Frjósemi......

Ég held að það sé komin tími til að blogga smá.... þó fyrr hefði verið.....

Hér í Einholti gengur lífið sinn vanagang...og rúmlega það..hér fjölgar sem aldrei fyrr....og ég held að ég biðji um að slökkt verði á frjósemiskertinu sem einhver hefur greinilega, í hreinni góðmennsku, tendrað fyrir mig......

Allt saman byrjaði þetta nú á því að yndisfríða læðan mín, Fríða, eignaðist fimm kettlinga á sumardaginn fyrsta, allt eru þetta náttúrulega fallegustu kettlingar sem fæðst hafa sunnan Alpafjalla og ég þreytist seint á að horfa á þessa litlu fjölskyldu, hvernig mamman leggur sig alla fram við að ala ungviðið upp og kenna þeim allar lífsins reglur.... hún getur stundum tekið hlutverk sitt full alvarlega, að mínum smekk.... því hér um kvöldið dröslaðist hún t.d. inn með lítinn músarunga í kjaftinum til að kenna börnunum sínum hvernig maður kemst af í hinum stóra heimi..... Ég segi nú fyrir mitt leiti að mér finnst þetta alveg óþarfi..Sick. ég hefði glöð googlað þetta fyrir hana......

.... en eins og það sé ekki nóg á öllum meðal heimilum að hafa fjóra fullvaxta ketti og fimm kettlinga þá tóku þær systur, Fanný og Penný, upp á því að verða kynþroska....Pinch. og það fyrir allan peninginn..... þann fyrsta júní bættust því við nokkrir kettlingar í viðbót.....þannig að í dag bý ég í Einholti ásamt Bóndanum, tveimur hundum og þrettán köttum.......Crying......Svo má nú ekki gleyma frjóseminni í hænsnahúsinu, þar ætlar allt vitlaust að verða ...... fyrir tveimur vikum skriðu út úr eggjum sínum sautján gullfallegir hænuungar......er til eitthvað krúttlegra.......Nema ef væri.... litla folaldið sem fæddist hér þann 2. júní......lítið rautt merarfolald sem fékk nafnið Dögg....InLove...

Ég verð að viðurkenna, og ég segi ykkur satt að ég tala beint frá hjartanu...."Nú finnst mér nóg komið..." allavega af köttum, Bóndinn meira segja farin að kvarta yfir kattarofnæmi..... en það eru nú til lyf við þeim andsk...... þannig að ég hlusta ekkert á svona röfl.....en nú tek ég upp símann og panta tíma hjá dýralækni og geri ráðstafanir fyrir kisurnar mínar......Smile..... en ég er ekki frá því að Fanný hafi fitnað allverulega upp á síðkastið...... en hún getur nú bara verið að herma eftir mér....sem er í óðaönn við að safna aukakílóum í kreppunni......Tounge


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Mamacat 

Marinó Már Marinósson, 8.6.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha það ætti allavega að vera eða verða fljótlega allavega músarlaust í Einholtinu

Dísa Dóra, 8.6.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er rosa fegin að þú tókst ekki upp símann og gerðir ráðstafanir með Bóndann...

Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 23:55

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

PS ég á kökur ef þú/þið eigið leið.......

Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 23:56

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilega þjóðhátíð

Marta B Helgadóttir, 17.6.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband