Færsluflokkur: Bloggar

Líf eftir Þorrablót....

Jæja þá hefst hið margumtalaða "líf eftir þorrablót....."..W00t . en þorrablótið margumtalaða var um helgina..... Það var bara regluglega vel heppnað og við sem í skemmtinefndinni voru ....slógum eftirminnilega í gegn...Wizard Þetta er í fyrsta skiptið sem ég tek þátt í undirbúningi á ekta "sveitaþorrablóti" þar sem flestir sveitungarnir mæta í sínu fínasta pússi með búsið í poka og horfa með "áfergju" á heimatilbúin skemmtiatriði, skemmtinefndin hefur lagt sig í líma við að fiska upp eftirminnilega atburði úr daglegu lífi sveitunga sinna og snýr því um miskunarlaust grín..Wink ...Allveg hreint ótrúlegt ímyndunaraflið sem fólk hefur og húmorinn er ekki af skornum skammti... því get ég lofað ykkur...... Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel..Grin .  en mikið lifandi skelfingar ósköp var ég stressuð rétt áður en við stigum á svið og létum ljós okkar skína.....  það flaug nokkrum sinnum í gegnum huga mér.......hversu auðvelt það er í raun og  veru að fá mig til að taka þátt í allskonar vitleysu...... komandi inn á svið í mínu fínasta pússi á leikfangabíl og heimta afgreiðslu.....eða koma fram á sviði.... í hlutverki hljómborðsleikarans í "Hei, hei hei, hó, hó, hó " slagaranum og allveg gjörsamlega missa sig í svona "Wanna be".... stjörnu...... En upp úr stendur að ég skemmti mér allveg stórkostlega og væri allveg til í að endurtaka leikinn við fyrsta tækifæri....... Haldiði að þetta gæti verið merki um athyglissýki...Whistling ... eða kanski skort á dómgreind.....Pinch

Það er allt á floti allsstaðar......

 

allt á floti

Hér, eins og sjálfsagt víða annarssaðar hefur veðrið gengið niður, en þetta var engin smá hvellur í gærkveldi, þrumur og eldingar, vindhraði upp á 30 m á sekundu og lemjandi rigning ofan á allt saman....Pinch.. Vorum á þorrablótsæfingu fram eftir kvöldi og skemmtum okkur mjög vel við söng og almennan fíflagang eins og vani er upp til sveita..Wizard..skillst mér......W00t......Þegar heim kom settumst við í rólegheitum og horfðum á Taggart....eða þannig..... ætlunin var sum sé að horfa á snillingin....... en engin veit sína ævi.......... hér fór allt á flot þannig að Taggart fór fyrir lítið og hér æddum við um allt með fötur og fægiskóflu og jusum vatni eins og okkur væri borgað fyrir það........

svei mér ef bæjarnafnið breytist ekki hér eftir úr Einholt ...í .....Flotholt.........það vill til að hér eru ekki rándýr parket á gólfum þannig að þetta sleppur fyrir horn....Cool...... en það er allveg sérlega huggulegt að enda daginn með að þurrka upp vatnselg ...innandyra..... og hefja svo næsta dag á því sama.....Sideways....

Já.....sveitasælan tekur á sig margvíslegar myndir.....Undecided


ófærð, ófærð og aftur ófærð......

Nú fer þetta að hætta að vera fyndið...... ég er veðurteppt í bænum...W00t W00t...... var komin upp að Rauðavatni en þar stóð lögreglan með blikkandi ljós og alles og varnaði því að fólk héldi út í óvissuna..... það var allveg sama hvað við bárum okkur aumlega..." Við verðum að komast austur að gefa hrossunum "..Frown. eða .." það er þorrablótsæfing í kvöld....og við verðum að vera þar..."..Errm. allt kom fyrir ekki...... Hellisheiðin er lokuð og Þrengslin eru lokuð ...og verða lokuð allavega næstu klukkustundirnar......þannig að það er lítið annað hægt að gera en að hreiðra um sig í Kópavoginum, kveikja á kertum og horfast í augu.....Halo....... en mér er spurn....hvenær ætla þessi ósköp að taka enda..... ég er ekki allveg að fíla þessa veðráttu....ekki svona lengi, ekki svona mikið.....

nei mætti ég þá frekar biðja um vor eins og Guðrún bloggvinkona mín er að lýsa í sínum pistli Crying........ en það hlýtur að koma hér á landi eins og annars staðar í heiminum.....kannski svona í júlíbyrjun....


Ófærð...... eða......

Er mætt í vinnuna..... og hér standa allir og glápa á mig eins og naut á nývirki...... það bjuggust nefninlega allir við að ég yrði veðurteppt í sveitasælunni Cool...en það var nú öðru nær..... það var vissulega aðeins þungfært niður á þjóðveg en Skodinn er flottur og kemst það sem hann ætlar sér..... á Bylgjunni héldu þau því blákalt fram að Hellisheiðin væri ófær og einnig Þrengslin.... það er soldið undarleg tilfinning að sitja í bíl á leið yfir Heiðina ásamt tugum annarra bíla í allveg þokkalegri færð og heyra það svo á öldum ljósvakans að leiðin sem maður er að keyra sé ófær !!! W00t....

Reyndar heyrði ég það svo núna á Rás 2 á búið sé að loka heiðinni enda aðeins farið að hvessa.... þannig að maður ætti kannski að vera auðmjúkur og rólegur fram eftir degi .... ég á nú eftir að komast austur aftur...FootinMouth

Ég á að vera mætt upp á Skaga um hádegi á fund...en ég held að ég slái honum á frest..... láta skynsemina ráða...Kissing


vetur,vetur, vetur.....

Lagði í´ann suður yfir heiðar laust eftir hádegi í dag..... var komin rétt sunnan við Þingborg þegar bíllinn fór að láta ófriðlega..Devil.. ég er ekki allveg að digga þennan vetur..... ef það eru ekki vetrarharðindi sem standa í vegi fyrir því að ég sinni erindum mínum í höfuðborginni .... nú þá er það bíllinn sem er með stæla..... sem sagt það kviknuðu þarna einhver ljós í mælaborðinu og ég hringdi í bóndann til að ráðfæra mig við hann....... "Hmmm Já "... sagði hann spekingslega..... " Þú verður eiginlega að snúa við...... það þarf að herða upp viftureimina...."..... GetLost.... akkurat.!!!!!.... bíllinn og bóndinn eru semsagt í einhverju platónisku sambandi og geta sagt til um líðan hvers annars í fleirri kílómetra fjarlægð frá hvor öðrum........ Shocking.... ég náttúrulega snéri við.... ég meina maður ber nú virðingu fyrir svona sambandi....  þegar ég kom heim að bæ....v ar bíllinn úrskurðaður óökuhæfur..takk fyrir......

Nú voru góð ráð dýr...Crying... ég varð að komast í bæinn með einum eða öðrum hætti...... ef ekki í dag þá alla vega á morgun....... dóttir mín..... þessi sem ætlar að gefa mér ömmubarn í vor...InLove... stendur í flutningum í dag... og þar átti ég að gegna veigumiklu hlutverki...... þannig að ... eins og áður sagði....  ég verð að komast í bæinn....... ég,ásamt dóttur minni lögðumst í þankagang ....... og komumst að niðurstöðu...... sem er sú ....að nú eru feðgarnir....... minn fyrrverandi og einkasonurinn á leið austur fyrir fjall í björgunarleiðangri....... GrinGrinGrin

Allt er gott sem endar vel....... og nú er ég búin að gera rjómabollurnar klárar, hella upp á kaffið  og nú er beðið eftir feðgunum....... Joyful


Hani, krummi, hundur, svín...

...eða því sem næst......Wink..... ég er vissulega kaupstaðarbarn..Smile., ólst upp í bænum, sá oftast nýjustu myndirnar í bíó, tók reglulega púlsinn í tískuverslunum borgarinnar, djammaði í miðbænum, dansaði á Thorvaldsen, sötraði Latte á kaffi París..Cool.. og svona mætti lengi telja...... Ef einhver hefði sagt við mig, fyrir ca 3 árum síðan,að ég ætti eftir að flytja í sveit og una mér þar innan um hesta, hænur, hunda og ketti, hefði ég talið þann sama eitthvað "kú, kú ".Shocking... en staðreyndin í dag er einmitt sú að brátt flyt ég lögheimili mitt hingað í sveitina og hef mitt líf sem ekta sveitamadamma Tounge..... kyrrðin og þögnin hér eiga allveg ótrúlega vel við mig.... ég segi "ótrúlega" því að ég er kanski ekki allveg sú allra rólegasta í bænum..... eða þannig...Blush....

.... en það er eitt sem ég er allveg ákveðin í að gera núna allveg næstu daga..... en til þess þarf ég smá aðstoð...Joyful... mig langar allveg óstjórnlega í kettling...... ég á vissulega kött...... virðulegan, steingráan fresskött sem er yndislegri en allt sem yndislegt er..... hann er allveg örugglega hátt í 8 kíló og mikill og skemmtilegur karakter..... hann heitir Bono.... hann var ekkert sérlega hrifin þegar ég byrtist heima í sveitinni með lítinn hvolp sl sumar..... en í dag eru þau tvö, Hekla og Bono, gjörsamlega óaðskiljanlegir vinir.........Reyndar kom ég með tvo ketti í sveitina á sínum tíma, en Kjarkur hvarf að heiman í haust....Crying...okkur hinum fjölskyldumeðlimunum til mikillar mæðu...

 

 Ef þið vitið um einhvern sætan kettling, helst læðu.....látið mig endilega vita......Tounge


Er búin að....

......... standa í ströngu þessa vikuna..... seldi bæði og keypti fasteign  Smile...... allveg merkilegt hvernig örlögin geta gripið í taumana og hvernig skemmtilegar tilviljanir koma og fara í lífinu. Ég er búin að vera með íbúðina mína á sölu síðan um miðjan nóvember og lítið sem ekkert að gerast á þeim markaði lengi vel....... en á föstudaginn í síðustu viku..... daginn sem ég sat veðurteppt á Selfossi Pinch... fékk ég símtal frá fasteignasölunni og mér tilkynnt að mjög spennandi tilboð hafi borist í eignina....W00t... þannig að ég hreinlega VARÐ að komast til byggða..... tilboðið reyndist síðan allveg þess virði að hafa hætt lífi og limum til að skoða það nánar...W00t.....ég var svo í vikunni sem nú er að líða undir lok, búin að vera að kíkja í kringum mig eftir heppilegri íbúð til festa kaup á...... datt niður á eina sem ég varð hreinlega ástfangin af....InLove.... hafði samband við fasteignasöluna á miðvikudeginum og lýsti yfir áhuga á að gera tilboð næsta dag........ bað salann um að gera uppkast af tilboði fyrir mig og ég myndi svo droppa við næsta dag og skrifa undir það....( voða bisí konan hafði ekki tíma til að bíða Whistling )... nema hvað...... fimmtudagur rann upp...... og ég veðurteppt í Ásahreppi....Pinch.. reyndar var allveg yndislega fallegt veður.... en vegurinn niður að þjóðveg allveg gjörsamlega ófær....... öllu nema fuglinum fljúgandi ....  Crying....... ef ég ætlaði ekki að missa af þessari frábæru íbúð.... þá varð ég einhvernveginn að komast til  Reykjavíkur til að skrifa undir tilboðið.......  eins og svo oft áður kemur tæknin til hjálpar þegar maður þarf mest á henni að halda...... og nú var það Faxið sem lék aðalhlutverkið í þessari sögulegu björgun.... og til að gera langa sögu stutta ... þá seldi ég íbúð í 201 og keypti íbúð í 101...... je beibí....Tounge

Nú sit ég í fimbulkulda í sveitinni minni, frostið er í kringum 15 gráður....allveg ótrúlegt...... það brakar svona skemmtilega í snjónum þegar maður gengur .... svona hálfgert ískur..... veit ekki á hvað þetta hljóð minnir mig....... en eitthvað notalegt alla vegana....... og þannig hef ég hugsað mér að hafa helgina...... notalega og kósý........InLove.... eta gott og drekka gott..... vinna með þorrablótsnefndinni og einfaldlega njóta þess að vera til.......


Einn góður á mánudegi:))

Einu sinni var gömul kona að ganga niður götu með tvo troðfulla ruslapoka Lögreglumaður stóð þarna rétt hjá og tók eftir því að það var gat á öðrum pokanum og 5000 kr. seðlar flugu úr pokanum endrum og eins.

Eitthvað fannst honum þetta dularfullt og gekk því upp að konunni; "Góðan daginn væna mín", sagði hann, "hefur þú tekið eftir því að það fjúka 5000 kr seðlar úr pokanum þínum" ?

Konan stoppar og lítur bakvið sig og sér seðlana á víð og dreif um götuna.

" Æ takk fyrir væni minn" stundi sú gamla "Ég ætti að drífa mig í að taka þá upp".

Þegar hún ætlar að beygja sig niður og taka upp seðlana,stöðvar lögregluþjónninn hana.

"Engan asa væna mín, hvernig stendur á því að þú ert með fullan poka af 5000 köllum.... varstu að ræna banka" ?

Gamla konan brosti... " Nei nei það gerði ég nú ekki..... en það vill þannig til að bak við garðinn minn er fótboltavöllur og alltaf þegar mikilvæg mót eru í gangi þá koma oft ungir menn og míga í blómabeðin mín, svo ég tók upp á því að standa þarna hjá með garðklippurnar og segja "5000 kall eða ég klippi hann af "...

"Jahá.... þetta er athyglisverð hugmynd ", sagði lögregluþjónninn hugsi... " En hvað ertu með í hinum pokanum " ???

...." það eru ekki allir sem borga"....... svaraði sú gamla og kímdi.....   

 


Samkynhneigður hani til sölu !!!

Þegar við Bóndinn fórum til Danmörku á dögunum fengum við gefins stórmerkilegan og skemmtilegan grip.... danska útungunarvél....Smile.... enda hafði það staðið til í nokkurn tíma að fjárfesta í slíkum grip ... svona aðallega til gamans... til að kanna hvort ekki gengi að fjölga aðeins í hænsnakofanum með hjálp tækninnar..... því ekki eru þær viljugar að liggja á blessaðar hænurnar.......W00t....

Milli jóla og nýárs var svo tekin ákvörðun um að vígja þennan forláta grip og var eggjunum raðað í vélina og rakinn stilltur..... allt samkvæmt leiðbeiningum........ nú tók við tími þar sem tæknin var látin klára það sem náttúran hafði byrjað á..Joyful.. við biðum þolinmóð eftir því sem verða vildi.....fylgdumst náið með rakastiginu og að allt væri eins og það átti að vera......loks kom að því að við máttum fara að "kíkja" eggin....Sideways... spenningurinn og eftirvæntingin var stór þegar við settumst fyrir framan útungunarvélina og tókum hvert eggið á fætur öðru og "kíktum" af mikilli nákvæmni........ en Adam var sko ekki einn í Paradís...... eða kanski var hann það..... í hænsnakofanum alla vegana..... því að í ljós kom nefninlega að það var ekki líf í einu einasta eggi...... því vil ég meina að Haninn sé ekki allur þar sem hann er séður........ ég held að hann sé allveg flaming gay !!!!!Pinch W00t..... ekki nema von að hænu greyin séu tregar við að liggja á......FootinMouth.... þannig að núna stöndum við frammi fyrir því að skipta út Hanageyinu LoL... og fá sér nýjan sem er spenntur fyrir hænum...... og hana nú !!! Tounge

Haninn eini sanni Stoltar Íslenskar hænur


Veðurteppt á Selfossi !!!!

Vaknaði fyrir allar aldir eins og venjulega til að komast í vinnu í tæka tíð....Wink.. hafði ekki gert mér fylligega grein fyrir því hvernig veðrið var og hafði eiginlega hlakkað til að koma mér vel fyrir í farþegasætinu í bílnum og halda áfram að sofa.....Sleeping..... en mér kom ekki blundur á brá... það var þvílík þæfingsfærð að það veitti ekkert af að minnsta kosti tveimur bílstjórum.... en ég er með afbrigðum meðvirkur bílstjóri þegar samsettningin; Bóndinn + hálka + blindbilur... eiga í hlut Pinch Police Frown W00t..... það er styðst frá því að segja að þegar upp á miðja heiði var komið tókum við þá skynsamlegu ákvörðun að snúa við.... þar sem ekki var þverfótað þarna uppi fyrir bílum sem sátu pikkfastir og komust hvorki lönd né strönd Frown..... þegar við vorum komin niður í miðja Kamba þá sjáum við snjóruðningsæki sem kom æðandi upp á móti okkur og vorum við snögg að taka ákvörðun um að snúa bílnum við og elta tryllitækið........ en en..... ekki verður kálið sopið þó í ausuna sé komið...Cool.. áttuðum okkur snögglega á því að við höfðum í hamaganginum, spenningnum og dramatíkinni gleymt að stoppa í Hveragerði og kaupa bensín á bílinn og sáum því þann kostinn vænstan að snúa við og dæla nokkrum lítrum á kaggann....... nú... þega við í þriðja sinnið ætluðum að rjúka yfir heiðina var búið að loka henni fyrir allri umferð........ SidewaysPinch Errm.....Eftir að hafa setið drykklanga stund og drukkið góðan kaffisopa hjá bróður Bóndans var stefnan tekin heim á leið..... enda ekki útlit fyrir að heiðin yrði opnuð fyri bílaumferð í bráð........ á Selfossi gerðum við okkur grein fyrir því að ekkert vit væri í að fara lengra í austurátt þar sem ekkert var byrjað að ryðja og allt meira og minna kolófært.......... við dóluðum okkur á Selfossi í dágóðan tíma..... renndum hýru auga á hús Hrannar bloggvinkonu minnar........ en hún var að sjálfsögðu ekki heima kerlingin sú arna..... sjálfsagt upptekin í vinnunni í giftingarpilsinu fína með varalitinn sinn fræga á kafi í skemmtilegum tölum.....CryingW00t..........

Við komumst fyrir rest, laust eftir hádegi til byggða á ný.......en þá í gegnum þrengslin....... á leiðinni sáum við allnokkra niðursnjóaða bíla í vegkantinum...... bílar sem höfðu verið skildir eftir vegna ófærðar fyrr um morguninn........ Nú sit ég heima í Kópavoginum.......nýkomin heim úr vinnunni búin að afgreiða fleirri hundruð blómavendi í tilefni bóndadags ..... sé rúmið mitt í hyllingum.......svo ég tali nú ekki um bókina sem ég er að lesa akkurat núna........ heheheh nokkuð góð.....bók um úkrainska traktora..... LoL.....

Setti inn nokkrar stemningsmyndir frá deginum í dag.......

Góða nótt......

Ölfusá jan 2008 vetur 2008 

vetur 2008


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband