Færsluflokkur: Bloggar
7.6.2009 | 16:04
Frjósemi......
Ég held að það sé komin tími til að blogga smá.... þó fyrr hefði verið.....
Hér í Einholti gengur lífið sinn vanagang...og rúmlega það..hér fjölgar sem aldrei fyrr....og ég held að ég biðji um að slökkt verði á frjósemiskertinu sem einhver hefur greinilega, í hreinni góðmennsku, tendrað fyrir mig......
Allt saman byrjaði þetta nú á því að yndisfríða læðan mín, Fríða, eignaðist fimm kettlinga á sumardaginn fyrsta, allt eru þetta náttúrulega fallegustu kettlingar sem fæðst hafa sunnan Alpafjalla og ég þreytist seint á að horfa á þessa litlu fjölskyldu, hvernig mamman leggur sig alla fram við að ala ungviðið upp og kenna þeim allar lífsins reglur.... hún getur stundum tekið hlutverk sitt full alvarlega, að mínum smekk.... því hér um kvöldið dröslaðist hún t.d. inn með lítinn músarunga í kjaftinum til að kenna börnunum sínum hvernig maður kemst af í hinum stóra heimi..... Ég segi nú fyrir mitt leiti að mér finnst þetta alveg óþarfi... ég hefði glöð googlað þetta fyrir hana......
.... en eins og það sé ekki nóg á öllum meðal heimilum að hafa fjóra fullvaxta ketti og fimm kettlinga þá tóku þær systur, Fanný og Penný, upp á því að verða kynþroska..... og það fyrir allan peninginn..... þann fyrsta júní bættust því við nokkrir kettlingar í viðbót.....þannig að í dag bý ég í Einholti ásamt Bóndanum, tveimur hundum og þrettán köttum.............Svo má nú ekki gleyma frjóseminni í hænsnahúsinu, þar ætlar allt vitlaust að verða ...... fyrir tveimur vikum skriðu út úr eggjum sínum sautján gullfallegir hænuungar......er til eitthvað krúttlegra.......Nema ef væri.... litla folaldið sem fæddist hér þann 2. júní......lítið rautt merarfolald sem fékk nafnið Dögg.......
Ég verð að viðurkenna, og ég segi ykkur satt að ég tala beint frá hjartanu...."Nú finnst mér nóg komið..." allavega af köttum, Bóndinn meira segja farin að kvarta yfir kattarofnæmi..... en það eru nú til lyf við þeim andsk...... þannig að ég hlusta ekkert á svona röfl.....en nú tek ég upp símann og panta tíma hjá dýralækni og geri ráðstafanir fyrir kisurnar mínar........... en ég er ekki frá því að Fanný hafi fitnað allverulega upp á síðkastið...... en hún getur nú bara verið að herma eftir mér....sem er í óðaönn við að safna aukakílóum í kreppunni......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.5.2009 | 09:19
10 millur !!!!
Dýrasta verkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2009 | 00:00
Jæja...
... þá eru kosningarnar afstaðnar og við taka spennandi tímar með öflugri vinstri stjórn....... Ég er mjög sátt við úrslitin þó ég skilji ekki hvernig Framsókn fór að því að auka fylgi sitt sem raun bar vitni.....en vegir pólitíkurinnar eru órannsakanlegir..... eða hvað......
Á sumardaginn fyrsta fjölgaði í Einholti svo um munaði..... Fríða... fallega bröndótta læðan mín eignaðist fimm yndislega kettlinga þannig að ég hef verið í svona stuðnings-fæðingarorlofi síðan þá ... Ég fæ ekki nóg af því að horfa á og dást af þessum litlu krílum..... lítil frænka rak inn nefið þegar fæðingin stóð sem hæst og þótti þetta mjög merkilegt og spennandi.... alveg þangað til hún sá læðuna éta fylgjuna......... það þótti henni frekar ógeðslegt og var ekki svo viss um að hún myndi nokkurn tíma vilja eignast börn.... allavega þar til ég útskýrði fyrir henni að þetta færi ekki alveg svona fram hjá okkur mannfólkinu ....
Hér ætlaði ég að setja inn mynd af hinni nýbökuðu móður með afkvæmi sín.... en einhverra hluta vegna tekst mér ekki að hlaða þeim inn.... set í staðin mynd af fallegu læðunni Fríðu þegar hún var ung og saklaus......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2009 | 12:06
.....
Gleðilega páska kæru vinir...og nú er bara að fara varlega í páskaeggjaátinu og muna að taka alltaf fimm til tíu armbeygjur á milli bita.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2009 | 15:26
þegar óttinn tekur völdin....
Í dag er skírdagur og hér sit ég og bíð eftir sumrinu.....læt hugann reika og hugsa um allt það sem ég ætla mér að gera í sumar ...
Ég hef um hríð haft mikinn áhuga á að koma mér upp nýju hobbýi..... sem ég get stundað með Bóndanum og eitthvað sem ég verð alveg meiriháttar flott og fær í.....Ég er að sjálfsögðu löngu búin að ákveða hvað þetta hobbý á að vera.....og ég er búin að reyna að taka þátt... mér hefur tekist ágætlega upp en betur má ef duga skal og því greip ég til minna ráða.......
Þetta hobby sem um ræðir er hestamennska..... ég á meira að segja hest... tja .. eða meri.......og víst hef ég farið á bak og farið í reiðtúra og alles.... mér finnst mjög gaman að umgangast hrossin og fara á bak...... en...... ég er, eða var.... skíthrædd við þessar skepnur ..... Mér fannst ekkert mál að skella mér á bak og ríða út, og fannst það í raun toppurinn á tilverunni, mér finnst hrossalyktin góð og hef unun á að horfa á hrossin út í haga......en það er akkúrat meinið..... ég horfi á hrossin út í haga... þannig að í raun má segja að ég sé "fjarska-hrifin" af þessum skepnum en mér er ekkert um að þau komi öll askvaðandi á móti mér og hnusi af mér .... ég fæ svona klump í magann og er bókstaflega að ærast af hræðslu.......Mér er það ljóst, og mér var það raunar mjög fljótlega... að ef maður ætlar sér að vera í hestunum og stunda þá iðju af einhverri alvöru þá er ekki æskilegt að maður sé að gera í sig af hræðslu í hvert sinn sem manni dettur í hug að ganga um landareignina ... svo ég tali nú ekki um útreiðar og svoleiðis sem óneitanlega er fylgifiskur þess að vera í hestunum....
En en.....maður deyr nú ekki ráðalaus og síst á tímum sem þessum...... og sjaldan er björgin langt undan...... Í janúar sá ég auglýst reiðnámskeið fyrir hræddar konur sem halda átti á Hestheimum sem er jú bara næsti bær við okkur hér í Einholti..... Ég sló til og skráði mig á námskeiðið... var hugrekkið uppmálað alveg þar til að námskeiðinu kom..... Nóttina fyrir herlegheitin svaf ég ekki mikið enda runnu fyrir hugskotsjónum mínum fólk sem hafði orðið fyrir hesthófum af einhverju tagi og var mis krambúlarað á eftir..... en ég lét ekki deigan síga og ég kláraði námskeiðið með stæl....
Ég get í dag, nánast án þess að urlast af hræðslu... sótt hrossið í stíuna, kembt því og dedúað við það á allan hátt..... meira að segja látið það lyfta fót og kannað hófana......Ég mæti núna í reiðskólann nánast í hverri viku þar sem reiðkennarinn minn, Barbara Mayer, kennir mér góða ásetu og allskonar hundakúnstir...... og það sem meira er... mér er að takast að yfirvinna þennan ótta sem hefur staðið í vegi fyrir því að ég hafi stundað hestamennskuna eins og ég hefði viljað.....
Einn góðan veðurdag þá.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.3.2009 | 13:15
Allt að gerast......
Ég hef verið svo önnum kafin við að taka þátt í og auðga sósíallífið undanfarið að ég hef varla mátt vera að því að vera til.....En það er alltaf gaman að taka þátt í gleði með góðu fólki og ég fæ sennilega aldrei nóg af því....´
Í lok febrúar blés saumaklúbburinn Glaðar Kvinnur til veislu þar sem þemað var "Glamur og Glys"... þar mætti maður og skartaði sínu fínasta, m.a. gerviaugnhárum sem maður bar með svo mikilli viðhöfn að allir nærstæddir stóðu nánast í 6 metrum á sekúndum..... en ég var fín.... mikið asskoti var ég fín.....
Síðustu helgi skundaði ég á gleði með vinnufélögum á Sogni og þreytti ég þá frumraun mína í skemmtanalífinu á Selfossi.... Byrjuðum mjög kúltiverað á veitingastaðnum Menam hér í höfuðstað Suðurlands en skunduðum þegar líða tók að kvöldið yfir á 800-bar.... þar fílaði ég mig eins og Fíknó á árshátið.... enda óð maður þarna í börnum upp að hnjám.....ég bara neita að trúa því að ég sé orðin svona gömul..... þeir hljóta að hafa lækkað aldurstakmarkið niður í 12 ár þarna á 800-bar.....
Í gærkvöldi var ég með félögum mínum í gönguklúbbnum Mountain Mama í mikilli pönkgleði... en þar var mín á heimavelli..... enda dulítið hrjúf svona inn við beinið..... mikið lifandi skelfingar ósköp var nú gaman..... og ekki laust við að maður sé aðeins rámur í röddinni í dag..... ég datt svona gjörsamlega í hlutverkið og var "helvítis fucking fuck....".... með á nótunum.....
Á fimmtudaginn ætla ég ásamt dóttur minni, litlu ömmulúsinni og góðri vinkonu að skella mér til Danmörku að heimsækja frumburðinn og nýja tengdasoninn..... mmmmm það verður gaman.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.3.2009 | 17:43
Spakmæli dagsins....
"Ef þú eyðir fullkomlega gagnslausum eftirmiðdegi á fullkomlega gagnslausan hátt, þá hefurðu lært að lifa." Lin Yutang
Mér fannst þetta eiga vel við núna á fallegum föstudegi....
Góða helgi....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2009 | 11:52
Ja hérna hér.....
Leyndardómar naflalónnar leystir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.2.2009 | 13:32
Allt á tjá og tundri....
Í Einholti er þessa dagana allt á tjá og tundri og þá er nú vægt til orða tekið... Bóndinn fer hamförum með pensilinn og sjálf er ég önnum kafin við .... tja.... ýmislegt annað ....
Við fórum á þorrablót í gærkvöldi og þar gerði ég þá merku uppgötvun ... að með smá hvítvín í blóði eykst hreyfigeta mín til muna.... ég dansaði þarna eins og herforingi og skemmti mér konunglega.... svei mér ef það rennur ekki bara blátt blóð í æðum mínum.... kannski dulítið útþynnt í dag..... en samt...
Það er sjaldan dauður tími hér í sólskinshreppnum.... þar sem sólin skín alla daga og smjör drýpur af hverju strái.......þessa dagana er tíkin Hekla á lóðaríi með tilheyrandi væli, veini og óróleika.... Herkúles, nýi dekraði hundurinn úr bænum, sem auk þess er graður, er á hjólum í kringum þessa merkilegu tík..... en það sem er dæmt til að gerast má náttúrulega alls ekki gerast..... því hver vill eiga Labrador hund með permanett.....Þannig að nú skiptast þau á, lóða-tíkin og graði hundurinn, að eyða tímanum lokuð inn í búri...... akkúrat núna er þetta svoleiðis að hér inni vælir Hekla og vill komast út... frammi vælir Herkúles og vill komast inn.......Mitt í öllu þessu spígspora svo kettirnir, Bónó, Fríða, Fanný og Penný, og skilja ekkert í þessu veseni í hundunum.......
Ó .... er ekki lífið yndislegt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2009 | 17:04
..og þá er að bretta upp ermarnar....
Ég er bara nokkuð sátt og töluvert bjartsýn.....enda kannski aldrei verið talin nein svartsýnismanneskja.....En nú er tímin Jóhönnu komin og ég treysti henni vel til að taka á þeim málum sem brenna á þjóðinni....
Gangi ykkur vel.....
Tíu ráðherrar í nýrri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)