Jæja...

... þá eru kosningarnar afstaðnar og við taka spennandi tímar með öflugri vinstri stjórn....Smile... Ég er mjög sátt við úrslitin þó ég skilji ekki hvernig Framsókn fór að því að auka fylgi sitt sem raun bar vitni.....en vegir pólitíkurinnar eru órannsakanlegir..... eða hvað......W00t

 Á sumardaginn fyrsta fjölgaði í Einholti svo um munaði..... Fríða... fallega bröndótta læðan mín eignaðist fimm yndislega kettlinga þannig að ég hef verið í svona stuðnings-fæðingarorlofi síðan þá InLove... Ég fæ ekki nóg af því að horfa á og dást af þessum litlu krílum..... lítil frænka rak inn nefið þegar fæðingin stóð sem hæst og þótti þetta mjög merkilegt og spennandi.... alveg þangað til hún sá læðuna éta fylgjuna......Sick... það þótti henni frekar ógeðslegt og var ekki svo viss um að hún myndi nokkurn tíma vilja eignast börn.... allavega þar til ég útskýrði fyrir henni að þetta færi ekki alveg svona fram hjá okkur mannfólkinu LoLLoLLoL....

Hér ætlaði ég að setja inn mynd af hinni nýbökuðu móður með afkvæmi sín.... en einhverra hluta vegna tekst mér ekki að hlaða þeim inn.... set í staðin mynd af fallegu læðunni Fríðu þegar hún var ung og saklaus......Wink

Fríða litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2009 kl. 07:26

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta var falleg lesning þar til að kom að átinu.     En gangi þér vel í Kattholti. 

Já!  Frammarar. Guðni Á svífur enn yfir vötnum hjá XB. he he

Marinó Már Marinósson, 27.4.2009 kl. 08:34

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hægrismelltu á myndina - Open with.... microsoft office picture manager.  Þá Edit picture - compress pictures - haka við web pages.

Það hefur reynst mér vel að setja myndirnar í það form áður en hlaðið er inn.

Til lukku með kettlingana.  Ég er sjálf drullumontin kettlinga-amma.   

Anna Einarsdóttir, 2.5.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þarf að fara að kíkja á þig

Hrönn Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 01:04

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk Anna... ég reyni þetta....

Hrönnslan mín nú er bara að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í sveitina...

Fanney Björg Karlsdóttir, 3.5.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband