2.11.2008 | 13:26
erill á laugardegi...
Átti svo ansi árans góðan dag í gær...... vöknuðum fyrir allar aldir (á laugardags mælikvarða...) og undirbjuggum okkur fyrir göngu með Mountain Mama genginu....... Hópurinn hafði mælt sér mót á ákveðnum stað í Hveragerði og var ætlunin að ganga eitthvað um Reykjadalinn... Veðrið var allveg eins og best var á kosið og gangan hin besta skemmtun... enda valin maður í hverju rúmi...eins og þar stendur......Eftir velheppnaða göngu settumst við með góðan kaffibolla á kaffihúsi í Hvergerði og plönuðum næstu göngugarpana......Er ekki lífið alveg frábært.....
Þegar heim var komið hófumst við handa við að koma heimilinu í skikk..... þar er allt á tjá og tundri því hér eru iðnaðarmenn búnir að vera dunda sér við að setja upp eldhúsinnréttingu í kreppunni.....En okkur var svo sem ekki til setunnar boðið þar sem um kvöldið stóð heilmikið til..... Á Laugarlandi hafði hreppsefndin flautað til heilmikillar veislu.... tilefnið var að nú er lokið heilmiklu umhverfisátaki í hreppnum þar sem nær allir hreppsbúar hafa lagt hönd á plóginn..... Boðið var upp á dýrindis mat og frábær tónlistaratriði....... er skemmst frá því að segja að úr varð hin ágætasta skemmtun....
Nú sit ég í miðri hrúgunni, er búin að fórna höndum og sortna fyrir augum..... en það þýðir víst ekkert að sitja og stara út í loftið nú er bara að bretta upp ermarnar og taka til hendinni ef þetta heimili á einhvertíma að verða íbúðarhæft aftur...
Athugasemdir
Geturðu ekki bara sagt Bóndanum að þú þurfir að skreppa út í gerði.........?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 13:29
ahahahh... jú það er allveg briljant lausn....... takk fyrir það Hrönnslan mín..
Fanney Björg Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:30
upp með ermarnar.... bí, bí og blaka....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:34
Það er sosum enginn tími betri en annar þegar skipt er út eða endubætt eitthvað á heimilinu. Annar er ég nú fegin því að hafa ekki verið stokkin í að skipta út í mínu eldhúsi því það kostar jú nokkra hundraðkallana.
Gangi þér vel og góða skemmtun í tiltektinni mín kæra. Vonandi klárast það fyrir jól gætir tekið jólaþrifin bara í leiðinni ! Svo bara upp með ljósin og kólýheit.
kv.Jóna
JEG, 3.11.2008 kl. 09:43
Alltaf nóg um að vera hjá þér kella mín. Enda er um að gera að hafa nóg fyrir stafni.
Knús á þig skotta
Tína, 3.11.2008 kl. 13:02
Til hamingju með gærdaginn
Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 16:53
Brynja skordal, 10.11.2008 kl. 16:33
> Þegar maður hringir á Klepp þá kemur sjálfvirkur símsvari:
> "Þú ert kominn í samband við Klepp.
> Ef þú hefur fjárfest í íslenskum bönkum, ýttu þá á einn.
> Ef þú ert farinn að hamstra matvæli í Bónus, ýttu á tvo.
> Ef þú heldur virkilega að einhver verði látinn sæta ábyrgð á
> hruninu, ýttu á þrjá.
> Ef þú treystir stjórnmálamönnum og öðrum íslenskum amatörapaköttum
> til að leysa úr vandanum, ýttu á fjóra.
> Ef þér finnst skynsamlegt að sömu hlandaularnir sem áttu stóran
> þátt í hruninu, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin, sjái um
> uppbygginguna, ýttu á fimm.
> Ef þú heldur að krónan sé gjaldgengur gjaldmiðill, ýttu á sex.
> Ef þú ert búinn að gleyma lofræðum forsetans um útrásarkrimmana,
> ýttu á sjö.
> Ef ekkert er valið þá verður þér gefið samband við útibúið við
> Austurvöll.
> Þú ert númer 168.537 í röðinni."
Er ég kannski rosa sein med brandarann???
kv litla baunin
Matta patta mús
Matthildur (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:32
ahahaah... nei nei litla baun.....þú slærð alltaf í gegn..... enda kippiru í kynið...
Fanney Björg Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.