Er þetta ekki einum of......

Ég hafði alltaf gert mér grein fyrir því að nýjum vinnustöðum fylgdu nýjar vinnureglur ....Woundering.. en er þetta ekki einum of.....Errm. Ég fékk þessar reglur sendar í e-mail í dag til samþykkis og undirskriftar...GetLost..Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera..... ???

1.Starfsmannafatnaður;

Það er ætlast til að þú komir klædd/ur í vinnuna í samræmi við launatekjur þínar. Ef þú mætir klædd/ur í 40 þúsund króna Prada strigaskóm eða ert með 80 þúsund króna Cucci hafndtösku, gerum við ráð fyrir því að þú sért á nógu góðum launum og þurfir alls enga launahækkun. Ef þú kemur fátæklega klædd/ur biðjum við þig að fara betur með peningana þína, svo þú getir keypt þér betri og fallegri föt. Ef þú aftur á móti ert einhvers staðar þarna á milli ert þú sennilega á réttum stað og þarft enga launahækkun.

2.Veikindadagar;

Ekki er lengur tekið á móti læknisvottorðum. Ef þú getur farið til læknis og fengið hjá honum vottorð, geturðu alveg eins mætt í vinnu.

3. Aðgerð;

Uppskurðir og eða aðgerðir eru nú bannaðar, svo lengi sem þú ert starfsmaður hérna, þarftu á öllum þínum líffærum að halda og ættir þess vegna alls ekki að láta fjarlæga neitt. Þú varst ráðinn með öll líffæri og ef það breytist á einhvern  hátt er það brot á ráðningasamningi.

4. Persónuleg leyfi fyrir utan orlof;

Hver launþegi fær 104 daga á ári til að sinna einkaerindum. Þeir dagar eru kallaðir laugardagar og sunnudagar.

5. Fjarvera vegna jarðarfara;

jarðaför er ekki  afsökun fyrir því að  mæta ekki í vinnu. Það er ekkert sem þú getur gert fyrir fyri látna vini, ættingja eða samstarfsfólk. Reyna ætti að ömmum mætti að láta aðra sjá um að mæta í jarðaför viðkomandi. Í sérstökum undantekningar tilvikum þar sem starfsmaður verðu að mæta, skal jarðaförin tímasett seinnipart dags. Okkur er sönn ánægja að leyfa viðkomandi starfsmanni að vinna natatímann sinn upp í þær stundir sem hann væntanlega yrði fjarverandi.

6. Fjarvera vegna eigin dauða;

Þetta er líklega eina fjarveran sem við tökum til greina. Samt sem áður er ætlast til þess að starfsmaður gefi okkur alla vega tveggja vikja fyrirvara svo hægt sé að aðlaga og þjálfa nýjan starfskraft í þitt starf. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

mér finnst þetta nú sjálfsagt eiginlega. það er töff lökk að skipta um vinnu og þú færðir þig þarna yfir í útálandi....

jamm, atvinnuleysi og kreppa og þýðir ekkert væl.

ekkert lansadæmi lengur væna mín. ekkert lansadæmi...

arnar valgeirsson, 16.9.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rosa töff reglur! Mér finnast beztar þessar með fatnaðinn og læknisvottorðið

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 01:00

4 Smámynd: JEG

Já svo eru vinnuveitendur hissa á að þeim haldist illa á staffi

Kveðja úr sveitinni sem brátt verður smöluð.

JEG, 17.9.2008 kl. 18:48

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Það er náttla sjálfsögð tillitssemi að láta vita hvort maður ætli að deyja eftir tvær vikur eða svo....

Bergljót Hreinsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:12

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Besta að fara að breyta reglunum hjá sér...... .... þá fæ ég þig kannski í vinnu ....?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband