Færsluflokkur: Bloggar

í móðu......

Ég fór í kaupstaðarferð til Selfoss í gær og leit þá við hjá Hrönnslu vinkonu minni sem stendur uppi með ekkert innbú eftir skjálftann mikla..Crying.. Mér fannst allveg ótrúlegt hversu róleg og yfirveguð hún var þrátt fyrir ástand heimilisins..Woundering.. og finnst mér það eiginlega sammerkt með því fólki sem ég hef hitt og talað við á Selfossi og Hveragerði.... Ég held að við.... sem ekki vorum stödd á svæðinu eða við sem ekki lenntum í að sjá heimili okkar hreinlega lagt í rúst...gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu hryllilegt það er ...og hversu smá við erum í raun og veru þegar svona hamfarir dynja yfir... Hrönnslan mín hugur minn er hjá þér......InLove....

Annars er allveg merkilegt hvað ég er eitthvað slöpp í dag...Crying..eins og ég var nú eiturhress í gærkvöldi W00t...en þá fór ég í fimmtugsafmæli hjá góðum vini..... afmælið var haldið í Hólaskógi.....þar var mikið sungið og mikið dansað...... enn meira hlegið...... þar hitti maður gamla kunningja frá árunum í Lundi og með þeim rifjaði maður upp atburði sem maður hafði troðið djúpt inn í safn minninganna...... sem sumar hverjar höfðu hreinlega gleymst..Halo.. einfaldlega vegna þess að.. ...já.... jæja...við ræðum það ekkert frekar hér....Blush....... en nú ætla ég að henda mér í smá stund og vita hvort ég hressist ekki....Whistling...Wink


önnur mið......

Það eru komnir nokkrir dagar síðan ég setti inn færslu hér á bloggið....enda hefur verið í nógu að snúast hjá mér undanfarna daga Wink...

Í dag verður amma mín kistulögð, jarðaförin fram á morgun...blessuð sé minning hennar....InLove.....

Um helgina fæ ég íbúðina mína í Skerjafirðinum afhentaGrin... og þá er að hefjast handa við að sparsla, pússa og mála...... og allt það sem því fylgir..... alltaf gaman að koma sér fyrir í nýjum húsakynnum..Joyful.. en þarna ætlar einkasonurinn að búa.... það er að segja þegar hann er ekki í sveitinni hjá mömmu sinni...Tounge.....

En það sem eiginlega hefur átt hug minn allan undanfarna daga.... fyrir utan náttúrulega undirbúning fyrir útför ömmu minnar....Heart... er að nú er ég að fara að róa á önnur mið...Tounge.. ég er búin að segja upp vinnu minni á Kleppi....en þar hef ég starfað sem iðjuþjálfi í heil ellefu ár....Shocking LoL Smile...... ég er búin að ráða mig í vinnu á Selfoss...Grin.. úlalala.... ég kem til með að starfa sem iðjuþjálfi í 50% starfi á hjúkrunardeild á HSU og síðan sem iðjuþjálfi í 50% starfi á réttargeðdeildinni á Sogni..Smile..Ég byrja í nýju vinnunni þann 1. sept. og hlakka mikið til..... Mér hefur alltaf liðið vel á Kleppi Heart og þar hefur ...nánast allan tímann..... verið mjög skemmtilegt að vinna...... en nú er sem sagt komin tími til að róa á önnum mið....

Það má með sanni segja að árið 2008 sé ár framkvæmda og breytinga í mínu lífi...... hvað gerist næst......Kissing


1254 ??????

.... er ekki rétt að kanna þessar græjur sem þvagleggur og co notar við vinnuna LoL
mbl.is Mikill erill á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór dagur......

Í dag var litla ömmulúsin skírð og gefið nafn í leiðinni..Heart.. mikil leynd hafði hvílt yfir nafninu....enda kom á daginn að foreldrarnir voru ekki allveg 100% ákveðnir með nafnið fyrr en á elleftu stundu...Woundering...Skírnarathöfnin fór fram á heimili litlu fjölskyldunnar, Sr Örn Bárður sá um skírnina og var athöfninbæði  falleg og persónuleg. Matthildur Dröfn,móðursystir lillunar hélt á henni undir skírn enda vel við hæfi þar sem sú stutta var skírð í höfuðið á frænku sinni og fékk nafnið Matthildur Dan.

mynd R1AxB6mynd tGolB1mynd PcBW7Vmynd 8qeIVTmynd mxhlsM


skyn og skúrir

Það er svo merkilegt með lífið og tilveruna...hvernig skiptist á ...skyn og skúrir..Woundering. Ég hef átt því láni að fagna að eiga mér nöfnu..Smile aldraða föðurömmu..Heart.. sem hefur verið mér fyrirmynd í svo mörgu. Æðruleysið, seiglan og krafturinn sem hefur einkennt þessa konu er með ólíkindum og maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir henni...InLove Nú bar svo við um áramót að amma veiktist og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús..Frown.. staðreynd sem sú gamla var ekki allveg að samþykkja..Angry.enda útskrifaði hún sig af elliheimili fyrir rétt um áratug síðan..Halo.. en við ráðum víst ekki öllu hér á þessari jörð.....

Til að gera langa sögu stutta þá varð fljótlega ljóst að hún myndi ekki eiga afturkvæm heim, heldur tók nú við bið eftir plássi á hjúkrunarheimili..... og það vita þeir sem reynt hafa að sú bið er ekki sú léttasta...FootinMouth... á mánudaginn var ... fékk ég svo símtal frá félagsráðgjafa á Landakoti sem tjáði mér að nú væri laust pláss fyrir ömmu mína á Vífilstöðum..Smile. og eftir að hafa skoðað deildina og hitt starfsólkið var ákveðið að þiggja plássið. Amma flutti síðan á Vífilstaði s.l. föstudag.... hún fékk frábærar móttökur af yndislegu starfsólki og ég var sannfærð um að þarna myndi ömmu minni líða vel og þarna fengi hún besta mögulega umönnun Smile......Hún virtist ætla að samlagast vel......var afslöppuð og virtist líða nokkuð vel...Wink... en en... Adam var ekki lengi í Paradís.... frekar en Amma mín á Vífilstöðum...Woundering... á sunnudaginn veiktist hún og við tók bið eftir því sem er okkur öllum óumflyjanlegt...... við skiptumst á að sitja hjá henni, Ég, bróðir minn, mágkona og ömmusystir mín.......

Amma mín sofnaði svefninum langa aðfaranótt miðvikudags.... Ég er sannfærð um að amma er hvíldinni fegin, enda komin vel á nítugasta og þriðja aldursár...en ég finn fyrir söknuði eftir Ömmu Fanney...... sem alltaf átti litla kók í gleri í ísskápnum sínum....Smile.... Blessuð sé minning ömmu minnar....

Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.

(Kahlil Gibran/Gunnar Dal)


Jæja, jæja

.... þá er komin tími til að líta aðeins upp og blogga pínulítið...Tounge... vikan í vinnunni hefur verið crasy...W00t.... og svo er ég náttúrulega Amma...Joyful.. ef ske kynni að það hafi farið fram hjá einhverjum ......

Kúrekaballið á laugardaginn var allgjör snilld....Wizard... ég get svarið fyrir það að ég þjáðist af beinverkjum...Shocking.. ásamt öðrum verkjum...Woundering.. daginn eftir......og það var ekki eingöngu vegna þess magns af vökva sem fór inn fyrir mínar varir þetta kvöld...Blush Devil Kissing... Ég dansaði eins og ég ætti lífið að leysa og er ég orðin hinn allramesti línudans sérfræðingur norðan Alpafjalla ...Grin Tounge.. þó víðar væri leitað....Þarna var samankomið fullt af skemmtilegu fólki sem hafði það eitt að markmiði að skemmta sér og dansa rassinn úr buxunum..Tounge.. allir klæddir að hætti tískulöggu villta vestursins...Police.. gasalega smart..... Hestheimar koma til meða blása til leiks á ný seinna í sumar og þá ætla ég sko að hanga á húninum þegar þeir opna húsið.... til að tryggja það að ég missi ekki af neinu.....W00t

Bóndinn og Haninn


Toppurinn á tilverunni....

Ég er gjörsamlega gagntekin...Heart... altekin...Heart.. heltekin...Heart.. tekin í framan..Pinch..yfir þessu litla kraftaverki...InLove.. Ömmuhlutverkið á hug minn allan þessa dagana....Kissing.. ég er allveg að finna mig í þessu hlutverki...Grin. mér finnst ég vera svoooo rík....Happy...

myndir 1286myndir 1292myndir 1285

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En lífið heldur jú áfram... þótt ótrúlegt sé......Kissing....... í kvöld þegar ég kem í sveitina aftur....eftir að hafa knúsað og kjassað litla ömmukrúttið.... þá ætlum við að skella okkur að Kúrekaball á Hestheimum...Bandit... er búin að finna gallann...Tounge.. ekta kúrekahatt..... töff kúrekastígvel....gallabuxur og skyrtu...... og þið getið rétt ímyndað ykkur hvort að maður sleppi ekki aðeins fram af sér beislinu...Wizard... línudansandi amma í fullu fjöri....W00t... er til nokkuð smartara en það....Whistling


Snúllan er fædd.....

Ég er orðin AMMA....GrinGrinGrin.... í dag kl 14.28 kom lítil yndisleg stúlka í heiminn.....InLove... hún er 3925gr og 51 cm...... og að sjálfsögðu lang lang fallegasta barnið sem hefur fæðst.....Elsku Oddný og Hallur til hamingju með lilluna....Heart

 

myndir 1258 myndir 1257


í sveitinni......

Hér...eins og annars staðar er allt að kvikna til eftir vetrardvala..Smile.um helgina var þetta yndislega gluggaveður en svo nísti kuldinn inn að beini þegar út var komið...Pinch....þannig að mín hélt sig að mestu innan dyra og þóttist hafa yfirdrifið nóg að gera....Halo...enda er maður svo sem aldrei aðgerðarlaus á heimili þar sem tveir kettir og hundur þvælast inn og út..... svo ég tali nú ekki um Bóndann sem á sér aldrei dauðann tíma...Cool... hann mokar undan hrossunum .GetLost..ég moka undan hinum...W00t..... annars er dýralífið hér með allra skrítnasta móti..... væri allveg efni í doktorsritgerð að fylgjast með og stúdera atferlið...... hér er t.d Haninn frægi.... þessi samkynhneigði.......Wizard...hér eru einnig tveir kettir sem eiga hvor við sína átröskun að stríða...W00t... Annar er svo feitur að hann þyrfti svona hjáveituaðgerð ef vel ætti að vera...Woundering.. ég keypti spes fóður fyrir hann....allveg rándýrt..... en það er svona diet-fóður fyrir ketti...Errm.. hann lýtur helst ekki við því...Pinch.. en étur það ...ef ekkert annað er í boði...... Fríða litla...Heart.. nýjasti fjölskyldumeðlimurinn...InLove... er svo lítil og mjó... að það jaðrar við að hún sé einungis sýnishorn af ketti...Undecided.. hún er á svo fínu kettlingafóðri að maður finnur lyktina af hitaeiningunum alla leið inn í rúm.....Sideways.... hún fussar og sveijar við dýrðinni.... en notar hvert tækifæri til að stelast í megrunarfæði fitubollunar.......Shocking.... þannig að ég stend frammi fyrir því..... að þurfa að standa yfir dýrunum á meðan þau éta....og þá helst sitt í hvoru lagi....... en þá man ég allt í einu ...W00t... hey.... ég bý í sveit...Angry.. og þar eru kettir.... KETTIR... hvorki meira né minna...... minnug þess ..... þegar bóndinn á Hestheimum komst að því í vetur að ég fór aldrei að heiman án þess að hafa tíkina með....Joyful.. í hundabúri afturí....Whistling... "Fanney.... í sveitinni eru hundar..... HUNDAR.... hvorki meira né minna.....W00tW00tW00t


Sumardagurinn fyrsti :))

Tókum daginn snemma og æddum í bæinn....W00t... við höfðum mælt okkur mót við gönguhópinn Mountain Mama...Wizard. á dagskránni í dag var æfingaganga nr tvö í röðinnni..Grin. Hópurinn stendur í ströngu við að koma sér í form fyrir sumarið...Kissing Í dag gengum við Búrfellsgjána...... afskaplega létt en skemmtilega ganga með frábæru fólki...Tounge...

Á eftir komum við okkur huggulega fyrir á "Maður lifandi" og snæddum ljúffengan og hollan hádegismat.....

Myndir 1376   Myndir 1377

Myndir 1379


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband