Ég er í jólafíling......

Mér áskotnaðist fyrir nokkrum árum síðan feiknaskemmtilegt kver um Jólasnótirnar þrettán eftir Davíð Þór Jónsson. Þar segir frá systrum jólasveinana sem ekki hefur heyrst svo mikið af....eða eins og segir á baksíðu þessa litla kvers;

"Allir þekkja vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana þrettán, óforbetranlega hrekkjalóma sem gera fólki lífið leitt á aðventunni. En í þessari bók birtast systur þeirra þrettán í fyrsta sinn á prenti, en hingað til hefur tilvera þeirra farið hljótt. Þær eru enn varhugaverðari en bræður þeirra - og nútímalegri. Til að mynda hafa flestir eflaust einhvern tímann orðið fyrir barðinu á Lyklakrækju, Rógtungu eða Bílklóru, svo einhverjar séu nefndar......"

Bókin er skemmtilega myndskreytt af Jean Antoine Posocco.........

Þrælskemmtileg viðbót í jólapakkann.....

"Sú fyrsta, Tröppusleikja,

er með tungu eins og naut.

Hún tröppuna sleikir

uns trappan verður blaut.

Svo kemur maður heim

með kristalskál

í tíu stiga gaddi.

Þá er trappan orðin hál.....

Glitblinda er önnur

með sinn glataða smekk.

Af flóðlýsingu hennar

fá fagurkerar skrekk.

Hún skýst um allan bæinn

og skreytir tvist og bast

og eftirlæti hennar

er amerískt plast.....

jolasnotirnar13


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehhe! Frábært! Ég hugsa að ég hafi lent í þeirri fyrstu í gær

Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 14:00

2 identicon

Aldrey heyrt um þessar systur áður  flottar.  Ertu ekki annars eitthvað að koma til í  fætinum ??? 

Vilborg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha!!! Hef heyrt smá...en var búin að gleyma þessum tjellingum...

Bergljót Hreinsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Tína

Hef aldrei heyrt um þessar systur, en þessi 2 vers hljóma ansi skemmtilega.

Vonandi ertu nú orðin betri í fætinum elsku vinkona. Farðu nú vel með þig.

Tína, 18.12.2008 kl. 08:58

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Kæra vinkona.   Sendi þér og fjölskyldunni jólakveðju og vona að þið eigið yndislega stund saman um hátíðarnar.

Marinó Már Marinósson, 19.12.2008 kl. 19:06

6 Smámynd: Dísa Dóra

Greinilega jafn uppátektasamar og bræður sínir

Dísa Dóra, 20.12.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband