27.11.2008 | 12:15
Ein ég sit og.....
Ég er að læra að njóta þess að vera heima með fótinn í fatla og dunda mér við hitt og þetta.... Er að glugga í skólabækurnar.... það verður víst að gerast því ekki getur maður mætt á fyrirlestra í bænum ..keyri ekki langt með bilaðan kúplingafót..... ég prjóna eins og ég eigi lífið að leysa og það lítur út fyrir að fjölskyldumeðlimir fái eitthvað heimaprjónað í jólapakkanum í ár....
Litla ömmulúsin mín gerir sitt besta til að til að gleðja ömmu sína einfaldlega með því að vera til... svipbrigðin, brosin, hláturinn...og bara allt..... ´gerir sitt til að ofurselja mig þessu barni..... Hún er yndisleg litla ömmulúsin mín...
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 12:20
Sælar,
já, mikið ertu heppin að eiga svona sæta ömmu-lús
En hvað kom fyrir fótinn ??
kv. Agnes
Agnes Raymondsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:11
Meiri krúttan ....ekkert smá sæt.
JEG, 28.11.2008 kl. 11:01
Algjört krútt.
Marinó Már Marinósson, 28.11.2008 kl. 15:34
ooo hún er nú meiri krúttmolinn
Njóttu þess bara að vera í rólegheitum
Dísa Dóra, 29.11.2008 kl. 12:52
Góðan bata í fatlafætinum, elskið mitt.
Ömmulúsin er algert heimskrútt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.