13.10.2008 | 22:42
....og lífið heldur áfram....
Ég hef verið eitthvað hálf andlaus undanfarið og þar af leiðandi frekar löt við að blogga....
Ég hef náttúrulega fylgst með þróun mála í efnahagsmálum þjóðarinnar eins og aðrir landsmenn.... fengið bæði örari hjartslátt og kvíðahnút í magann yfir ástandinu... en ég er ein af þeim sem tel að maður hafi ekki gott af því að sitja yfir hverjum fréttatímanum af fætur öðrum til að fá nýjustu og ferkustu fréttir af hamförunum..... Ég held að maður verði að taka þessu ástandi með ákveðnu jafnaðargeði og æðruleysi..... þakka fyrir það sem maður á og fyrir þá sem maður hefur í kringum sig.... fjölskyldu og vini...... Ég get í sjálfu sér ekki gert svo ýkja mikið akkúrat núna annað en að halda áfram að lifa lífinu.....stunda mína vinnu og vera góð við þá sem mér standa næst...og hina líka ...... að sjálfsögðu......ég gæti sjálfsagt farið betur með þær krónur sem ég þó á .... og þó... kona verður nú að kaupa sér eins og eitt skópar......aðstoða við að koma jafnvægi á gjaldeyrisstöðuna....Er það ekki svoleiðis sem maður jafnar hana smám saman.... með skókaupum, töskukaupum eða með nýjum varalit.......
Elskið hvort annað.... það er svo miklu auðveldara....
Athugasemdir
Þetta er nú meiri dúllan þarna á myndinni.
Knús og klemm úr sveitinni.
JEG, 13.10.2008 kl. 22:47
........... jiminn, en sú dúlla. Þori að veðja að hún er farin að segja brandara ... henni hlýtur að kippa í kynið.
Skil þig með skókaup og varalit. Hvorutveggja afskaplega hollt og andlega og félagslega uppbyggjandi. Veistu hvað ég geri af eldmóð þegar syrtir í álinn? Hlusta á jazz og baka brauð og kökur og elda dýrindis krásir. Og kveiki á kertum. Þá finnst mér lífið bara harla gott þrátt fyrir allt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:42
Svo sammála :)
Og vá hvað litla dúllan er falleg
Dísa Dóra, 14.10.2008 kl. 03:24
Ég gríp til svipaðra ráða og Guðný Anna! Baka ;) elda og raula hamingjulög á meðan!
Ætlarðu að segja mér að þetta sé litla barnið? Allabaddería hvað hún er orðin stór!! En hún er enn falleg
Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 08:34
Nú er ráð að skó að kaupa, einn á fætur öðrum, mundu Fanney að reima þá,
áður en þú ferð út að hlaupa
Marinó Már Marinósson, 14.10.2008 kl. 12:23
Guuuððð... hvað ég er sammála þér.....Er litla dúllan bara farin að sitja sjálf!!!!! Duglegust!!
Vilborg (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:06
þvílíkt Dúlluskott á myndinni hafðu það ljúft Elskuleg knús til þín
Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.