Vinsamleg tilmæli....

Ég veit - er ég dey - svo að verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig á leggj´á mig látinn
- þá láttu mig fá hann strax.
 
Og mig, eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja,
en -  segðu það heldur nú.
 
Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna,
þá verður það eflaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína,
en -  mér kæmi hann betur nú.
 
Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
En ætlirð´að breiða yfir brestina mína
þá breidd´yfir þa´í dag.
 
(höf. ókunnur) 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mikið til í þessu.  

Anna Einarsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Brattur

... stundum erum við of lengi að pæla að gera eitthvað í og ætlum okkur að gera allt seinna... en það er stundum ekkert "seinna" til og allt orðið um seinan... gott ljóð...

Brattur, 14.9.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: arnar valgeirsson

það eru allir frábærir - þegar þeir eru dánir sko.

en gott að fá klapp á bakið stundum, svona meðan maður lifir.

já, og pening. peninga og haug af þeim....

arnar valgeirsson, 14.9.2008 kl. 22:05

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Blómvöndurinn er á leiðinni til þín ásamt korti hvar á stendur: Ég er svo glöð að þekkja þig og hafa fundið þig aftur..... Ég lagði líka inn á þig aleiguna mína en ég man ekki eftir neinum brestum til að breiða yfir í þínu fari þannig að ég sendi þér í staðinn riiiiiiiisastórt teppi af ást, alúð og umhyggju

Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Love you

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.9.2008 kl. 00:08

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl ég var að blogga þessar vísur,fyrir 3 dögum óg læt þess getið hver höfundurinn er (flottar sett upp hjá þér auk þess sem mér varð á að skrifa einfalt i þar sem y skal vera þó ég viti betur)

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2008 kl. 02:10

7 identicon

Alveg frábært!  Svo mikið til í þessu.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband