3.9.2007 | 13:34
Góð helgi....
Átti mjög góða helgi... eftir annars frekar leiðinlega veikindaviku . Á laugardaginn fór ég með vinnufélögum, ca 300 manns, í haustferð. Ferðinni var heitið í Þakgil, sem er rétt fyrir utan Vík í Mýrdal, ákaflega fallegur og skemmtilegur staður með hrikalegri náttúrufegurð eiginlega hvert sem litið er. Leiðin inn i þakgil er ævintýralega skemmtileg þar sem háir klettar hafa tekið á sig margvíslegar myndir dýra, trölla og annarra vætta . Við áttum þarna saman yndislegan dag í frábæru veðri, gengið var um svæðið á meðan mannskapurinn úr starfsmannaráði galdraði fram hina ágætustur grillmáltíð... sem sagt allveg frábær dagur...og ég mæli með ferð í Þakgil
Á sunnudeginum svaf ég frekar lengi........ fór ekki á fætur fyrr en rétt um kl 11.... uss uss uss.... En um miðjan dag hljóp einhver fítonskraftur í mína ég reimdi á mig skóna og skundaði af stað.... nú skyldi haldið í sund og dormað soldið í heitum potti.... Ég gekk eina átta km þar til ég komst á áfangastað, Laugaland í Holtum, en þar er allveg stórfín sundlaug.... mmmm næs... Tók því rólega um kvöldið með prjónana fyrir framan sjónvarpið, enda ekki seinna vænna en að klára lopapeysuna sem verið er að prjóna á tengdasoninn og búið er að lofa í þó nokkra mánuði..... en betra er seint en aldrei.......
Athugasemdir
Sammála því. Það er rosa flott í Þakgili!!
8 kílómetrar í sund Fanney???!!! og svo aðrir átta til baka?
Svo segirðu að það séu til lyf fyrir mig........
knús á þig dúlla
Hrönn Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 14:00
ahahah... nei..sko Hrönn mín ég fékk far til baka... maður er sko ekki algjör...
Fanney Björg Karlsdóttir, 3.9.2007 kl. 15:04
Vá, flottar myndir. Þú ert fjalladýr, fröken Fanney.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:24
Takk Guðný mín.... jú mér finnst allveg afskaplega gaman að fara á fjöll og smelli á mig skóna hvenær sem tækifæri gefst....
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.