8.11.2007 | 20:45
kontaktsnámskeið.....
Ég og bóndinn erum með tíkina á hvolpanámskeiði, erum búin að fara í einn bóklegan tíma og fórum svo í fyrsta verklega tímann í gærkveldi...... allveg ótrúlegt......... áttum að mæta með heilan pakka af pylsum því við erum að æfa "augnkontakt" Bóndinn var við stjórnvölinn, þarna stóð hann með niðurskornar pylsur í vasanum munninn fullan af pylsubitum...... galdurinn er að láta tíkina horfa á mann...... beint í augun.... .... og svo er ætlunin að sú stutta átti sig á því að ef hún er dugleg að gefa augnkontakt þá fær hún nammi..... þetta virtist mjöööög auðvelt.... og það pirraði mig all svakalega hvað bóndinn var tregur... ég meina hversu erfitt er að láta lítinn sætan hvolp horfa í augun á sér ...en en en...Adam var ekki ýkja lengi í Paradís..... og ég ekki lengur.... því að í kvöld.... þegar ég var búin að ganga frá í eldhúsinu, brjóta saman þvottinn, vökva blómin og annað smálegt sem þarf að gera heima við........ tók ég fram eitt stk pylsu, skar hana í litla en mjög jafna bita....... setti nokkra í munninn og nokkra í vasann...... nú skyldi ég sýna öllum hvar Davið keypti ölið.... þjálfunin skyldi byrja og tekin af fullri alvöru...... og ef ég á að vera fullkomlega heiðarleg þá er ég að velta því fyrir mér hvernig ég geti bætt bóndanum upp "pirringin" frá því í gær....... það er nefninlega ekkert auðvelt að láta lítinn saklausan en ansi líflegan hvolp átta sig á því að hann eigi að horfa í augun á manni..... þetta er hörkupúl........ og mikil þolinmæðisvinna...... ég lofa upp á æru og trú að ég skal aldrei aldrei aldrei vera pirruð út í bóndann þegar hann er að þjálfa tíkina.........
Athugasemdir
Hver er tilgangurinn með því að þjálfa hana í að horfa í augun á fólki? Það er algjörlega gegn eðli hunda að horfast í augu við hvort sem það er fólk eða aðrir hundar!! Það er mikill dónaskapur á hundamáli og algjörlega gegn eðli þeirra.
Skil hana svo vel.
Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 20:50
almáttugur Hrönn...... ég enda kanski með dúlluna mína hjá dýrasálfræðingi...sko ég er að meina tíkina...ekki bóndann......... En hvað veit ég .... eg reyni bara að fylgja leiðbeiningum hundaþjálfarans ....hmmm...ég ætti kanski að fara að leggja fyrir ...... fyrir sálfræðikostnaðinum meina ég......
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.11.2007 kl. 21:23
hehehehe eða svindla aðeins og mynda "augnkontakt" smá á ská, getur prófað að geyspa aðeins í leiðinni (feik offkors) um leið og hún þiggur pylsubitann............
lofjú
Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 22:06
hmmm... já... svei mér ef ég reyni það bara ekki..... hitt er allt of mikið vesen......
lofjútú
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.11.2007 kl. 23:41
Eridda svona mikið maus að þjálfa hunda ...ég myndi ekki hafa þolinmæði held ég
Marta B Helgadóttir, 10.11.2007 kl. 12:59
Já Marta mín..... það er pínu maus að þjálfa hunda...... en þetta er skemmtilegt og gefandi maus.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 10.11.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.