12.1.2009 | 11:01
Koma svo....
Nýja árið er komið í öllu sínu veldi og ég er staðráðin í að taka á honum stóra mínum til að gera þetta ár stórkostlegt.... jafnvel enn betra en síðasta ár....
..Ég er óðara að komast á mína tvo jafnfljótu þó að enn vanti helling upp á að þeir séu jafnfljótir..en góðir hlutir gerast hægt og maður verður bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti....
.... talandi um hunda.... nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.. Herkúles..
... er orðin heimavanur hundur í Einholti....Hann verður að vísu stundum mjög þreyttur á ungu tíkinni Heklu... sem alltaf er í stuði til að leika..
... en þá tuskar hann hana til með tilheyrandi urri og látum.....enda er Herkúles ráðsettur fimm ára gamall amerískur Spánverji....Hann telur sig oft vera yfir svona sveitafólk og hunda hafin..
.. fer til dæmis alls ekki ótilneyddur út og inn um þvottahúsdyrnar.... ó nei.... svona eðalhundar ganga inn og út um aðaldyrnar og ekkert raus...
.. honum finnst líka að sófar heimilisins séu ætlaðir honum og skilur ekkert í þessum látum og veseni þó hann leggi sig í sófann... svo ég tali nú ekki um rúm húsbóndans..
...Herkúles er frábær hundur með sterkan karakter og ber fyrrum húsbændum sínum gott vitni....
.
Ég fór til sjúkraþjálfara á ókristilegum tíma í morgun..... þurfti að vakna fyrir allar aldir og haska mér austur á Hellu til að vera mætt til hans kl 09.00.....Sjúkraþjálfarinn segir að þetta líti allt saman bara þokkalega út og nú á mín að vera dugleg að nudda, teygja, klípa og andsko.... til að ég komist á mínar fallegu fætur sem allra fyrst..
.... ég má meira að segja fara að synda og ég læt ekki segja mér það tvisvar.. fer í sund í kvöld og tek einhverja metra......þeir verða kannski ekki í þúsundum talið en hátt í það...
...
Við skruppum í höfuðborgina á föstudagskvöldið Ég og Bóndinn og sáum myndina Sólskinsdrenginn.... alveg yndisleg, fróðleg og skemmtileg mynd sem vert er að mæla með.....
Athugasemdir
Sælar og gleðilegt ár
Ég ætla líka að sjá myndina um sólskinsdrenginn, Keli frændi minn.
kv. Agnes
Agnes Raymondsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:47
Jiiii.... klukkan níu!!!! Geta þessir sjúkraþjálfarar ekki tekið mið af tímatöflu sjúklinga?
Syntu kelling - syntu!! Ég sakna þín 
Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 22:17
haha á ég að lána þér litla minn svo þú vaknir tímalega í sjúkraþjálfun
Dísa Dóra, 13.1.2009 kl. 11:07
Agnes; Gleðilegt ár og góða skemmtun á sólskinsdrengnum..
Hrönn; Sakna þín líka... er að byrja í "æfingaakstri" hver veit nema ég byrtist óvænt einn daginn..
Dísa Dóra; Ég gæti tekið þig á orðinu enda er hann litli þinn soddann gullmoli... er ekki viss um að ég myndi tíma að skila honum aftur....
Fanney Björg Karlsdóttir, 13.1.2009 kl. 11:25
Gleðilegt árið Fanney. Vona að gangi vel í sundinu. Hræddastur um að þú syndir bara í hringi, ef þeir "jafnfljótu" snúast ekki jafn hratt, en þetta kemur allt saman. Vonandi að þetta ár verði bara stórkostlegt fyrir sem flesta. Ekki veitir af. Hvar fær maður annars almennilegan hund í dag, án þess að þurfa að punga út árslaunum verkamanns í Kína?
Halldór Egill Guðnason, 13.1.2009 kl. 15:18
Puh Halldór ég vorkenni þér ekkert að punga út árslaunum verkamanns í Kína. Þeir eru nú ekki á neinum ofurlaunum
Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 17:48
Takk Halldór.... gekk reyndar alveg ágætlega í sundinu þó að ég hafi synt í hringi í byrjun....
.... Góðan hund segirðu...hmmm... ég fékk seinni hundinn minn... sem er hreinræktaður Cocker Spaniel.. í gegnum kunningsskap, en fyrri eigendur gátu ekki haft hann lengur af persónulegum ástæðum...borgaði ekki krónu fyrir hann.... oft er verið að auglýsa "svona" hunda fyrir lítið á netinu..... lang einfaldast að "googla" bara
Fanney Björg Karlsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:29
Hæjj!! Æfðu þig endilega í því að synda í hringi.Það er svo gaman að gera alllt í hringi.....
Solla Guðjóns, 14.1.2009 kl. 23:33
Ertu nokkuð hætt að blogga? :)
Marinó Már Marinósson, 24.1.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.