Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2008 | 13:17
Koma soooo.....
Bílstjórar mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2008 | 08:15
Er hún komin blessunin....
Lóan er komin að kveða burt snjóinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 23:46
Hugleiðing um hlutverk.....
Ég er búin að liggja í einhverjum flensuskít síðan á þriðjudag...... hef sennilega náð mér í þennan fjanda á einhverju mannamótinu um páskana........ það getur verið áhættusamt að vera félagslyndur..... en maður tekur nú áhættuna..... spennufíkill eins og maður er....... Er þessa dagana í óða önn að máta mig í nýtt hlutverk........ innan fárra vikna öðlast ég titil sem ég ber mikla virðingu fyrir........ Ömmutitilinn.......Fór til augnlæknis um daginn þar sem ég var farin að finna tilfinnanlega fyrir því að ég sá orðið ver en áður......og viti menn... ég er komin með fyrsta ömmuáhaldið.... lesgleraugu...... á kvöldin sit ég sveitt og prjóna á krílið, átti í fyrstu erfitt með að ákveða hvað ég ætlaði að prjóna....... endaði svo með tvær flíkur sem ég prjóna hvora í kapp við aðra............ og er hálpartinn í kapp við litla ömmukrílið sem stækkar og dafnar og virðist stundum eins og henni liggi þessi ósköp á að komast í heiminn...... en mömmu hennar hefur verið skipað að taka því rólega, minnka við sig vinnuna og "anda með lungunum"......... Je minn eini...... hvernig amma skyldi ég verða....... þessi stjórnsama og afskiptasama....... eða þessi hlyja og yfirvegaða......... ekki gott að vita....... kanski ég fái bara einfaldlega nafngiftina "Amma Gella"...... eins og barnabörn Bóndans kalla Ömmu sína..... mér finnst það svo sætt..... og að sjálfsögðu ber hún nafn með renntu....... |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 18:29
Brúðkaup á Skaganum....
Páskarnir hafa verið annasamir... svo ekki sé meira sagt, ég hef verið í fermingarveislu, fimmtugsafmæli, "gæsa-athöfn" og nú síðast í brúðkaupi............ Í gær vour gefin saman upp á Skaga vinafólk mitt Jóhanna Líndal og Ari Grétar Björnsson. Þetta var yndisleg athöfn og presturinn Sr. Eðvard Ingólfsson fór á kostum í ræðu sinni um þau skötuhjúin, þar náði hann að lýsa karaktereinkennum þeirra á listilegan hátt í fáum en mjög vel völdum orðum..........Grétar og Jóhanna kynntust í leigubíl...... þar sem annað var farþegi en hitt bílstjóri....... hversu rómó er það........... En þau smella hvort við annað eins flís við rass og eru allveg yndislega góðir vinir............ Kæru brúðhjón.... til hamingju með þetta stóra skref.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2008 | 14:36
Páskafjör.....
Gleðilega páska......
Læt fylgja með myndir af nýjustu afurðum býlisins......... litlu hnoðrarnir....... Glámur og Skrámur....þessir sem kúkuðu á mælaborðið hja mér er afmælisgjöfin umtalaða....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2008 | 13:38
Sinn er siður......
Var í fermingarmessu í Hafnarfjarðarkirkju í gær, sem ekki er í frásögufærandi ... nema hvað ég var hugsi yfir því hversu ílla við erum að okkur í siðum og venjum innan kirkjunnar. Í gær voru 25 börn fermd í þessari umræddu kirkju og kirkjan þvi þétt setin af stoltum aðstandendum ungmennana sem nú ætluðu sér að staðfesta skírnina og komast í kristinna manna tölu. Í svona athöfnum sem og öðrum kirkjulegum athöfnum á söfnuðurinn að standa og sitja á vixl allt eftir aldagömlum siðum og venjum kirkjunnar.... Það var allveg auðséð að megin þorri þeirra sem þarna var staddur í gær, og þar meða talin ég hefur ekki hugmynd út á hvað þessir siðir og venjur ganga hvað þá að það viti hvenær það á sitja og hvenær það á að standi´...Í byrjun fór um mig svona kjánahrollur... en svo áttaði ég mig á því að ég get ekki tekið ábyrgð á því að heill söfnuður sitji og standi eftir kúnstarinnar reglum..... svo mikið hef ég lært á fundunum hjá Al-Anon..... Kanski það þurfi að koma skýrar fram í messuskrám hvenær fólk á að sitja og standa....... Predikun Sr.Þórhalls Heimissonar var mjög skemmtileg og hæfði tilefninu vel......
Í kvöld er ég að fara í fimmtugsafmæli hjá góðri vinkonu minni, ég ætla að gefa henni tveggja sólahrings gamla hænuunga,svona litla gula hnoðra...... Er það ekki allveg tímanna tákn að maður skaffi sér varphænsn í garðinn hjá sér eins og allt er að hækka .... hvað vitum við hvar þessi ósköp enda.... og þá er nú gott að geta átt varphænur í garðinum ....og þar með ...fullt hús matar....
Bloggar | Breytt 22.3.2008 kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.3.2008 | 10:58
Til umhugsunar.....
Tveir dómar sama dag á sama landinu.Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur.
-Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm*
*hundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6
milljónir í málskostnað.
Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2008 | 23:49
Tenging og flutningar...eða var það öfugt....
Jæja jæja..... þá er tengingin í sveitinni komin í lag...... eða þannig...... málið er að hér gerist allt á hraða snigilsins enda ekki internettenging samkvæmt ströngustu kröfum höfuðborgabúa...... ég er svona smám saman að öðlast þá þolinmæði sem til þarf þegar vinna skal á svona apparat........ en betur má ef duga skal..
Dagurinn í dag hefur að mestu farið í að undirbúa íbúðarhúsnæði Bóndans undir innrás borgarbarnsins.... ég er nefninlega að flytja búferlum í sveitina........ þetta þýðir einfaldlega það að ég set dót sem mér finnst eigi að henda, í poka, sem hann ber út í kerru en kemur síðan jafn harðan til baka með þá hluti sem hann hefur bundist einhverjum órjúfanlegum tengslum við og vill alls ekki henda...... þannig að okkur vinnst mjöööög hægt...... en þetta mjakast......stundum hljómar þetta eins og "Mínir hlutir og þitt drasl"............en það er svona þegar fólk er að rugla saman reitum á gamalsaldri...... ekki að ég sé að halda því fram að ég sé einhver elliheimilsmatur.......
Næsta skref mun síðan vera að pakka niður og sortera því sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina....... og þá sannast það enn og aftur að ...engin veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur....... nú þarf að taka á honum stóra sínum og sortera allt heila klabbið...... það sem fer í Góða hirðinn, það sem fer í íbúðina með einkasyninum, það sem fer á haugana og það sem ég tek með mér í sveitina.... þetta verður án efa mikill höfuðverkur og ég þakka mínu sæla fyrir að dæturnar verða fjarri góðu gamni... þannig að ég get farið offari yfir dótið þeirra og hennt allveg eins og mig lystir...... einnig gæti ég auðveldlega klætt upp heilan barnaskóla með þeim fötum sem þær skildu eftir hjá mér þegar þær fluttu að heiman það verða því ófáir pokarnir sem fara í Rauða kross gáminn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2008 | 09:47
Úr tengslum....
Hef verið úr tengslum við netheima síðan á laugardag vegna þess að nettengingin okkar í sveitinni er í verkfalli. Þetta er dulítið einkennileg tilfinning, svona eins og að vera með síma utan þjónustusvæðis ... hef líka verið undarlega eirðarlaus bæði mánudags og þriðjudagskvöld þar sem ég hef ekki komist í heimskókn í bloggheima...... þetta vekur hjá mér .... já eiginlega vekur þetta hjá mér ugg...... er ég að verða bloggfíkill eða er þetta óeðlileg forvitni.... um hagi ykkar hinna..... hvað á daga ykkar hefur drifið ....... eða kanski er þetta plein umhyggjusemi....... já ...... ég ætla að kalla þetta umhyggjusemi...... það hljómar betur...... Ég hef að sjálfsögðu kíkt inn á hlaupum í vinnutölvunni....... en það verður nú að segjast að það gefst nú ekkert allt of mikill tími til að blogga í vinnunni...... núna er ég í vinnunni..... að blogga....... en sá sem átti að koma í viðtal til mín núna boðaði forföll.....og þá nýtir maður tímann......til nytsamlegra hluta......
Hafið það sem allra best í dag........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 15:37
Glaðar Kvinnur.....
Var með "saumaklúbb" heima hjá mér í gærkvöldi Við eru ellefu eldhressar stelpur sem erum búnar að þekkjast síðan við vorum mjög ungar...... Við stofnuðum þennan félagsskap þegar við vorum 15 ára og völdum að kalla hann "Glaðar kvinnur".....enda erum við allar með hressari konum...... og myndarlegar erum við...ekki að spyrja að því...... bæði í orði og borði......Við höfum frá upphafi verið virkar við að halda hópinn og halda upp á vinskapinn hvenær sem færi gefst..... T.d hefur fyrsta helgin í febrúar verið "heilagur" tími klúbbsins en þá blótum við þorra.... þó að undanfarin ár hafi þorramaturinn vikið fyrir mun kræsilegri veitingum . Makarnir hafa jafnan skipað veglegan sess í félagsskapnum en þeir koman nú og fara hér eins og annarsstaðar...........
Eins og góður vinahópur þá höfum við gengið í gegnum bæði súrt og sætt saman og það hefur verið ómetanlegt að eiga svona stóran vinkvennahóp sem flykkir sér á bak við mann hvort sem er í mótbyr eða meðbyr....... Mér finnst ég allveg ótrúlega rík að þekkja þessar stelpur sem eru eins misjafnar og þær eru margar...... en eiga það svo sannarlega sameiginlegt að vera algjörlega gjörsamlega FRÁBÆRAR...... takk fyrir að vera til..... Glaðar kvinnur......
Læt fylgja mynd af vinkonum mínum, og einstaka maka með, en myndin var tekin fyrir u.þ.b. ári síðan en þá var árshátiðin okkar helguð Höttum.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)