Hér í Einholti...

..... ríkir engin hástemmd gleði í augnablikinu..... ég er ekki að segja að við séum frá af sorg og söknuði..... en samt..... í gærkvöldi dó fimmti og síðasti kettlingurinn... þeir hafa verið að tína tölunni einn eftir annan en það var þrautseigja í þessum síðasta..... Fríða mín... hin unga kettlingamóðir.... gengur nú um íbúðina og virðist vera að leita að einhverju......en ég veit hreinlega ekki hverju..... á meðan hún hafði litlu kisubörnin hjá sér lá hún vissulega hjá þeim.... en hún hafði enga hugmynd um hvaða fyrirbæri þetta voru og því síður hvað hún ætti að gera.... hún var róleg....lá hjá þeim ... þreif sig í gríð og erg en leit ekki við kettlingunum...... Þegar einn kettlingur var eftir dröslaði hún honum á milli staða og lagðist með hann hingað og þangað um íbúðina.....Ekkert hafði hún að gefa honum... enda sýndi hún enga tilburði í þá áttina.....

Þetta er allt saman mjög skrítið...... og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að láta taka hana úr sambandi eða hvort hún eigi að fá séns á því að eignast kettlinga seinna meir.....Hvað finnst ykkur ???

Fríða litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað er hún gömul?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sko.... hún er ósköp falleg! Ég er alltaf svolítið veik fyrir þrílitum læðum.... og væri alveg til í eina slíka. Hinsvegar er þetta kannski fullmikið álag - bæði vinnulega séð og sálarlega....? Fyrir ykkur báðar.

Það er svo mikið til af kettlingum og hvolpum. 

Ég segi - láttu taka hana úr sambandi! 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

dízes - ég hefði sómt mér vel í ungliðahreyfingu hitlers!

"Þú ert ekki hæf til undaneldis! Í gasklefann með þig...."

Elska þig samt....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hún er náttúrulega ung.... ekki nema eins og hálfs árs....

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hún er líka rosa pen... kannski hefur það eitthvað að segja líka?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 10:20

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahahah... Hrönnslan mín..... þú hefðir ekki komist inn með svo mikið sem nefið hjá Hitler... þú ert allt of góð til þess..... maður finnur lyktina af góðmennsku þinni langar leiðir...... og hefuru tekið eftir nefi Hitlers..... I rest my case...

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2008 kl. 10:21

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Leitt að heyra þetta.    Enda ertu mikil kisumamma.   Ég held að það sé skynsamlegt að taka hana úr sambandi.

Marinó Már Marinósson, 18.11.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: JEG

JEG, 18.11.2008 kl. 10:56

9 identicon

Ég segi úr sambandi..þetta tekur of mikið á..

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fanney mín.  Leitt að heyra.    Mér finnst að þú eigir að gera það sem þú sjálf vilt í þessu máli.  Ef þig langar að prófa aftur að láta kisu eiga kettlinga, sé ég því ekkert til fyrirstöðu.  Kisa er ung og kannski dálítið óþroskuð ennþá og ekkert sem segir að hún verði jafn áhugalaus næst.  Svo er alveg möguleiki að hún hafi átt þá fyrir tímann núna og að þessvegna hafi mjólkin ekki verið komin neitt af stað ?

Knús.

Anna Einarsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:52

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk fyrir kæru vinir....

Anna... ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort kettlingarnir hafi komið aðeins fyrir tíman.. þeir voru óvenju smáir...... og auðvita er Fríða ung og óreynd.... og allt þetta skiptir jú máli..... ég er búin að panta tíma fyrir hana hjá dýralækni svona just in case..... því það er jú ekki ólíklegt að eitthvað komi í spenana hjá henni blessaðri og þá er best að vera við því búin.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:27

12 identicon

Sælar,

Leitt að heyra með kettlingana, kisur eru svo yndislegar.

kv. Agnes 

Agnes Raymondsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband