Færsluflokkur: Bloggar
31.1.2009 | 11:08
það er nú það....
Sporðdreki: Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Að eiga of mikið er bara fúlt - drasl að bera, koma fyrir og viðhalda.
Þetta er stjörnuspá dagsins í dag og Bóndinn ræður sér vart fyrir kæti..... honum finnst þetta smella eins og flís við rass.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2009 | 11:01
Koma svo....
Nýja árið er komið í öllu sínu veldi og ég er staðráðin í að taka á honum stóra mínum til að gera þetta ár stórkostlegt.... jafnvel enn betra en síðasta ár......Ég er óðara að komast á mína tvo jafnfljótu þó að enn vanti helling upp á að þeir séu jafnfljótir..en góðir hlutir gerast hægt og maður verður bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti........ talandi um hunda.... nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.. Herkúles..... er orðin heimavanur hundur í Einholti....Hann verður að vísu stundum mjög þreyttur á ungu tíkinni Heklu... sem alltaf er í stuði til að leika..... en þá tuskar hann hana til með tilheyrandi urri og látum.....enda er Herkúles ráðsettur fimm ára gamall amerískur Spánverji....Hann telur sig oft vera yfir svona sveitafólk og hunda hafin.... fer til dæmis alls ekki ótilneyddur út og inn um þvottahúsdyrnar.... ó nei.... svona eðalhundar ganga inn og út um aðaldyrnar og ekkert raus..... honum finnst líka að sófar heimilisins séu ætlaðir honum og skilur ekkert í þessum látum og veseni þó hann leggi sig í sófann... svo ég tali nú ekki um rúm húsbóndans.....Herkúles er frábær hundur með sterkan karakter og ber fyrrum húsbændum sínum gott vitni.....
Ég fór til sjúkraþjálfara á ókristilegum tíma í morgun..... þurfti að vakna fyrir allar aldir og haska mér austur á Hellu til að vera mætt til hans kl 09.00.....Sjúkraþjálfarinn segir að þetta líti allt saman bara þokkalega út og nú á mín að vera dugleg að nudda, teygja, klípa og andsko.... til að ég komist á mínar fallegu fætur sem allra fyrst...... ég má meira að segja fara að synda og ég læt ekki segja mér það tvisvar.. fer í sund í kvöld og tek einhverja metra......þeir verða kannski ekki í þúsundum talið en hátt í það......
Við skruppum í höfuðborgina á föstudagskvöldið Ég og Bóndinn og sáum myndina Sólskinsdrenginn.... alveg yndisleg, fróðleg og skemmtileg mynd sem vert er að mæla með.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.1.2009 | 01:12
enn fjölgar í Einholti...
Já, ó já.... í dag bættist við nýr fjölskyldumeðlimur í Einholt..... alveg einstaklega fallegur fimm ára gamall amerískur cocker spaniel hundur..... Hann ber það virðulega nafn Herkúles og fannst okkur það vel við hæfi......
Það er því orðið ansi fjörugt hér á bæ.... fjórir kettir, slatti af hænum ein tík og einn hundur.... svo ég nefni ekki hrossin, en þau koma í hús áður en langt um líður....
Það var ekki laust við að Hekla fyndi fyrir afbrýðissemi þegar Herkúles birtist.... enda kannski ekki skrítið þar sem hún hefur verið prinsessan á heimilinu til þessa.... og verður það án efa áfram.... sérstaklega í ljósi þess að Herkúles er enn í fullu fjöri með báðar kúlurnar á sínum stað..... Ég er reyndar ekki farin að hugsa þá hugsun til enda þegar Hekla fer á lóðarí í febrúar..... en en.... "den dagen den sorgen...." eins og Svíinn er vanur að segja.....Herkúles hefur átt fullt í fangi við að kynna sér sitt nýja heimili....hér er köttur í hverju horni og forvitin tík sem eltir hann hvert sem hann fer.... núna er allt komið í ró í litla húsinu á hæðinni..... kettirnir eru þar sem þeir eiga að vera... á sínum náttstað..... og hundarnir liggja hver í sínu búri..... sofandi og alsælir.....
Lifið er yndislegt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2008 | 15:27
Hverju átti þessi mótmæli að skila....
Fólk slasað eftir mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2008 | 12:32
áramót.....
Kæru vinir til sjávar og sveita...óska ykkur öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir allt gamalt og gott.... ég ætla að láta það vera þessi áramót að strengja einhver heit.... mér hefur gengið svo vel að með heit síðustu ára að það er ekki við þau bætandi........
Ég sé fram á betri tíma með hækkandi sól.... og þá meina ég betri tíma á báðum fótum...... og vona svo sannarlega að tími minn á einari sé liðin svo ekki sé meira sagt....
Hafið það sem allra best og fyrir alla muni farið varlega með flugelda og blys í kvöld..
Kær kveðja
Einfætta sveitkonan....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2008 | 23:05
Ja hérna hér....
Þarna er komin kona að mínu skapi.....Nú erum við að tala saman...... Undanfarnar sjö vikur hefur þetta verið eitt af mínum aðal áhugamálum....."Að eta og vera gr.... nei ég meina glöð...."
Halelúja....
Etum, drekkum og verum glöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2008 | 17:38
Jólin....
Ég átti yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar... getur maður haft það betra....... borðaði á mig gat en það verður seinna tíma vandamál að ganga það allt af sér....en það er bara betra...... sérstaklega í ljósi þess að nú á krepputímum er þetta líklega það eina sem maður getur safnað af einhverju viti.... þ.e. spiki..... eða hvað.... .....
Við héldum jólin hátíðleg heima hjá dóttur minni og tengdasyni, það var alveg sérlega gaman að fylgjast með Bóndanum og tengdasyninum athafna sig við rjúpurnar..... þetta var einskonar trúarathöfn.... ég er ekki alin upp við rjúpur þannig að ég skil ekki allt þetta umstang við skepnuna..... að sama skapi finnst Bóndanum það ósköp klént að fólk skuli leggja sig í líma við að borða "álegg" (eins og hann kallar svínahamborgarahrygginn)... á jólunum... en sinn er siður.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.12.2008 | 11:31
Einangrun.....
Sem afleyðing af líkamlegu ástandi mínu undanfarnar vikur hef ég verið í nokkurs konar félagslegri einangrun hér í sveitinni minni..... svo sem ekki alslæmt ástand þar sem ég hef geta fundið mér ýmislegt til dundurs og þökk sé tækninni hef ég geta verið í mannlegum samskiptum gegnum netið og símann...... Þetta þokast allt í rétta átt og er ég farin að fara um húsið á leifturhraða... segi kannski ekki alveg á hraða ljóssins.... en nánast... miða við aldur og fyrri störf.....er sem sagt farin að sjá fyrir endann á þessum hörmungum mínum......
Í dag hafði ég hugsað mér að skella mér yfir heiðina í átt til höfuðborgarinnar þar sem tvö barna minna búa ásamt barnabarni og tengdasyni.... í gær bættist svo í hópinn elskuleg dóttir mín frá Danmörku..Líkurnar á því að af fyrirhugaðri ferð á vit ættmenna minna fara þverrandi....... hafi ég verið í félagslegri einangrun áður...... þá hefur þetta hugtak öðlast nýja vídd í dag....... Hér er bókstaflega allt á kafi..... ég sé varla út um gluggana...og litla húsið mitt á hæðinni er nánast á kafi í snjó..... sérlega rómantískt allt saman..... en nei takk....ekki í dag..... Ég vil út....!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2008 | 13:47
Ég er í jólafíling......
Mér áskotnaðist fyrir nokkrum árum síðan feiknaskemmtilegt kver um Jólasnótirnar þrettán eftir Davíð Þór Jónsson. Þar segir frá systrum jólasveinana sem ekki hefur heyrst svo mikið af....eða eins og segir á baksíðu þessa litla kvers;
"Allir þekkja vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana þrettán, óforbetranlega hrekkjalóma sem gera fólki lífið leitt á aðventunni. En í þessari bók birtast systur þeirra þrettán í fyrsta sinn á prenti, en hingað til hefur tilvera þeirra farið hljótt. Þær eru enn varhugaverðari en bræður þeirra - og nútímalegri. Til að mynda hafa flestir eflaust einhvern tímann orðið fyrir barðinu á Lyklakrækju, Rógtungu eða Bílklóru, svo einhverjar séu nefndar......"
Bókin er skemmtilega myndskreytt af Jean Antoine Posocco.........
Þrælskemmtileg viðbót í jólapakkann.....
"Sú fyrsta, Tröppusleikja,
er með tungu eins og naut.
Hún tröppuna sleikir
uns trappan verður blaut.
Svo kemur maður heim
með kristalskál
í tíu stiga gaddi.
Þá er trappan orðin hál.....
Glitblinda er önnur
með sinn glataða smekk.
Af flóðlýsingu hennar
fá fagurkerar skrekk.
Hún skýst um allan bæinn
og skreytir tvist og bast
og eftirlæti hennar
er amerískt plast.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2008 | 16:01
O já...og sei sei....
Nú er úti veður vott, verður allt að klessu....... alveg merkilegt hvernig veðrið breytist bara svona eins og hendi væri veifað...... og maður er ekki einu sinni spurður álits..... Ég fyrir mitt leyti myndi vilja hafa snjó með öllu tilheyrandi..... samt ekki rok... ó nei..... en með tilliti til almanaksins og allt það þá held ég að snjórinn myndi klæða landið okkar betur.......
Ég hef verið að dunda mér við hitt og þetta hérna í sveitinni en mikið lifandi skelfingar ósköp geta dagarnir verið langir og lengi að líða þegar maður situr bara svona og getur ekki annað.....Ég hlusta að sjálfsögðu mikið á útvarp...og þar sem ég er nú tiltölulega nýflutt út á land gerði ég merka uppgötvun hér um daginn...... í útvarpinu eru allskyns gylliboð í gangi... það er verið að gefa hitt og þetta ef maður skráir sig hér og þar þá getur maður unnið eitt og annað.... spennandi... stundum.... fyrir suma...... því... bíddu við..... mikið af þessum gylliboðum miðast við að maður búi á stór-Reykjavíkursvæðinu.......Sjálfsagt hefur þetta alltaf verið svona ..... en ég hef bara verið svo sjálfhverf..... eins og hinir á höfuðborgarsvæðinu....að ég hef ekki tekið eftir þessu fyrr....... Nú síðast var það mogginn.... "blað allra landsmanna"..... sem ætlar að byrja á því að dreifa sér....ókeypis... í öll hús ... jú jú.. akkúrat.. á höfuðborgarsvæðinu.. við hin getum bara borgað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)