15.10.2008 | 00:12
"Andlegt ríkidæmi..."
Ég skrapp í höfuðborgina í dag en þar höfðum við mæðgurnar, ég, Oddný og litla Matthildur mælt okkur mót... ferðinni var síðan heitið til Hafnarfjarðar en þar ætluðum við að hitta aðrar stoltar mæðgur...þær Birnu, Þórdísi og litlu Stefaníu . Við áttum saman yndislega stund.... tvær stoltar ungar mæður með dætur sínar og tvær rígmontnar ömmur alveg hreint að rifna úr monti yfir þessu mikla ríkidæmi..... gullfallegar, heilbrigðar dætur með litlu dúllurnar sínar..... Hvað getur maður beðið um meira........
... nema ef vera skyldi ... góður vinkvennahópur..... en kvöldinu eyddi ég síðan með "Glöðum kvinnum"..... bestu vinkonum sem hægt er að hugsa sér...... ... góður dagur umvafin góðum vinum .... sem kostaði ekki krónu......eða þannig....
Athugasemdir
Góður dagur - fallegt fólk!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 15:33
Ég er svo upptekin af þessum nýja fítus á moggabloggi að ég má varla vera að því að vinna......
....endar með kæru fyrir eitthvað kynferðislegt
Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 15:35
Bergljót Hreinsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:41
Æðislegt, svona á lífið að vera. Og svona þakklátur eins og þú á maður líka að vera. Þú ættir að halda lífskúnstarnámskeið fyrir landann. Mikið myndu margir græða á því í þeim eina skilningi sem ætti að leggja í orðið að græða....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:42
- Hrönn, hvaða nýja fídus????
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:43
Nú get ég faðmað menn í tíma og ótíma......... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 22:00
algjör snilld.... faðmandi menn og konur út í eitt....ánnars vinkaði ég þér svo hressilega í dag að ég hélt að handleggurinn myndi fjúka af.... en hjá þér var allveg dúnalogn í skallanum.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:16
Alltaf gaman og ómetanlegt að hitta góða vini. Hefði svo sannarlega verið gaman að hafa þig með á Krúsinni í fyrradag. Enda gleðipinni með meiru.
Knús á þig skemmtilega kona
Tína, 16.10.2008 kl. 06:16
Ég hefði svo sannarlega viljað vera með ykkur á Krúsinni þarna um daginn.... en við verðum bara að endurtaka hittinginn eigi skemur en mjög bráðlega...
Fanney Björg Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 08:08
Sæl elsku Fanney
Gaman var að heyra í þér í gær.
Ekki vissi ég að Birna væri orðin amma, en gaman,
Annars á ég von á að hitta hana á árshátíð Mannvits 1 nóv.
kv. Agnes
Agnes Raymondsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.