28.9.2008 | 21:17
Notaleg helgi í faðmi góðra vina.....
Hef verið frekar löt við að blogga að undanförnu....... eða kannski ég hafi bara verið upptekin..... er jú á fullu við að tékka mig inn í nýja vinnu og það er nú meira en að segja það..... sérstaklega þar starfið krefst þess að maður sé margra manna maki...... en maður kippir sér nú ekkert upp við það enda engin smámaki sem hér um ræðir.,..............
Er nýkomin inn úr dyrunum eftir frábæra sumarbústaðahelgi með "Glöðum kvinnum"...... eyddum helginni saman í Tungunum, tókum því rólega, borðuðum gott, drukkum gott, ræddum um menn og málefni og krufðum þjóðmálin niður í kjölinn....eða þannig.... Það er alveg einstaklega notalegt að eiga góðar vinkonur og geta verið áhyggjulaus, frjálsleg og afslöppuð í faðmi þeirra heila helgi...... takk fyrir það stelpur mínar.......
Athugasemdir
Góðar vinkonur eru - eins og góðar systur - ómetanlegar
.....eða var það eurocard.......? Rugla þessu alltaf saman
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 21:43
Svona vinkvennahelgi hefur komið í veg fyrir margan sálarháskann .... Eftir svona andlegt - líkamlegt - og félagslegt sjóbað, hlær maður að öllum háska, ekki satt?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:14
Frábært að heyra að þú hafir skemmt þér vel í góðra vina hópi og tek heilshugar undir með henni Hrönn. Eða þar til hún kemur að eurokortinu . Það var virkilega notalegt að fá örskots tækifæri á að knúsa þig um daginn krútta.
Farðu nú vel með þig og sjáumst vonandi fljótlega undir betri og afslappaðri kringumstæðum.
Tína, 29.9.2008 kl. 08:14
Sömuleiðis Fanney mín alveg frábær helgi..
Hrafnhildur.. (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:40
Brynja skordal, 2.10.2008 kl. 11:45
Innlitskvitt úr sveitinni þar sem lífið fer að róast í bili.
JEG, 2.10.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.