23.2.2008 | 21:25
Konudagur, konudagur, konudagu......
Er búin að standa upp á endann í allan dag og selja rómantískum eiginmönnum, elskhugum, kærustum og öðrum karlmönnum blóm.......allveg greinilegt að ungir karlmenn hafa lært sitt hvað úr amerískum þáttum sem tröllriðið hafa þjóðinni undanfarin ár..... þeir koma inn í búðina, öryggið uppmálað og vita allveg upp á hár hvað þeir vilja fá......... og hafa til og með skoðun á því hvernig blómunum er pakkað.............og ef dagurinn var svona í dag...... þá getur maður rétt ímyndað sér hvernig morgundagurinn í blómaheimum verður................
Er að fylgjast með Laugardagslögunum með öðru eyranu...... og ég verð að segja að það voru herfilega mistök hjá Barða að reka bakraddirnar........ því lagið er hvorki fugl né fiskur án þeirra..... oh mæ god............ það verður spennandi að sjá hvaða lag kemst áfram.......
Athugasemdir
Það er af sem áður var þegar menn stauluðust í Kauffélagið og keyptu blóm sem dóu í fyrradag........
Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 22:34
akkurat það sem ég meina Hrönn....... en er þetta jákæð eða neikvæð þróun...
Fanney Björg Karlsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:39
Jákvæð - ekki spurning! Það á að kaupa blóm og gefa þau við öll hugsanleg tækifæri! Alltaf allsstaðar.
Segðu það með blómum
Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.