kisumamma í afneitun.......Hjálp !!

Ég brá mér í hlutverk ljósmóður í nótt...... Fríða, fallega læðan mín eignaðist fimm yndislega kettlinga..... Eitthvað var þetta ...og er að vefjast fyrir kattaskömminni.... því hún var gjörsamlega áhugalaus um það sem var að gerast og sinnti kettlingunum ekki neitt..... í dag lítur hún ekki á þá og vill ekkert með þá hafa..... ég er búin að reyna að setja þá á spena en allt kemur fyrir ekki.... hún bara vill þá ekki......Ég er búin að ráðfæra mig við eina "kattakonu" en sú hefur staðið í ræktun í mörg ár..... hún segir lítið hægt að gera..... aðeins tvennt í stöðunni ..... annaðhvort að gefa þeim sjálf á tveggja tíma fresti.... eða flýta för þeirra til himnaföðurins.......

Þetta er með því erfiðara sem ég hef lent í og ég skil ekki alveg af hverju svona lagað gerist...... en svona er þetta víst...... Það sem mér finnst líka svo merkilegt í þessu öllu saman er að það virðist ekki vera neitt í spenunum hennar heldur.... hún er ekki þrútin...eins og ekkert sé til staðar......Já vegir náttúrunnar eru.........

En hvað á ég að gera...... eru til einhver önnur ráð en þau sem ég nefndi að framan.....?????  Ég er hálfdesperat.... Hjálp !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef kisumömmu finnst gott að láta klappa sér, þá getur það skilað árangri að klappa henni nóg en lauma kettlingi á spena á meðan.  Ég þykist muna eftir tilviki þar sem þetta tók einhvern tíma en áhugi kisu kom þegar kettlingur hafði sogið í dálitla stund.

Gangi þér rosa vel með þetta. 

Anna Einarsdóttir, 16.11.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úff! Ég kann engin ráð - en Anna hljómar skynsamlega.

Gangi þér vel

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 12:52

3 identicon

Í alvöru Fanney mín...þeta kemur láttu hana bara vera í ró og huggulegheitum....og ekki sleppa henni út!!!! Manstu eftir Ínesi minni..hún var alltaf eitthvað að vesinast en þetta gekk allt á endanum...Kisu grei verður komin með mjólk efir smá stund.. 24 tíma eða þanig kv Villa kattta-ljósa

Vilborg (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála Önnu.   Halda mömmunni inni og öðrum dýrum frá þeim.  

Fann þennan link:

http://www.dustycatwriter.com/dustycatwriter/HandRaising.html

Svo gætir þú orðið þér út um þessa bók: The Guide to Handraising Kittens, gæti fengist í næstu dýrabúð.   

Annars rúllar þú þessu upp eins og þér er einni lagið. 

Marinó Már Marinósson, 16.11.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: JEG

Já dýrin eru furðuleg.  Og fá þunglyndi rétt eins og mannfólkið.  En ráð kann ég ekki þar sem ég er ekki með reynslu af köttum enda ekki kattakona.  Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 16.11.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og eitt enn........ gefðu henni rjóma. 

Anna Einarsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:27

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk fyrir þessar ábendingar kæru vinir..... ég vaki yfir þessari litlu fjölskyldu..... en nú þegar eru tveir kettlingar dánir en hinir virðast sprækir..... nú skelli ég rjóma í skál og gef hinni ungu móður.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:21

8 identicon

Ég veit að það á að nota kaffirjóma og þessir kettlingapelar virka ekki alltaf , það er best að fara í apótek að kaupa sprautu og sprauta kaffirjóma(ekki með nál ) uppí þá, og þú verður að muna að láta þá pissa annars stíflast þeir og deyja.. Þeir kunna ekki að drekka , Kveðja Anita

Anita (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:02

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband