Úr hugarheimi karla ?

 Konur yfir fertugt

Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og her eru nokkrar ástæður hversvegna:  

 Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?" Hún kærir sig kollótta um hvað þú ert að hugsa. Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því. Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn  

Konur yfir 40 eru virðulegar. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað. Auðvitað gera þær það ef þú átt það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það. Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.  

Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim. Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum, er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar. Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur. Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær. Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum. Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar.    

Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt" hér eru nýjar upplýsingar;   Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum Hversvegna?  

 Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pulsu!  

Andy Rooney


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Snilld........

Svo mæli ég með því að þú mætir með prjónana þína og við gúffum í okkur gúllassúpu. (Með prjónunum.................)

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er sniðugt fanney en er samt ekki úr hugarheimi karla sko. þetta er nebblega úr hugarheimi kvenna.

en bömmer að vera ekki löngu búinn að ná sér í tjellingu. nú er bara hlegið að manni.........................

arnar valgeirsson, 3.10.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Stundum ratast Andy Rooney rétt á munn... þetta er kórrétt hjá honum, svei mér þá.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.10.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð þessi

Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband