önnur mið......

Það eru komnir nokkrir dagar síðan ég setti inn færslu hér á bloggið....enda hefur verið í nógu að snúast hjá mér undanfarna daga Wink...

Í dag verður amma mín kistulögð, jarðaförin fram á morgun...blessuð sé minning hennar....InLove.....

Um helgina fæ ég íbúðina mína í Skerjafirðinum afhentaGrin... og þá er að hefjast handa við að sparsla, pússa og mála...... og allt það sem því fylgir..... alltaf gaman að koma sér fyrir í nýjum húsakynnum..Joyful.. en þarna ætlar einkasonurinn að búa.... það er að segja þegar hann er ekki í sveitinni hjá mömmu sinni...Tounge.....

En það sem eiginlega hefur átt hug minn allan undanfarna daga.... fyrir utan náttúrulega undirbúning fyrir útför ömmu minnar....Heart... er að nú er ég að fara að róa á önnur mið...Tounge.. ég er búin að segja upp vinnu minni á Kleppi....en þar hef ég starfað sem iðjuþjálfi í heil ellefu ár....Shocking LoL Smile...... ég er búin að ráða mig í vinnu á Selfoss...Grin.. úlalala.... ég kem til með að starfa sem iðjuþjálfi í 50% starfi á hjúkrunardeild á HSU og síðan sem iðjuþjálfi í 50% starfi á réttargeðdeildinni á Sogni..Smile..Ég byrja í nýju vinnunni þann 1. sept. og hlakka mikið til..... Mér hefur alltaf liðið vel á Kleppi Heart og þar hefur ...nánast allan tímann..... verið mjög skemmtilegt að vinna...... en nú er sem sagt komin tími til að róa á önnum mið....

Það má með sanni segja að árið 2008 sé ár framkvæmda og breytinga í mínu lífi...... hvað gerist næst......Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf sárt þegar einhver deyr.  Ég votta þér samúð mína

Einnig vil ég óska þér til hamingju með nýjan farveg í lífinu.  Spennandi að breyta svona til.  Gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Er með hugann hjá þér.

Anna Einarsdóttir, 29.5.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elskan mín. 

Samhryggist vegna fráfalls ömmu þinnar. Það hefur örugglega verið gífurleg kjarnakona og húmoristi mikill, sem þú átt góðar minningar um.

Ég samhryggist Kleppsábúendum að missa þig, en gleðst yfir því að þú farir að Sogni, þar sem ég veit að verður mikil þörf fyrir þig og þína líka.

Ég minnist samstarfstíma okkar á Kleppi með alveg einstaklegri ánægju. Koma tímar, koma ráð, hver og hveir og veit....? 

Svo að lokum óska ég þér til hamingju með nýju íbúðina.

Og hafðu það svo bara æðislega gott, krúttið mitt kæra.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband