3.1.2009 | 01:12
enn fjölgar í Einholti...
Já, ó já.... í dag bættist við nýr fjölskyldumeðlimur í Einholt..... alveg einstaklega fallegur fimm ára gamall amerískur cocker spaniel hundur...
.. Hann ber það virðulega nafn Herkúles og fannst okkur það vel við hæfi....
..
Það er því orðið ansi fjörugt hér á bæ.... fjórir kettir, slatti af hænum ein tík og einn hundur.... svo ég nefni ekki hrossin, en þau koma í hús áður en langt um líður....
Það var ekki laust við að Hekla fyndi fyrir afbrýðissemi þegar Herkúles birtist.... enda kannski ekki skrítið þar sem hún hefur verið prinsessan á heimilinu til þessa..
.. og verður það án efa áfram.... sérstaklega í ljósi þess að Herkúles er enn í fullu fjöri með báðar kúlurnar á sínum stað..... Ég er reyndar ekki farin að hugsa þá hugsun til enda þegar Hekla fer á lóðarí í febrúar...
.. en en.... "den dagen den sorgen...." eins og Svíinn er vanur að segja.....Herkúles hefur átt fullt í fangi við að kynna sér sitt nýja heimili....hér er köttur í hverju horni og forvitin tík sem eltir hann hvert sem hann fer.... núna er allt komið í ró í litla húsinu á hæðinni...
.. kettirnir eru þar sem þeir eiga að vera... á sínum náttstað..... og hundarnir liggja hver í sínu búri..... sofandi og alsælir.....
Lifið er yndislegt....
Athugasemdir
Hann er hrikalega flottur angaskinnið!
Já kona líf þitt er yndislegt!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 10:17
mér finnst algjörlega vanta páfagauk. og hamstur.
hann virðist nú hálf lost greyið. lost in einholt.
arnar valgeirsson, 3.1.2009 kl. 18:01
Gleðilegt ár og hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 5.1.2009 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.