8.2.2009 | 13:32
Allt á tjá og tundri....
Í Einholti er þessa dagana allt á tjá og tundri og þá er nú vægt til orða tekið... Bóndinn fer hamförum með pensilinn og sjálf er ég önnum kafin við .... tja.... ýmislegt annað ....
Við fórum á þorrablót í gærkvöldi og þar gerði ég þá merku uppgötvun ... að með smá hvítvín í blóði eykst hreyfigeta mín til muna.... ég dansaði þarna eins og herforingi og skemmti mér konunglega.... svei mér ef það rennur ekki bara blátt blóð í æðum mínum.... kannski dulítið útþynnt í dag..... en samt...
Það er sjaldan dauður tími hér í sólskinshreppnum.... þar sem sólin skín alla daga og smjör drýpur af hverju strái.......þessa dagana er tíkin Hekla á lóðaríi með tilheyrandi væli, veini og óróleika.... Herkúles, nýi dekraði hundurinn úr bænum, sem auk þess er graður, er á hjólum í kringum þessa merkilegu tík..... en það sem er dæmt til að gerast má náttúrulega alls ekki gerast..... því hver vill eiga Labrador hund með permanett.....Þannig að nú skiptast þau á, lóða-tíkin og graði hundurinn, að eyða tímanum lokuð inn í búri...... akkúrat núna er þetta svoleiðis að hér inni vælir Hekla og vill komast út... frammi vælir Herkúles og vill komast inn.......Mitt í öllu þessu spígspora svo kettirnir, Bónó, Fríða, Fanný og Penný, og skilja ekkert í þessu veseni í hundunum.......
Ó .... er ekki lífið yndislegt....
Athugasemdir
hahahah... ég ætti kannski að koma í heimsókn með mína? Bara svona til að dreifa huganum :)
Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 13:43
Þetta með úti og inni minnir mig á ljóðið eftir Þórarinn Eldjárn:
Maður og mús
Það er gata, það er hús,
það er maður inni.
Það er veggur, það er mús
þar í holu sinni.
Maðurinn er Maron Briem
músasérfræðingur.
Músin heitir Hulda Sím,
hún er mannfræðingur.
ÚT að skoða merkan mann,
músin stefnir þangað.
INN í músarholu hann
hefur alltaf langað.
Marinó Már Marinósson, 8.2.2009 kl. 17:28
Hvílíkt líf, þú lýsir þessu eins og stuttmynd: Bóndi með pensil, bóndakona að dútla, hundar að ærast af náttúrunnar köllum en fá þó eigi að njótast, kettir að pjattast, sólin skín endalaust.... ef ég væri kvikmyndagerðarmaður, þá ....
Ég hef nú dansað við þig óbrotna og það var alveg æðislegt; er viss um að það er enn skemmtilegra að dansa við þig brotna, hvað þá ef við erum báðar brotnar. Þú ert nú langt komin í gróandanum þínum, en ég bara nýbyrjuð, en við gætum samt reynt. Ég ætti að reyna hvítvín og vita hvort ég get ekki beygt mig og teygt ennþá meira.
Assgoti sem maður er nú brattur með allan brjósssssykurinn í sér!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2009 kl. 17:59
Dísa Dóra, 16.2.2009 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.