lífið í hnotskurn......eða...

Ég sit hér fyrir framan tölvuna og get ekki annað.....hugurinn er nánast tómur.... svona " ljós og engin heima tilfinning"... hver kannast ekki við slíkt ástand í lok strembinnar vinnuviku Shocking ?

Vikan sem nú er að líða undir lok hefur verið viðburðarík, spennandi, þreytandi, pirrandi, skemmtileg, forvitnileg, kvíðvænleg...... og allt þar á milli......W00t Sideways Ninja Shocking FootinMouth Angry Frown 

Undanfarnar vikur og fram í lok nóvember mun Endurhæfingarmiðstöðin á Kleppi standa fyrir námskeiði fyrir aðstandendur Geðklofasjúklinga, á miðvikudaginn var flutti Brynjar Halldórsson einkar forvitnilegt erindi um Hugræna Atferlismeðferð fyrir geðklofasjúklinga. Næsta miðvikudag á ég að halda erindi um mikilvægi þess að vera virkur í sínu daglega lífi..... og það er eiginlega þess vegna sem ég sit eins og límd við tölvuna........ en ég er allveg gjörsamlega steingeld...... Ég veit svo sem allveg hvað ég ætla að fjalla um og hvernig ég ætla að koma því frá mér...... en það er öllu erfiðara að koma því niður á blað.... er með fullbúin fyrirlestur fyrir framan mig..... en ... mikill vill meira..... og ég er þungt haldin af fullkomnunaráráttu akkurat núna......Hvenær verður ágætt gott....og hvenær verður þokkalegt framúrskarandi.........Halo Whistling.... ætti kanski að taka það fram .... að ég er ekki búin að drekka deigan dropa af áfengi..... ég er bara svona..... hef reyndar borðað lítið sem ekkert sælgæti í marga marga daga...... og það gæti haft áhrif á heilastarfsemina.... fékk mér að vísu toppís í kvöld þegar ég kom heim úr vinnunni....... mmmmmmm hann bragðaðist unaðslega..... Ég var komin í svipað ástand og Dr House í síðasta þætti,,,,, fráhvarfseinkennin allveg að gera út af við mig.......

En gott fólk ég er farin að röfla... og rúmlega það......bíð því góða nótt...um leið og ég hreiðra um mig með Sendiherrann í rúminu......mmmmm

 

over and át...Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ráðlegging gamals kennara: Hlauptu á staðnum í 5 mínútur. Drekktu 2 glös af vatni með sítrónu. Að því afloknu, sturtaðu í þig 2 rótsterkum kaffibollum. Þá ertu komin á maximal flug og sest einbeitt við tölvuna. Síðan finnurður fullt af tilvitnunum með orðunum iðja og daglegt líf í.... og lagó, áfram pikk og tikk. Gott gengi, iðjuljósið mitt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með afmælið dúlla

og gangi þér vel á miðvikudaginn

Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband