í lok dags....

Jæja þá er dagurinn að kveldi komin og rúmlega það Cool...... ég er búin að vera eins og þeytispjald á milli staða síðan seint í gærkvöldi þannig að nú þrái ég að leggjast í hlýtt og gott rúmið Sleeping.....

Ég var heima í kópavogi í gærkvöldi og hamaðist ásamt einkasyninum við að koma íbúðinni í söluvænlegt ástand þar sem von var á fasteignasala og ljósmyndara í morgun FootinMouth.... um kl 11 hringdi bóndinn og sagði farir sínar ekki sléttar þar sem hann sat fastur í vélavana bíl út í kanti í kolsvarta myrkri einhversstaðar í "óbyggðum".... ja eða þvi sem næst.......það var því lítið annað að gera enn að skella sér í gallann og rjúka af stað....... ekki gat ég látið bóndann sitja þarna til morguns með vesalings tíkina í skottinu.......Undecided.... keyrði austur á mettíma..... í takt við frábæra tóna af nýjasta disk Eivarar Pálsd...... allgjör snilld   InLove

Ég var svo mætt í vinnu í morgun eins og lög gera ráð fyrir.... byrjaði á því að prenta út fyrirlesturinn, lesa yfir hann og fá panikkast....Crying.. o m g........  en sem betur fór gafst nú ekki langur tími í svoleiðis vitleysu því að á Kleppi er engin tími fyrir köst af einu eða neinu tagi......Cool... það var bara að bretta upp ermarnar og hella sér út í verkefni dagsins...... sem sagt að fresta panikkastinu um fáeinar klst.....W00t...... Fyrirlesturinn var svo haldin um kl 14.30 og gekk allveg glimrandi........allveg merkilegt hvað maður getur eytt mikilli orku í að gera úlfalda úr mýflugu..... en það hefur svo sem sannað sig..... allavega í mínu tilfelli..... að því stressaðri sem ég er fyrir svona "uppákomur" því betur gengur mér........ ef ég er allveg pollróleg rétt áður en ég stíg í pontu þá er voðin vís...... og ég fer að stama, missa þráðinn og gera allskonar vitleysu.......sem sagt .... sæmilegur skammtur af stressi...... og málinu er reddað.....Pinch Undecided Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sérstaklega ekki með tíkina.......

Vissi að þú mundir hrista fyrirlesturinn fram úr erminni. Kjarnakona - mín kona

Knúsaðu Bóndann og tíkina

Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband