9.4.2009 | 15:26
þegar óttinn tekur völdin....
Í dag er skírdagur og hér sit ég og bíð eftir sumrinu.....læt hugann reika og hugsa um allt það sem ég ætla mér að gera í sumar ...
Ég hef um hríð haft mikinn áhuga á að koma mér upp nýju hobbýi..... sem ég get stundað með Bóndanum og eitthvað sem ég verð alveg meiriháttar flott og fær í.....Ég er að sjálfsögðu löngu búin að ákveða hvað þetta hobbý á að vera.....og ég er búin að reyna að taka þátt... mér hefur tekist ágætlega upp en betur má ef duga skal og því greip ég til minna ráða.......
Þetta hobby sem um ræðir er hestamennska..... ég á meira að segja hest... tja .. eða meri.......og víst hef ég farið á bak og farið í reiðtúra og alles.... mér finnst mjög gaman að umgangast hrossin og fara á bak...... en...... ég er, eða var.... skíthrædd við þessar skepnur ..... Mér fannst ekkert mál að skella mér á bak og ríða út, og fannst það í raun toppurinn á tilverunni, mér finnst hrossalyktin góð og hef unun á að horfa á hrossin út í haga......en það er akkúrat meinið..... ég horfi á hrossin út í haga... þannig að í raun má segja að ég sé "fjarska-hrifin" af þessum skepnum en mér er ekkert um að þau komi öll askvaðandi á móti mér og hnusi af mér .... ég fæ svona klump í magann og er bókstaflega að ærast af hræðslu.......Mér er það ljóst, og mér var það raunar mjög fljótlega... að ef maður ætlar sér að vera í hestunum og stunda þá iðju af einhverri alvöru þá er ekki æskilegt að maður sé að gera í sig af hræðslu í hvert sinn sem manni dettur í hug að ganga um landareignina ... svo ég tali nú ekki um útreiðar og svoleiðis sem óneitanlega er fylgifiskur þess að vera í hestunum....
En en.....maður deyr nú ekki ráðalaus og síst á tímum sem þessum...... og sjaldan er björgin langt undan...... Í janúar sá ég auglýst reiðnámskeið fyrir hræddar konur sem halda átti á Hestheimum sem er jú bara næsti bær við okkur hér í Einholti..... Ég sló til og skráði mig á námskeiðið... var hugrekkið uppmálað alveg þar til að námskeiðinu kom..... Nóttina fyrir herlegheitin svaf ég ekki mikið enda runnu fyrir hugskotsjónum mínum fólk sem hafði orðið fyrir hesthófum af einhverju tagi og var mis krambúlarað á eftir..... en ég lét ekki deigan síga og ég kláraði námskeiðið með stæl....
Ég get í dag, nánast án þess að urlast af hræðslu... sótt hrossið í stíuna, kembt því og dedúað við það á allan hátt..... meira að segja látið það lyfta fót og kannað hófana......Ég mæti núna í reiðskólann nánast í hverri viku þar sem reiðkennarinn minn, Barbara Mayer, kennir mér góða ásetu og allskonar hundakúnstir...... og það sem meira er... mér er að takast að yfirvinna þennan ótta sem hefur staðið í vegi fyrir því að ég hafi stundað hestamennskuna eins og ég hefði viljað.....
Einn góðan veðurdag þá.......
Athugasemdir
Þú ert svo dugleg Akkúrat svona á að fara að þessu.
Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2009 kl. 16:20
...og sem ég skrifa þetta lít ég út um gluggann og þá situr þú þar og veifar
Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2009 kl. 16:21
Ég leit út um gluggann líka..... en sá þig ekki.
Þú hefur áhuga og þá kemur allt hitt.
Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:33
Þú hefur höndlað þetta á þinn frábæra "fanneyska" hátt!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2009 kl. 13:16
Gott hjá þér að takast á við þetta og vonandi tekst þér að komast yfir þennan ótta. Ætli þú verðir ekki áður en þú veist orðin yfir þig hrifin af hestum það er reyndar mjög auðvelt að elska þessar yndislegu skepnur
Dísa Dóra, 10.4.2009 kl. 20:55
Flott hjá þér :)
Nkl svona á að taka á þessu því það er engin skömm að fara á námskeið .....það eru allri alltaf á einhverskonar námskeiði :) Njóttu vel þess að ná að sigarast á þessu. Því það er frábært að vera í hestahobbýi. Þekki það .....been theer.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 13.4.2009 kl. 14:17
Hæ hæ Fanney mín, langt síðan ég hef skrifað hér, en þegar ég byrjaði að lesa færsluna þá var ég viss um að hobbýið sem þú værir að fara hella þér út í væri golf! Vonandi hittumst við sem fyrst kæra vinkona.
Kveðja til allra þinna frá Fjallalinda genginu :)
Linda (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.