Sveitin....

Renndi austur í sveit í gær, varð að gefa hænunum og köttunum sem hafa verið ein heima í nokkra daga..... mér finnst soldið skrítið.... já og hálf fyndið ... að sjá þetta á prenti... því að ef einhver hefði sagt við mig fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að verða "bóndakona" sem lifði og hrærðist í sveitinni...hefði ég hlegið mig máttlausa.... þvílíkt ímyndunarafl.....LoL...en í dag er raunin sem sagt sú að ég er orðin svona hálfgerð bóndakelling og er að fíla það gjörsamlega í botn W00t.....vinkonum mínum til mikillar undrunar oft á tíðum.....

En sem sagt..... ég renndi austur í gær til að fóðra blessuð dýrin.....  að sjálfsögðu kom Hekla litla með... og þar sem ég ætlaði ekkert að eyða of miklum tíma í þetta fóðurvesen fór ég aðeins á undan mér við þetta annars mjög einfalda verk..... Ég byrjaði á því að opna inn í hænsnahúsið en uppgötvaði mjög fjótlega að ég átti eftir að sækja matinn þeirra inn í hús Sideways......ég hugðist redda því svona 1... 2.... og 3... og stökk inn í hús,,, þegar ég kom út aftur mæti ég einni hænunni sem var í smá skemmtigöngu í rósagarði bóndans..... "Hamingjan sanna " ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að þessi fiðurfénaður gæti flogið af einhverju viti.... hvað þá komið sér alla þessa leið.... alla leið inn í rósargarðinn.....Blush... Hekla gjörsamlega missti sig og hljóp urrandi og geltandi eftir vesalings hænunni sem hálf-hljóp og hálf-flaug undan þessum brjálaða hundi... ég rak síðan lestina.... sussandi á tíkina með fangið fullt af hænsnamat......PinchW00tShocking.... Ég hefði gjarnan vilja vera fluga á vegg og fylgjast með þessum fjöruga eltingaleik...  þegar þarna var komið við sögu var ég sannfærð um að Bóndinn væri með falda myndavél þarna einhversstaðar í rósagarðinum.... svona lagað gerist ekki ..... öðruvísi en undirbúið.....GetLost..

En allt er gott sem endar vel.... hænukvikindið endaði réttu megin við girðinguna reynslunni ríkari... allir fengu mat og drykk og undu vel við sitt..... En nú þarf ég bara að bíða fram að næsta þorrablóti í sveitinni til að fá úr því skorið hvort einhver vitni hafa orðið af þessum fjöruga og skondna eltingaleik Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

góð frásögn 

Marta B Helgadóttir, 30.9.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En.....fallegust, af hverju komstu ekki við? Það verður spennandi að vita hvort Bóndinn er með menn á sínum snærum að safna skemmtiatriðum fyrir þorrablót

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband