23.10.2008 | 22:00
Pirr.......
Ég er við það að missa geðheilsuna..... og er eiginlega standandi hissa á því að ég skuli ekki nú þegar vera búin að missa það...... Málið er að ég er að gera tilraun til að prenta út glærur og annað námsefni fyrir fyrirlestrana í skólanum um helgina...... en eins og það gangi bara svona eins og að drekka vatn...... ó nei..... helv.... tölvan drepur alltaf á sér.....gamall gallagripur sem má muna sinn fífil fegri..... svo ætlaði mín að taka þessu með æðruleysi og tengja bara prentara Bóndans við nýju fínu fartölvuna mína...... en ónei.... hægan góða..... lífið er ekki svona einfalt...... þessi fornaldargripur Bóndans passar náttúrulega ekki við fínu græjuna mína....... og nú arga ég af öllum lífs og sálar kröftum.... og vitiði það heyrir ekki nokkur lifandi maður í mér.... því ég er jú stödd....einsömul...... í sólskynshreppnum margumtalaða.......ég held að nú sé pirringurinn kominn á það stig að ég opni eins og einn kassa af rauðvíni...... jafnvel tvo....... Hvað í andsk.... get ég gert annað...... og það sem meira er.... að ef Hrafnhildur vinkona mín væri hér þá væri ég stórskuldug henni..... því við....eða eiginlega ég .... er í "hættu að blóta" átaki...og fyrir hvert blót.... legg ég fimmtíukall í bauk....... o shit..... hvað þetta kemur til með að kosta.... og nú er kreppa ofaná allt saman.......
AAARRRRGGGG..... ég ætla að halda áfram að reyna við helv.... tölvuna......
Athugasemdir
garg! - bara svona til samlætis..... Áttu ekki millistykki á milli nýja tímans og gamla?
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 22:04
Að vera að nöldra yfir svona smámáli. Fáðu þér bara rauðvín og þá lagast þetta allt. Þetta er Villa 44
Marinó Már Marinósson, 24.10.2008 kl. 08:15
haha úffff hvað ég kannast við svona vandamál. Ekki svo sjaldan sem það munaði MJÖG litlu að tölvan mín fyki út um gluggann og prentarinn á eftir þegar ég var að baksa við slólann
Dísa Dóra, 24.10.2008 kl. 08:32
Já þetta er svona svipað og þegar ég er að garga á fjárvís.is ekkert þar er hannað eftri mínu höfði.
Anda inn .....anda út.....anda inn.....anda út....anda innn anda út.........................
knús og klemm essgan
JEG, 24.10.2008 kl. 17:16
Já, fari það í sótsvart helv.... segi ég þér til samlætis (svo ég api nú eftir henni Hrönn)..
Veistu, þegar móðir mín elskuleg reyndi að venja 8 ára dóttur sína af því að bölva, en þá var sú síðarnefnda fremur flink í því, kenndi hún henni að einfaldlega segja bara: ansans árinn, bévítans og árans. Þetta verkaði ágætlega en krökkunum fannst ég bölva eins og fáviti.
Vona að þetta hafi nú á endanum gengið með glærurnar; geturðu ekki bara sett þær á minnislykil og stungið honum í tölvuna þar sem þú kemur til með að kenna??
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:01
ahahah.... Guðný Anna... ef ég hefði nú verið að kenna sjálf þá hefði ég nú ekki eytt öllu þessu púðri í glærurnar.... Nei ó nei kæra vinkona ég var í hlutverki desperats nemanda um helgina...... með prestationsanges á háu stigi......en allt blessaðist þetta nú fyrir rest.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 25.10.2008 kl. 20:51
Gott að heyra að þetta hafi nú tekist allt saman fyrir rest. Einmitt þjóðráð held ég að fá sér bara smá rauðvín með.
Leifur er einmitt að reyna að hætta að blóta og segir orðið Jokk fú í staðinn fyrir......... tja hvað heldurðu?
Nútímavæðingarknús á þig skemmtilegust
Tína, 27.10.2008 kl. 07:27
Já Tína mín maður reynir nú að setja þetta hefðbundna blót í nútíma búning í staðinn fyrir "the f word" segi ég "formaður"... með sérstökum áherslum og það gengur bara skrambi vel.......
en ég þarf eiginlega að hitta þig og diskutera bókina "Kona fer til læknis"... ég er gjörsamlega húkt á henni núna....
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 09:01
Prinsinn minn var látinn bölva á finnsku þegar hann bölvaði sem mest. Það var mjög fyndið að heyra í honum á sínum tíma, "saddalla bergalla" en ég kann ekki að skrifa þetta rétt.
Marinó Már Marinósson, 27.10.2008 kl. 13:04
Í fyrsta skipti sem ég fór til Finnlands var ég spurð, af Finnum, hvort ég kynni eitthvað í finnsku! Ég var vitaskuld hálftalandi á finnsku og opinberaði fræði mín! Konurnar tóku andköf allt í kringum mig - ég bölvaði eins og sami nýkominn úr gufu á leið í jökulkalt vatnið!!
Síðan er ég altalandi á finnsku - ef ég er spurð..... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 22:41
ahahahaah... þarna er þér rétt lýst Hrönnslan mín..... ekkert verið að skafa utan af því......
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:21
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 31.10.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.