vika 1.....

Nú er fyrsta vinnuvikan á nýjum vinnustað í nýju sveitarfélagi liðin undir lok.... og ég uppistandandi og alveg í sjöunda himni...Grin ... búin að eignast fullt af vinum Wink og farin að heilsa fólki á báða kanta í Bónus og Nóatúni...Tounge .. má varla vera að því að versla ég er svo upptekin við að heilsa þessum nýja stofni...Whistling ...En einn er sá munur sem ég finn tilfinnanlega fyrir, þ.e. munur á því að koma af stærsta vinnustað landsins....LSH... og byrja á miklu minni stað.... hér annað hvort þekkja allir alla eða í það minnsta tengjast á einn eða annan hátt..Woundering .. það eru t.d mjög margir kunnugir Bóndanum mínum og vita stundum meira um hann en ég geri...Shocking .. stundum þarf ég að bíta í tunguna mína.... því þá er ég á leiðinni að segja eitthvað um konuna í matsalnum sem var.....Halo ..... jú nó...... en maður lærir þetta svona smám saman...... Það sem stendur upp úr þessu öllu saman er að á þessum nýja vinnustað fékk ég góðar móttökur... og hvar sem ég kem og kynni mig ...fæ ég svörin..... "Já... ert þú IÐJUÞJÁLFINN.... alveg gasalega merkileg upplifun..Wizard

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þekki engann hérna..... Hver er þessi kona í matsal og hvað var hún.....? Gott að allt gengur vél hjá þér - alveg stígvél.......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Systir mín hefur búið í Köben frá unga aldri. Þegar hún kom í heimsókn til Eskifjarðar uppúr miðri síðustu öld, sagði presturinn á staðnum við hana: Það er nú sitthvað Köben og Mjóeyri. Hvað það er satt, sagði systir mín. Ég gleymi þessu lítilmótlega atviki aldrei síðan - og man lyktina og birtustigið þegar orðin féllu. En sannleikur getur falist í hversdaglegu tali ... Sitt er nú hvað Landspítali og S....Njóttu lífsins, birtubarn!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.9.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: JEG

Já maður má passa sig í litlu samfélagi sko

Eigðu ljúfa helgi.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 13.9.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og það sem er kannski mest áríðandi að vita! Hvar er þessi matsalur?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Tína

Hver myndi nú ekki taka vel á móti þér spyr ég nú bara. Frábært að heyra að þetta gangi allt saman vel hjá þér og vonandi verður það áfram.

Vikuskammtur af knúsi til þín krútta og við bara verðum að fara að hittast ásamt Hrönnslu og fá okkur kaffi.

Tína, 13.9.2008 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband