Hanaslagur.....

Skruppum í Fljótshlíðina í gær, ég og Bóndinn og var tilgangur ferðarinnar að ná í nýja hana í þennan glæsilega hænuhóp sem hér er...Smile... en eins og þið vitið sem lesið bloggið mitt vitið... þá komumst við að því, á milli hátíða, að hana skömmin sem hér ræður ríkjum er allveg "flaming" gay .... og með fullri virðingu fyrir samkynhneigðum þá er það ekki allveg að virka á býli þar sem hlutverks hanans á m.a. að vera að gagnast hænunum....... u know what I mean...Wink.... Í Fljótshlíðinni hittum við fyrir Bjarna bónda Sigurðsson en hann hefur getið sér gott orð m.a. vegna ræktunar á hönum. Bjarni þessi er víðlesin og skemmtilegur kall, hann á þvílíka dobíu af glæsilegum hönum að það er sko meira en segja það að ætla sér að velja einn sem ber af öðrum þannig að við tókum tvo.....W00t..... Þegar heim var komið, með hanana tvo, var þeim skellt inn í hænuhópinn, en þann samkynhneigða höfðum við tekið frá og sett í "sérherbergi" sem stúkað var frá hænunum og væntanlegum keppinautum, þar sem örlög hans eru enn ekki allveg ráðin Woundering.. Nýju Hanarnir kunnu vel við sig í þessum glæsilega hænuhóp...... enda hafði þeirra verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þeir gengu þarna um eins og þeir ættu pleisið......með sperrtan kassan og stelið allveg beinstíft og virðulegt......WinkCoolSmile...... Hana greyið, þessi samkynhneigði, sat hnuggin og sár hinu megin við girðingu sem aðskildi hann frá hinum nýju keppinautum og sem nú tóku við að gera sér dælt við hænurnar hans CryingAngry.... Já lífið getur verið miskunarlaust stundum........

Ég og bóndinn lokuðum hænsakofanum vel og kyrfilega og tókum að undirbúa okkur fyrir atburði kvöldsins, fyrir dyrum stóð party aldarinnar. Saumaklúbburinn Glaðar kvinnur höfðu flautað til leiks og nú skyldi skvett úr klaufunum..... sem og við gerðum..... en það er nú efni í allveg nýtt blogg..... tökum það seinna.......

Þegar við snerum heim úr borginni glöð í sinni eftir vel heppnað kvöld í góðra vina hópi.... heyrðum við að mikið gekk á í hænsnakofanum....Sideways.. en við ákváðum að láta þessa valdabaráttu hanana óáreitta fram á morgun........ Þegar við svo kíktum inn í kofann í morgun...... rákum við upp stór augu....Shocking.. vissulega hafði þarna átt sér stað mikil og öflug valdabarátta...... en henni hafði lyktað með því að annar nýji haninn var komin inn  í sérherbergi samkynhneigða hanans á meðan hinn sat beigður og brotinn upp á einum varpkassanum...Undecided Crying Undecided.... inn í miðjum hænuhópnum stóð engin annar en sá samkynhneigði...... sperrtur og rígmontinn...... umvafinn fullnægðum hænum...W00tW00tW00t....

Já vegir náttúrunnar eru órannsakanlegir....Whistling..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HA HA HA HA HAna nú! Þetta er alveg óborganleg saga úr sveitinni!  Takk fyrir þetta.  Ég datt aftur í tímann þegar ég var í sveit sem stelpuskott og guð hvað ég sakna þeirra tíma.  Gangi ykkur vel með að finna nýja "goggunarröð"  Agg gaggagg!!! Ég næ mér ekki, þetta er svo brjálæðislega fyndið

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:14

2 identicon

Jú svona getur þetta verið:-)en baráttan mun halda áfram,sá "gamli"mun ekki hleypa þessum nýju að nema í fulla hnefana því þeir eru jú aðkomnir og á hans yfirráðasvæði.Svo munu þeir berjast þar til röðin er komin,hver verður númer 1 svo 2 og svo 3,sennilega verður númer 3 útundan og kemur sér uppá prik og hangir þar.Goggunarröðin er alsráðandi.Og oft hætta þeir ekki fyrr en einn eða fleiri gefast upp og jafnvel drepast.En gangi ykkur vel með hanana og vonandi fer þetta allt á besta veg.Gæti jafnvel verið að þeir væru frá mér eða ættaðir héðan:-)Bjarni hefur fengið alla umfram hana hjá mér sl.tvo ár vegna hanasetursins.

www.islenskarhaenur.is 

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:22

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahahha aumingja haninn - ég er ekki alveg viss, hver þeirra en einhver þeirra á örugglega alla mína samúð

Hrönn Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sko þann gamla.   Ég held með honum !!!!

Anna Einarsdóttir, 17.2.2008 kl. 20:40

5 identicon

Óborganleg saga é ætla að nota hana í næsta líffræði tíma bara fyndið.

kv. Linda

Linda (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:57

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, sá hlær sannarlega best sem síðast hlær!! Yndisleg saga úr sveitinni.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:20

7 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 21.2.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband