur.  

Sendi þér ósk um að vera bloggvinur, - þú kíkir kannski á það.

Kveðja, Guðrún Árna

Guðrún Árnadóttir, 16.1.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hér kyngdi niður þvílíku magni af snjó að elstu skátum á Eyrarbakka brá þannig að það var eins gott að þú lagðir ekki af stað austur!!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og snjóar enn....

Þú veist að fönn rímar við Hrönn?

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það stefnir í sólríkt og lyngt sumar, sem mun ekki bara standa í 2 mánuði heldur fjóra og hálfan: maí, júní, júlí, ágúst og fram í september. Svo hljóðar kindagarnaspádómur frá í haust. Veturinn á undan þessu rjómafroðusumri er eðli málsins samkvæmt, snjóþungur og doltið harður. Erum við ekki bara sáttar og góðar? Hrín við Hrönn og verður fönn,  fönn - fönn - fönn og hratt flýgur tönn.   

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Um að gera að hrófla sér sem minnst í svona færð, þetta gengur yfir

Marta B Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband