8.9.2008 | 22:57
og það tókst......
"Vaknaði í morgun klár og hress....klæddi mig í föt og sagði bless........" ..
Í dag var minn fyrsti vinnudagur á nýjum vinnustað og hann gekk svona líka ljómandi vel...... ég komst alveg skammlaust frá morgunverðinum...... þó var á boðstólnum rúnnstykki með birkifræjum...en ég hef ekki góða reynslu á soleis morgunmat á nýjum vinnustað....fékk mér eitt stk fyrir kurteisisakir sem nýútskrifaður iðjuþjálfi í Lundi í Svíþjóð.... brosti svo eins og fífl í afmæli það sem eftir var dagsins með tennurnar svart-flekkóttar eins og norn..... eða eitthvað enn verra.. En sem sagt ég sé fram á spennandi og skemmtilegt uppbyggingastarf fyrir austan fjall..... og spáið í það ...... ég er tuttugu mínútur að keyra í vinnuna..... hrein og tær snilld.......og það sem meira er.... hér eru engir umferðahnútar...engin hringtorg og engin ljós...... bara nokkrir traktorar og einstaka mjólkurbíll á leið sinni á milli bæja........Ég held ég geti alveg vanist þessu......
Við skelltum okkur norður um helgina ég og Bóndinn..... smá helgarferð...alveg yndislegt veður og góð ferð í alla staði...... Læt hér fylgja með vísdómsorð sem ég heyrði á Húsavík....
"Kona sem segir að allir menn séu skepnur, elur með sér þann draum að verða dýratemjari..."
Athugasemdir
já og ekki ljúga Húsvíkingar... þeir sem börðust fyrir því að fá að flytja inn krókódíla í heitu tjörnina sína... ...
Brattur, 8.9.2008 kl. 23:05
Já akkurat..... og beiðninni var hafnað á þeim forsendum að innlendi stofninn ( sko krókódílastofninn) gætu skaðast...... þessir húsvíkingar.... eða var það ráðuneytið sem réði þessu..... ég skal ekki segja...en drepfyndið var það í alla fall...
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 23:10
Gott að heyra að fyrsti dagurinn var góður. Já það munar að hafa stutt í vinnuna og eins að sleppa við umferðina. Tíminn er líka peningar og nú kostar olía og bensín dýrt.
Flott spakmæli. Kveðja úr sveitinni.
JEG, 8.9.2008 kl. 23:40
Til hamingju með nýjar aðstæður og gangi þér vel, hvort sem það verða birkirúnnstykki á boðstólnum eða ekki. Ég bilaðist þegar ég las um atvikið í Lundi...ha ha ha ha haaaaa. Jeminn hvað þetta hefur verið neyðarlegt.
Hafðu það gott
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:08
hahahah hvað þú hefur verið flott í Lundi! Til hamingju með velafstaðinn dag og sjáumst svo fljótlega.
Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 17:04
Ég sendi þér gífurlegt magn af hvatningarkveðjum og velfarnaðaróskum. Held að þú eigir eftir að gera mjög góða hluti þarna. Held það reyndar alls ekki, en veit það fyrir víst. Finnst þér ekki gaman að fólki sem er sífellt að leiðrétta sjálft sig? Já, mér líka.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2008 kl. 20:52
Til hamingju með nýja starfið.
Marta B Helgadóttir, 9.9.2008 kl. 22:17
Til lukku með nýja starfið...
Ha ha ha ...mér finnast birkirúnnstykki æææði...en maður verður að kíkja í spegil eftir að hafa gúffað slíku gúmmelaði í sig...thí hí....
Bergljót Hreinsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:37
Gangi þér þrusuvel í nýja starfinu kona. Fáum okkur svo kaffi fljótlega.
Tína, 10.9.2008 kl. 08:08
Kæra vinkona
Gangi þér vel í nýju vinnunni. Suðurlandið rokkar!!! Ég er alltaf að reyna temja einn Húsvíking :)
kveðja úr Kópavogi
Linda
Linda (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.