Færsluflokkur: Bloggar
23.10.2008 | 22:00
Pirr.......
Ég er við það að missa geðheilsuna..... og er eiginlega standandi hissa á því að ég skuli ekki nú þegar vera búin að missa það...... Málið er að ég er að gera tilraun til að prenta út glærur og annað námsefni fyrir fyrirlestrana í skólanum um helgina...... en eins og það gangi bara svona eins og að drekka vatn...... ó nei..... helv.... tölvan drepur alltaf á sér.....gamall gallagripur sem má muna sinn fífil fegri..... svo ætlaði mín að taka þessu með æðruleysi og tengja bara prentara Bóndans við nýju fínu fartölvuna mína...... en ónei.... hægan góða..... lífið er ekki svona einfalt...... þessi fornaldargripur Bóndans passar náttúrulega ekki við fínu græjuna mína....... og nú arga ég af öllum lífs og sálar kröftum.... og vitiði það heyrir ekki nokkur lifandi maður í mér.... því ég er jú stödd....einsömul...... í sólskynshreppnum margumtalaða.......ég held að nú sé pirringurinn kominn á það stig að ég opni eins og einn kassa af rauðvíni...... jafnvel tvo....... Hvað í andsk.... get ég gert annað...... og það sem meira er.... að ef Hrafnhildur vinkona mín væri hér þá væri ég stórskuldug henni..... því við....eða eiginlega ég .... er í "hættu að blóta" átaki...og fyrir hvert blót.... legg ég fimmtíukall í bauk....... o shit..... hvað þetta kemur til með að kosta.... og nú er kreppa ofaná allt saman.......
AAARRRRGGGG..... ég ætla að halda áfram að reyna við helv.... tölvuna......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.10.2008 | 23:26
Represetante el Simone
Einhvernvegin svona hljómar titill minn (Fanney formaður Símonar), á spænskri tungu, í þeim mikilfenglega gönguklúbbi Mountain Mama ...en þar gegni ég formennsku og ég tek því hlutverki mjööög alvarlega....
Í gærkvöldi héldum við í Mountan Mama okkar árlegu árshátíð í fyrsta skiptið..... Thema kvöldsins var einhverra hluta vegna; Spánn.... sem var einkar vel til fundið..... á boðstólnum var gómsætur matur með spænsku ívafi og unaðslegt rauðvín sem á uppruna sinn að rekja til Spánar.....Þetta var mikið fjör og mikið gaman......enda eru meðlimir Mountain Mama alveg einstaklega skemmtilegt fólk...
Annars hefur helgin verið góð, róleg og þægileg.... Bóndinn vann baki brotnu ásamt félögum sínum í því að koma upp hestagerðinu okkar þannig að nú er þetta allt að verða voða fínt.... nánast eins og á alvöru búgarði..... eða þannig.....
Jónína kom ásamt mömmu sinni í heimsókn til að skoða nýjustu fjölskyldumeðlimina.... þær Fanný og Penný.... og það var ást við fyrstu sýn.... ég má þakka fyrir að daman skyldi ekki taka þær systur með sér þegar hún fór.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2008 | 21:31
...og enn fjö.......
Ójá ójá... það bættist heldur betur við í Einholti í dag ..... Hingað fluttu tvær gullfallegar læður ....Þær heita Fanný og Penný og eru algjört æði.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.10.2008 | 00:12
"Andlegt ríkidæmi..."
Ég skrapp í höfuðborgina í dag en þar höfðum við mæðgurnar, ég, Oddný og litla Matthildur mælt okkur mót... ferðinni var síðan heitið til Hafnarfjarðar en þar ætluðum við að hitta aðrar stoltar mæðgur...þær Birnu, Þórdísi og litlu Stefaníu . Við áttum saman yndislega stund.... tvær stoltar ungar mæður með dætur sínar og tvær rígmontnar ömmur alveg hreint að rifna úr monti yfir þessu mikla ríkidæmi..... gullfallegar, heilbrigðar dætur með litlu dúllurnar sínar..... Hvað getur maður beðið um meira........
... nema ef vera skyldi ... góður vinkvennahópur..... en kvöldinu eyddi ég síðan með "Glöðum kvinnum"..... bestu vinkonum sem hægt er að hugsa sér...... ... góður dagur umvafin góðum vinum .... sem kostaði ekki krónu......eða þannig....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.10.2008 | 22:42
....og lífið heldur áfram....
Ég hef verið eitthvað hálf andlaus undanfarið og þar af leiðandi frekar löt við að blogga....
Ég hef náttúrulega fylgst með þróun mála í efnahagsmálum þjóðarinnar eins og aðrir landsmenn.... fengið bæði örari hjartslátt og kvíðahnút í magann yfir ástandinu... en ég er ein af þeim sem tel að maður hafi ekki gott af því að sitja yfir hverjum fréttatímanum af fætur öðrum til að fá nýjustu og ferkustu fréttir af hamförunum..... Ég held að maður verði að taka þessu ástandi með ákveðnu jafnaðargeði og æðruleysi..... þakka fyrir það sem maður á og fyrir þá sem maður hefur í kringum sig.... fjölskyldu og vini...... Ég get í sjálfu sér ekki gert svo ýkja mikið akkúrat núna annað en að halda áfram að lifa lífinu.....stunda mína vinnu og vera góð við þá sem mér standa næst...og hina líka ...... að sjálfsögðu......ég gæti sjálfsagt farið betur með þær krónur sem ég þó á .... og þó... kona verður nú að kaupa sér eins og eitt skópar......aðstoða við að koma jafnvægi á gjaldeyrisstöðuna....Er það ekki svoleiðis sem maður jafnar hana smám saman.... með skókaupum, töskukaupum eða með nýjum varalit.......
Elskið hvort annað.... það er svo miklu auðveldara....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2008 | 19:57
Spáum aðeins í hagfræði...
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf í Nortel fyrir einu ári síðan værir verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur .
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur .
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir .
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því...
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2008 | 21:39
Jæja,jæja,jæja...
..ætli það sé ekki rétt að henda hér inn nokkrum línum..... Ég hef verið eitthvað svo andlaus undanfarið... mér líður nánast eins og ég eigi í einhverjum breytingum.......eða þannig.... Vinnan er alveg að gera sig.... eða.... já... það má alveg segja það..... þetta kemur svona smám saman... soltið erfitt að vera svona margra manna maki.... en maður er svo sem vanur ýmsu og kallar ekki allt ömmu sína..........
Hér í Einholti hafa átt sér stað miklar breytingar.... munið þegar hér fjölgaði eins og hjá meðal virkum kanínum..... akkúrat... þessa dagana er eins og íslenska krónan ráði ríkjum.... hér fækkar óðum..... Stjúpdóttirin flutti í eigið húsnæði með börn og buru, önnur kanínan gerði sér lítið fyrir gaf upp öndina hér um daginn án þess að tala við kóng né prest....Bóndinn er að vinna út á landi... þannig að þá er nú orðið fátt um "fína drætti ".... eins og þar stendur......Hér sit ég í kotinu.... með Heklu mína, hænurnar og kettina... nýt lífsins og þagnarinnar...... horfi út í myrkrið og ímynda mér hitt og þetta.....þó aðallega þetta....Reyni þó að gefa ekki ímyndunaraflinu of lausan tauminn því þá er fjandinn laus..........
Ég get þó allavega glaðst yfir því að litla ömmulúsin mín kom til landsins í gær eftir sex vikna frí í sólinni..... og sú hefur nú aldeilis stækkað..... farin að rúlla sér fram og tilbaka um öll gólf......svo kröftug kellingin...alveg eins og amma sín..... enda ekki langt að sækja það....
Ég nyti nú hverja mínútu sem gefst... og þær virðast vera ansi margar..... langt síðan ég hef haft svona mikinn tíma......en ég nota hann sem sagt til að lesa skólabækur, prjóna, góna út í loftið...og hanga í tölvunni...því nú er mín orðin ansi hreint edjúkeitit....komin á Facebook.... og á helling af vinum.... bara nokkuð gaman að hanga þar þegar maður á dauðan tíma og spjalla við löngu tínda vini um allar jarðir.... þið ættuð bara að prófa.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.9.2008 | 21:17
Notaleg helgi í faðmi góðra vina.....
Hef verið frekar löt við að blogga að undanförnu....... eða kannski ég hafi bara verið upptekin..... er jú á fullu við að tékka mig inn í nýja vinnu og það er nú meira en að segja það..... sérstaklega þar starfið krefst þess að maður sé margra manna maki...... en maður kippir sér nú ekkert upp við það enda engin smámaki sem hér um ræðir.,..............
Er nýkomin inn úr dyrunum eftir frábæra sumarbústaðahelgi með "Glöðum kvinnum"...... eyddum helginni saman í Tungunum, tókum því rólega, borðuðum gott, drukkum gott, ræddum um menn og málefni og krufðum þjóðmálin niður í kjölinn....eða þannig.... Það er alveg einstaklega notalegt að eiga góðar vinkonur og geta verið áhyggjulaus, frjálsleg og afslöppuð í faðmi þeirra heila helgi...... takk fyrir það stelpur mínar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.9.2008 | 16:03
...í dauða tímanum......
Nú er helgin að líða undir lok og ný vinnuvika bíður handan við hornið..... Ég er enn eins og áttavillt rolla á nýja vinnustaðnum mínum en það er ný og holl reynsla sem gott er að setja í reynslubankann....
Minnisþjálfunarnámskeiðið er aldeilis að skila sínu.... öll þessi nöfn og öll þessi andlit sem setja þarf saman.... villulaust og með bros á vör..... ég er ekki viss um að það hefði tekist stórslysalaust nema af því að ég skellti mér á þetta forvitnilega námskeið......Nú á ég fullt af nýjum vinum í stað þess að eiga sára og svekkta vinnufélaga með skert sjálfsmat ....af því að ég kalla þá röngum nöfnum í tíma og ótíma...... já veröldin er dásamleg.....
Um helgina byrjaði ég í skólanum..... ó já.... ég skellti mér í eins árs nám... svona til að fylla upp í dauða tímann.... Ég hóf eins árs nám í Hugrænni Atferlismeðferð ( HAM ) um helgina var sem sagt fyrsta lotan..... og hún lofaði góðu..... fullt af nýju fólki með ný nöfn og ný andlit til leggja á minnið.... ég verð orðin allgjör vitringur í lok árs.... Ég hlakka til að takast á við þetta nám, búin að kaupa fullt af áhugaverðum bókum, tengdum efninu og nú er bara að sökkva sér í lestur..... svona í dauða tímanum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.9.2008 | 20:14
Er þetta ekki einum of......
Ég hafði alltaf gert mér grein fyrir því að nýjum vinnustöðum fylgdu nýjar vinnureglur ...... en er þetta ekki einum of...... Ég fékk þessar reglur sendar í e-mail í dag til samþykkis og undirskriftar.....Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera..... ???
1.Starfsmannafatnaður;
Það er ætlast til að þú komir klædd/ur í vinnuna í samræmi við launatekjur þínar. Ef þú mætir klædd/ur í 40 þúsund króna Prada strigaskóm eða ert með 80 þúsund króna Cucci hafndtösku, gerum við ráð fyrir því að þú sért á nógu góðum launum og þurfir alls enga launahækkun. Ef þú kemur fátæklega klædd/ur biðjum við þig að fara betur með peningana þína, svo þú getir keypt þér betri og fallegri föt. Ef þú aftur á móti ert einhvers staðar þarna á milli ert þú sennilega á réttum stað og þarft enga launahækkun.
2.Veikindadagar;
Ekki er lengur tekið á móti læknisvottorðum. Ef þú getur farið til læknis og fengið hjá honum vottorð, geturðu alveg eins mætt í vinnu.
3. Aðgerð;
Uppskurðir og eða aðgerðir eru nú bannaðar, svo lengi sem þú ert starfsmaður hérna, þarftu á öllum þínum líffærum að halda og ættir þess vegna alls ekki að láta fjarlæga neitt. Þú varst ráðinn með öll líffæri og ef það breytist á einhvern hátt er það brot á ráðningasamningi.
4. Persónuleg leyfi fyrir utan orlof;
Hver launþegi fær 104 daga á ári til að sinna einkaerindum. Þeir dagar eru kallaðir laugardagar og sunnudagar.
5. Fjarvera vegna jarðarfara;
jarðaför er ekki afsökun fyrir því að mæta ekki í vinnu. Það er ekkert sem þú getur gert fyrir fyri látna vini, ættingja eða samstarfsfólk. Reyna ætti að ömmum mætti að láta aðra sjá um að mæta í jarðaför viðkomandi. Í sérstökum undantekningar tilvikum þar sem starfsmaður verðu að mæta, skal jarðaförin tímasett seinnipart dags. Okkur er sönn ánægja að leyfa viðkomandi starfsmanni að vinna natatímann sinn upp í þær stundir sem hann væntanlega yrði fjarverandi.
6. Fjarvera vegna eigin dauða;
Þetta er líklega eina fjarveran sem við tökum til greina. Samt sem áður er ætlast til þess að starfsmaður gefi okkur alla vega tveggja vikja fyrirvara svo hægt sé að aðlaga og þjálfa nýjan starfskraft í þitt starf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)