Aðgengi fyrir alla....eða....

Þessa dagana er ég á reynslutíma..Cool... þ.e. ég hoppa um borg og bý á einari..Errm... með dyggri aðstoð tveggja hækja Joyful.....Fyrir utan það að fá nú virkilega góða og rauntengda kennslu í uppbyggingu og virkni stoðkerfisins þá upplifi ég mitt nánasta umhverfi á allt annan og nýjan hátt.....Ég hef ávallt borið virðingu fyrir fötluðu fólki, jafnt líkamlegu sem andlegu en sú virðing fer í hæstu hæðir eftir þessa reynslu...Heart..

Vissulega hef ég í starfi mínu sem iðjuþjálfi, horft á umhverfi okkar með augum fagmannsins, þ.e. með það í huga hvernig aðlaga megi umhverfið þannig að  fatlaðir gætu komist leiðar sinnar á sem auðveldasta hátt..og án þess að þurfa að nýta alla þess orku í það eitt að komast á milli staða...Woundering.. Í námi mínu í Lundi ferðaðist ég oft á tíðum um miðbæ Lundar í hjólastól í þeim tilgangi að fá innsýn í þennan veruleika..Undecided...vissulega var það lærdómsríkt en þar sem ég hef að mestu unnið með fólki sem á við andlega fötlun að stríða þá hafa þessir hjólastólarúntar mínir fallið í skuggann fyrir öðru..... og ekkert endilega ómerkilegri hlutum....langt í frá...... 

Þar sem ég þessa dagana þarf að styðjast við hækjur og er illa til þess fallin að vera mikið á ferðinni þá hafa þessar hugsanir skotið upp kollinum aftur.Cool... Hvernig er okkar nánasta umhverfi hannað og með hvaða fólk í huga....??.. Ég þurfti td að heimsækja fasteignasölu um daginn.... mjög flott og góð fasteignasala... sem er hönnuð með það í huga að fatlaðir eigi greiðan og góðan aðgang...Smile. breiðar dyr, engir þröskuldar, salernið hannað með það í huga að manneskja í hjólastól geti auðveldlega athafnað sig þar .... allt til fyrirmyndar..... eða hvað....Woundering.. til að komast inn á þessa annars ágætu fasteignasölu þarftu að klöngrast upp þrjár tröppur til að komast í lyftuna.....

Annað dæmi.... Verslun á Selfossi.... tvær tröppur til að komast inn.... en þar hefur eigandinn sett upp ramp til að auðvelda aðkomuna, væntanlega fyrir fólk með barnavagna, fólk með göngugrindur og eða fólk í hjólastól ( þó að rampurinn sé náttúrulega alltof brattur til þess arna.Pinch..en það er önnur saga).Cool.. þegar maður er búin að klöngrast upp þennan ágæta ramp.... og ætlar að opna dyrnar þá eru þær níðþungar og með pumpu ..... maður á því í mesta basli við að halda jafnvægi á löppinni sinni með hækjurnar í sitt hvorri hendinni og þarf nú að nota rassinn til að opna hurðina og skakklappast inn...... úff.... ég var alveg kófsveitt og lafmóð þegar ég loksins komst inn við illan leik og ætlaði varla að geta stunið upp erindinu..... og þessi verslun á Selfossi er langt í frá sú eina þar í bæ.... og er ég ekki þar með að segja að Selfoss sé einsdæmi í þessum málum... því fer víðs fjarri ég tek bara þetta dæmi þar sem ég fór í kaupstaðinn um daginn að sinna erindum mínum..... gerði ekki meira þann daginn....

Nú er ég á reynslutíma eins og ég sagði áðan..... ég eigi þann dag sem ég losna við hækjurnar og get gengið aftur eins og ekkert hafi í skorist...... en það eru ekki allir svo heppnir.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það er einmitt ótrúlegt hvað aðgengið er víða ekki gott því þessi eina eða tvær tröppur eru ansi víða.  Já og pumpurnar oft ansi þungar .....til að vindurinn opni ekki sko.

Farðu vel með þig. Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 21.11.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Áhugavert! Þetta spái ég lítið í.

Gott að reynslutíminn er í augsýn

Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er svona eins og fyrir ráðamenn landsins;  þeir þurfa stundum að kynnast landi og þjóð á sama level.   Komast á jörðina.  Einhverjir ráðamenn hafa jú prófað hjólastól í einn dag eðs svo að mig minnir. 

Mitt dæmi er bílleysi í tæpa tvo mánuði og ég er að verða tjúllaður.    

Vonandi gengur þér vel að skakklappast þarna á Suðurlandsundirlendinu.    

Marinó Már Marinósson, 21.11.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Dísa Dóra

Það þarf nú ekki einu sinni hjólastóla til hér á Selfossi til að erfitt sé að komast leiðar sinnar - svona allavega í eldri hluta bæjarins.  Það er til dæmis mjög erfitt að vera hjólandi um eldri hluta bæjarins nema að hjóla úti á miðri götu næstum því.  Gangstéttarnar eru illa farnar og á mörgum stöðum vantar slakka til að hægt sé að komast upp á þær - erfitt þegar maður er á hjóli og gjörsamlega illmögulegt með hjólastóla.  Segir sig sjálft að það er bókstaflega hættulegt að vera úti á götu í hjólastól sem þó þarf að gera til að komast leiðar sinnar þarna.

Dísa Dóra, 23.11.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Tína

Þetta er svo rétt hjá þér Fanney. Og eitt af því sem maður því miður hugsar of lítið um því okkur finnst svo eðlilegt að geta "gengið" inn hvar sem er. En mörg fyrirtæki eru sem betur fer að vakna smátt og smátt til vitundar um þetta þó langt sé í land enn um að boðlegt megi teljast.

Knús inn í daginn þinn annars dúllan mín. Farðu svo að kíkja í kaffi í búðinni...... verð þarna núna alltaf eftir kl 2

Tína, 25.11.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband