Færsluflokkur: Bloggar
23.4.2008 | 23:59
sumarfílingur.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2008 | 23:54
Afmælistónleikar í sveitinni
Um þessar mundir heldur Laugalandsskóli í Holtum upp á sitt fimmtugasta starfsár .... Í því tilefni voru í kvöld haldnir, veglegir og framúrskarandi tónleikar..... Fram komu nemendakór Laugalandsskóla og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð.....
Það er styðst frá því að segja að úr varð hin mesta skemmtun. Krakkarnir úr Laugalandsskóla voru stjórnanda sínum, Eyrúnu Jónasdóttur og skólanum sínum til mikils sóma. ...Hamrahlíðakórinn var að vanda mjög góður og var unun á að hlýða.... Ekki er laust við að yfir mann hellist stolt yfir þessu flottu og hæfileikaríku ungmennum sem kórinn skipa.....
Á efnisskrá Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð voru mörg þekkt kórlög, bæði innlend og erlend, hefðbundin og óhefðbundin.... gaman er að sjá hvernig kórinn brýtur upp dagskránna með óvæntum uppákomum tengdum söngnum..... Víkivaka Atla Heimis, sungu þau t.d. á fleygiferð um allan sal...... maður vissi ekki hvaðan á sér stóð veðrið...það voru syngjandi kórfélagar á iði um allan sal........mjög skemmtilegt.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 23:10
Helgarlok....
Nú er helgin að líða undir lok..... og ný vinnuvika handan við hornið.... Vorum með fínan "starfsmannafund" heima hjá Jóhönnu á föstudaginn, fín leið til að ljúka vinnuvikunni... gott kaffi og ljúffengi frönsk súkkulaðikaka...... Helgin fór síðan að mestu í að koma sér fyrir í sveitinni... ljúka við að taka upp úr kössunum og finna pláss fyrir allt það sem drattast með sér á milli staða.... Barnabörn Bóndans voru í heimsókn hjá okkur um helgina ásamt mömmu sinni og pössuðu upp á "dauða" tímann...... allveg yndislegir.....og mjööög fjörugir krakkar.......... veðrið á laugardeginum var jú allveg frábært.... sannkallað sumarveður og þá er nú hægt að finna sér sitthvað til dundurs í sveitinni..... eins og t.d. að hoppa í drullupollum þannig að maður verður eins lítill sótari í framan....
Nú fer að styttast í að litla barnabarnið mitt líti dagsins ljós...... en von er á henni í byrjun maí.......ég bíð í ofvæni...... en ég veit að ég er ekki sú eina....... hin væntanlega unga móðir... dóttir mín.... er farin að telja dagana.... enda orðin frekar þung á sér...... en hún er falleg svona blómleg.... |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.4.2008 | 19:41
litlir kassar......
Er búin að vera heima í tvo daga..... verið hálfslöpp þannig að hér hef ég tekið því rólega í sveitasælunni....... að vísu hef ég stolist til að taka upp úr einum og einum kassa....... enda hreiðurgerðin í algleymingi hérna megin við Þjórsána .... en það er svo merkilegt að um leið og maður er búin að taka upp úr einum kassa þá fylgir annar í kjölfarið..... minnir pínu á Domino..... en nýja heimilið er óðar að taka á sig nýja mynd...... og þetta er bara orðið virkilega hlýlegt og notalegt hér í sveitinni..... Einkasonurinn fylgdi móður sinni í sveitina, hann ákvað að vera hjá okkur virka daga en vill svo vera í menningunni um helgar...lái honum hver sem vill.......
En ég hef verið að hugsa svona hitt og þetta þessa undanfarna daga...... ég afhenti íbúðina í Kópavoginum á mánudaginn og á þar af leiðandi ekkert fast aðsetur í bænum.....og vitiði að það var bara furðu mikill léttir....... en ég hafði átt von á smá eftirsjá...... en ég fann til léttis...... já það er margt skritið í kýrhausnum..... og svo sem í mínum haus líka........... En nú hef ég búið á tveimur stöðum í töluverðan tíma..... eina viku hér og eina viku þar..... mér hefur liðið pínu eins og skilnaðarbarni..... sem er eina viku hjá mömmu og eina viku hjá pabba....... og þetta er langt í frá að vera létt..... að búa svona....meina ég...... nú er ég fullorðin einstaklingur og ræð mér sjálf, get farið þegar ég vil og komið þegar ég vil, ég er ekki háður einum eða neinum til að koma mér á milli staðar og svona mætti lengi telja....... eftir þessa reynslu þá ber ég takmarkalausa virðingu fyrir þeim börnum sem búa við svona raunveruleika..... tek ofan hattinn fyrir þeim......
Setti bjöllu á kettina í dag..... þar sem það styttist í að þeir fari að stinga sér út á daginn...... Bono, sá eldri, hefur ekki farið út fyrir hússins dyr í marga mánuði enda kanski ekkert veður til þess...... en Fríða, sú litla, hefur barasta aldrei farið út fyrir hússins dyr.... þannig að hún er mjööög hneyksluð á mér ... nú hleypur hún um.....allveg spinnigal úr pirringi ...yfir þessari árans bjöllu sem hangir um hálsinn á henni....... en hún fyrirgefur mér..... vona ég.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2008 | 23:16
Megrun fyrir karlmenn
Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg á 5 dögum"pakkann.
Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér,þá máttu eiga mig".
Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni.Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp.Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist
í hvert skipti.Á fimmta degi vigtar félaginn sig,og viti menn,hann hefur misst 5 kg.
Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim "misstu 10kg á 5 dögum" pakkann.
Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð.Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".
Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni.Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki.Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form.Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg.
Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar "misstu 25 kg á 7 dögum" pakkann."Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er erfiðasta prógrammið okkar"
"Ekki spurning" svarar félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár".
Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór,helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm.Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!"Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.4.2008 | 20:37
Loksins,loksins.....
Nú er ég flutt búferlum og er samkvæmt þjóðskránni orðin "lögbundin dreifbýlistútta".......... Ég reikna með...og kem vart til með að taka annað í mál...en að hreppstjórinn mæti hingað í Einholt með lúðrasveit og alles.... til að bjóða mig velkomin í hreppinn.... enda ekki á hverjum degi sem fjölgar í hreppnum....og það um heila tvo íbúa.........en ég flutti að sjálfsögðu lögheimili einkasonarinns hingað í sæluna....... hann er gjörsamlega bergnumin Ég þarf vart að taka það fram að bóndinn ræður sér ekki fyrir kæti yfir því að flutningunum skuli nú endanlega verið lokið.... ég veit ekki hvað hann ...þessi elska..... er búin að fara margar ferðir með drasl...... og annað.... í Sorpu..... svo ég tali nú ekki um alla kassana sem hann er búin að selflytja milli staða......... En það er svo sem ekki allt búið enn....... helgin mun fara í það að skúra, skrúbba, bóna...... gera íbúðina í Kópavoginum sjæní og fína.......eftir að það er búið...... þá getur lífið haldið áfram....... eins og ekkert hafi í skorist........ og þó...... ég var nú þrátt fyrir allt að taka risa stórt skref í mínu lífi..... ég var að hefja búskap..... með bóndanum..... sem mér þykir allveg óendanlega vænt um....og lífið heldur áfram.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2008 | 09:31
Skýrt og skorinort eða.......
Nokkur dæmi úr íslenskum auglýsingum þar sem menn hafa ekki
vandað sig.
* Sérstakur hádegisverðarmatseðill: Kjúklingur eða buff kr: 600,0
kalkúnn kr: 550, börn kr: 300.
* Til sölu: Antik skrifborð hentar vel dömum með þykka fætur og
stórar skúffur.
* Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með
þér heim.
* Við eyðileggjum ekki fötin þín með óvönduðum vélum, við gerum það
varlega í höndunum.
* Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
* Þetta hótel býður uppá bowling sali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra
íþróttaaðstöðu.
* Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir elska.
Brennir brauðið sjálfvirkt!
* Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar, kvenmann, til starfa.
* Við byggjum upp líkama sem endist ævilangt!
* Vantar mann til að vinna í dínamitverksmiðju. Þarf að vera
tilbúinn til að ferðast.
* Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja sig. Komdu til
okkar!
* Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né
drekkur.
* Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis
aðstoð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 11:07
Vissir þú.....
.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?
.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?
.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska, sem er sama og 44 í evrópu) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?
....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?
.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar = 42-44 í evrópu)?
.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?
.... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?
.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna
.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?
.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?
Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.
-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.
-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.
-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2008 | 10:45
hugleiðing um kassa....
Er komin vel á veg með að sortera innbúið í Kópavogi....... pakka, henda, gefa, geyma..... allveg merkilegt hvað maður nennir að safna að sér að dóti.... og hvað maður nennir að geyma dót sem maður er löngu hættur að nota og löngu hættur að hafa ánægju af....... í geymslunni minni eru nokkrir kassar....sem bara eru þarna... eins og af gömlum vana..... ég hef ekki hugmynd um hvað er í þessum kössum.... enda hef ég ekki kíkt í þá í mörg herrans ár... en ég er allveg viss um það að ef ég myndi henda þeim á Sorpu án þess að kíkja ofan í þá....... myndi ég ekki geta sofið af áhyggjum af því .... hverju ég hafi verið að henda........ en ef einhver kæmi og tæki kassana..... u know... svona í leyfisleysi þá myndi ég ekki hafa hugmynd um það og þar af leiðandi ekki eiga neina andvökunætur af áhyggjum yfir því hverju ég hafi verið að tapa....... svei mér þá er ég er ekki á góðri leið með að tapa geðheilsunni á þessum flutningum...... ég læt Bóndann henda árans kössunum.....og hana nú... ... og talandi um Hana..... nú sitja þeir félagarnir.... sá samkynhneigði og töffararnir tveir.....og gala hver í kapp við annan ...... eru sennilega í einni pissukepnninni enn.....en mér finnst þetta ósköp notalegt eitthvað...... hér sit ég með gott kaffi, bulla á tölvuna, hlusta á hanana í öskurkeppni, Bóndinn á harðaspani úti með hjólbörurnar fullar af hestaskít, kettirnir mala í notalegheitum í sófanum........ Oh what a wonderful world.........
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.3.2008 | 10:53
Flakkarinn.....
Það er óttarlegt flakk á mér þessa dagana, á milli sveitarinnar og höfuðborgarinnar.... eiginlega syndsamlega mikið ef horft er á það hversu olíulíterinn hefur hækkað að undanförnu....og þar sem ég, í ofanálag, var gripin af laganna vörðum um páskana fyrir of hraðan akstur... þá fer maður að efast um að konan hafi greindarvísitölu í nægilega háum skömmtum til að geta tileinkað sér listina að spara......... En svona til að halda uppi vörnum fyrir sjálfan mig...... þá er þetta af íllri nauðsyn sem ég er á þessu flakki á milli .... það nefninlega styttist óðum í afhendingardag..... þannig að mér er ekki til setunnar boðið , enda situr bóndinn þar í augnablikinu........og ég verð víst að halda rétt á spöðunum ef mér á að takast að koma mér og mínu hafurtaski út áður en nýjir eigendur flytja inn............og í þeim töluðu orðum er ég rokin...... hvur veit .....kanski ég finni bökunarilm leggja frá húsi vinkonu minnar á Selfossi þegar ég renni þar framhjá að góðu dagsverki loknu........... over and out... |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)