2.3.2008 | 20:04
og enn fjölgar.....
Hér í Einholti fer íbúum fjölgandi, húsmóðurinni og Bóndanum til mikillar ánægju og gleði... |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.3.2008 | 14:41
Helgin hefur....
.....verið allveg ágæt... ef frá er talin þrálátur höfuðverkur sem hefur verið kvelja mig alla helgina..... kanski það sé komin tími á að panta tíma hjá augnlækninum....
Í rúmt ár hef ég stundað nám, samhliða vinnunni, þetta var vinnutengt námskeið, þjálfun og faghandleiðsla sem heitir Fjölskyldubrúin.
Fjölskyldubrúin er sértækur stuðningur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri glímir við geðræna erfiðleika. Áherslur stuðningsins eru á þarfir barnanna, verndandi þætti og jákvæða lífsleikni. Foreldra eru studdir til að geta sjálfir rætt við börn sín um geðrænu erfiðleikana og áhrif þeirra á daglegt líf barnannna.
Í þetta rúma ár höfum við unnið saman í pörum, og hitt fjölskyldur vítt og breitt um landið og boðið þeim upp á þennan stuðning. Þetta hefur verið ótrúlega gefandi og skemmtilegur tími og gaman að sjáog upplifa hvernig þetta módel virkar. Það er hverjum fagmanni hollt að "hoppa" úr hlutverki fagmanns af og til og vera fjölskyldum stuðningur, eða öllu frekar hjálp til sjálfshjálpar.
Á föstudaginn var svo formleg útskrift eftir þessa 12 mánaða intensívu vinnu, útskriftarhópurinn brá undir sig betri fætinum eftir athöfnina, og skellti sér á 101 til að sýna sig og sjá aðra.....
Í gærkvöldi skellti ég mér á Hellu og sótti nýjan langþráðan loðin fjölskyldumeðlim.......... Hún fær sennilega nafnið Fríða...enda með einsdæmum fríð.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 13:02
Hlaupársdagur.....
Það er nú annaðhvort að maður setji ekki niður nokkrar línur á þessum merkisdegi sem ekki kemur upp nema á fjögurra ára fresti...........
Nú fer að styttast í að maður fái úr því skorið hvort Hanarnir frægu og margumtöluðu séu að gera það sem til hefur verið ætlast af þeim......... Við tókum nokkur egg úr hænsnahúsinu um daginn og skelltum í útungunarvélina þannig að nú erum við, Bóndinn og ég, að urlast úr eftirvæntingu,.... skyldum við fá nokkra litla gula hænuunga innan skamms eða eru það hænurnar sem eru allveg vitagagnslausar.....
.....
Afmælisbörn dagsins....innilegar hamingjuóskir með þennan merkisdag........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 23:26
Í tilefni konudags......eða ekki......
Grein eftir Hjört Jónsson
Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona..
Ég heiti Hjörtur. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína ? hana Hrönn. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Hrönn auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.
Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni.
Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í "Heiðursmannagrillinu" í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.
Áður fyrr var Hrönn vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.
Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.
Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.
Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Hrönn mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast.
En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast ? lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.
Kveðja,
Hjörtur Jónsson
Athugasemd ritstjóra:
Hjörtur Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi.
Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Callaway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.
Hrönn konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var
þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Hrannar að Hjörtur hafi einhvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.2.2008 | 22:23
gaman,gaman....


![]() |
Eurobandið fer til Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2008 | 21:25
Konudagur, konudagur, konudagu......
Er búin að standa upp á endann í allan dag og selja rómantískum eiginmönnum, elskhugum, kærustum og öðrum karlmönnum blóm.......allveg greinilegt að ungir karlmenn hafa lært sitt hvað úr amerískum þáttum sem tröllriðið hafa þjóðinni undanfarin ár...
.. þeir koma inn í búðina, öryggið uppmálað og vita allveg upp á hár hvað þeir vilja fá......... og hafa til og með skoðun á því hvernig blómunum er pakkað....
.........og ef dagurinn var svona í dag...... þá getur maður rétt ímyndað sér hvernig morgundagurinn í blómaheimum verður........
........
Er að fylgjast með Laugardagslögunum með öðru eyranu...... og ég verð að segja að það voru herfilega mistök hjá Barða að reka bakraddirnar........ því lagið er hvorki fugl né fiskur án þeirra..... oh mæ god............ það verður spennandi að sjá hvaða lag kemst áfram.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2008 | 17:06
Hanaslagur.....
Skruppum í Fljótshlíðina í gær, ég og Bóndinn og var tilgangur ferðarinnar að ná í nýja hana í þennan glæsilega hænuhóp sem hér er... Ég og bóndinn lokuðum hænsakofanum vel og kyrfilega og tókum að undirbúa okkur fyrir atburði kvöldsins, fyrir dyrum stóð party aldarinnar. Saumaklúbburinn Glaðar kvinnur höfðu flautað til leiks og nú skyldi skvett úr klaufunum..... sem og við gerðum..... en það er nú efni í allveg nýtt blogg..... tökum það seinna....... Þegar við snerum heim úr borginni glöð í sinni eftir vel heppnað kvöld í góðra vina hópi.... heyrðum við að mikið gekk á í hænsnakofanum.... Já vegir náttúrunnar eru órannsakanlegir.... |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.2.2008 | 10:45
laugardagsriginingarblogg....
Nú er úti veður vott verður allt að klessu það yrði ekkert voða gott að gifta sig í þessu
Þess vegna ætla ég ekki að gera það en set í staðinn inn fallgegar vetrarmyndir sem teknar eru í sveitinni minni
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2008 | 15:26
Lausnamiðuð hugsun

![]() |
Reykingahús úr snjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.2.2008 | 09:48
Spakmæli vikunnar.....
Ég gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og
flensa.
Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram
að brosa.
Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni.
Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu. Þá
laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann.
Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og
skildi þá hversu mikils virði það er.
Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina.
Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því. Komum af
stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allann heiminn.
BROSTU
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)