...í dauða tímanum......

Nú er helgin að líða undir lok og ný vinnuvika bíður handan við hornið..Wink... Ég er enn eins og áttavillt rolla á nýja vinnustaðnum mínum en það er ný og holl reynsla sem gott er að setja í reynslubankann..Joyful..

Minnisþjálfunarnámskeiðið er aldeilis að skila sínu.... öll þessi nöfn og öll þessi andlit sem setja þarf saman.... villulaust og með bros á vör..Crying... ég er ekki viss um að það hefði tekist stórslysalaust nema af því að ég skellti mér á þetta forvitnilega námskeið..Joyful....Nú á ég fullt af nýjum vinum  Wizard  í stað þess að eiga sára og svekkta vinnufélaga með skert sjálfsmat ....af því að ég kalla þá röngum nöfnum í tíma og ótíma...Blush... já veröldin er dásamleg....InLove.

Um helgina byrjaði ég í skólanum..... ó já.... ég skellti mér í eins árs nám... svona til að fylla upp í dauða tímann..Joyful.. Ég hóf eins árs nám í Hugrænni Atferlismeðferð ( HAM ) um helgina var sem sagt fyrsta lotan..... og hún lofaði góðu..... fullt af nýju fólki með ný nöfn og ný andlit til leggja á minnið.... ég verð orðin allgjör vitringur í lok árs..Shocking.. Ég hlakka til að takast á við þetta nám, búin að kaupa fullt af áhugaverðum bókum, tengdum efninu og nú er bara að sökkva sér í lestur..... svona í dauða tímanum.....Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Össs maður minn og vinir hans "áttavillt rolla" ekki bendir það til góðs.  Því þær eru stjórnlausar með æðiber í rassinum.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 21.9.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugræn atferlismeðferð.......... Ég held að ég ætti að skella mér í þetta nám líka! Næ kannski upp félagslegum þroska í leiðinni......

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 19:15

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Snilld....um að gera að finna sér eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt til að takast á við í vetur!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 21.9.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það svona hljómar eins og verði nóg að gera hjá þér í vetur ...! Góða skemmtun og gott gengi !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.9.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Tína

Frábært hjá þér vinkona að skella þér í svona nám!! Spurning hvort við hjónin þyrftum ekki að skella okkur á svona minnisnámskeið. Ég man ekki nokkurn skapaðan hlut lengur en nokkrar sekúndur (hvað þá nöfn á nýju fólki) og Gunnar getur ómögulega munað eftir að fara eftir innkaupalistanum þegar hann fer í búð

Knús á þig mín kæra.

Fer ekki að koma tími á innrás hjá henni Hrönn?

Tína, 23.9.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband